Leita í fréttum mbl.is

Hún hefir lengi haft sérstakar áhyggjur af honum

xbGamla Framsóknarmaddaman er lengi búin að hafa áhyggjur að ráðsmanni sínum í Framsóknarfjósinu, þessum Sigurði Inga sem sú gamla hefir aldrei þekkt haus né sporð á. Þegar hún sá og heyrði manninn í fyrsta skipti spurði hún griðkonu sína hvort þetta manntetur væri ljósrit af Halldóri Ásgrímssyni. Og marga nótt hefir gamla konan legið andvaka og velt fyrir sér hvurt erindi Sigurðar Inga væri í Framsóknarfjósið og í politíkina. Það eina sem gamla Maddaman hefir haft upp úr hugleiðingum sínum um Sigurð Inga er að það eina sem vakað hafi fyrir manninum hafi verið að ráða vinkonu sína og starfssystur sem Vegamálastjóra, þar með væru afrek ráðsmannsins með öllu upp talin.

Að vísu var Sigurður Ingi neyddur upp á Framsóknarmaddömuna; daginn sem hún réði karlskepnuna hafði hún farið offari í ákavítinu og samþykkt hann í ölæði og svörtu minnisleysi. Þegar kérlíngin rankaði við sér, þremur eða fjórum dögum síðar, komst hún að því að nýr ráðsmaður var kominn að Framsóknarfjósinu, en Sigmund litla Davíð höfðu eineltishrottar flæmt grátandi burt úr Fjósinu. Skömmu síðar tók gamla Framsóknarmaddaman Miðflokk Sigmundar upp á sinn eigin eyk á laun og bjó honum aðstöðu í forarvilpuhúsinu, sem er stokkur yfir svæsnasta óþverrann sem lekur af Fjóshaugnum.

x15Nú er svo komið, að Framsóknarmaddömunni er skapi næst að dreka sig ofurölvi í ákavíti, taka öxina ofan af veggnum og stökkva Sigurði Inga á braut, því gömlu konunni þykir sem Framsóknarfjósið hafi farið halloka í tíð núverandi ráðsmanns og hann hafi gjört æru Framsóknar til skammar með durgslegu sleifarlagi og þumalputtavinnubrögðum. Já, sú gamla hefir hugsað sér, að eftir að hafa rekið Sigurð Inga með reiddri exi út fyrir garð, að leiða Sigmund og hans ágætu klausturbræður og systur út úr forarvilpuhúsinu og inn í Fjósið og fá þeim þar góða bása með rennisléttum flór fyrir aftan. Og Litla Gula Hænan skal í skammarkrókinn og fá að þola þar píslir og kröm.


mbl.is Undirbúa takmörk á ferðamannafjölda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband