Leita í fréttum mbl.is

Að eiga djúpvitran menntamálaráðherra af Fjóshaugnum miðjum

x29Er ekki dásamlegt að eiga svona vitran mennta- og menningarráðherra? Er það ekki verskulduð náðargjöf til Íslendinga frá Drotni Alsherjar? Jú, kæru vinir, ætli það sé ekki lóðið? Að hólfa skóla er djarfasta og heilagasta ráð sem nokkur íslenskur stórnmálahani, fyrr eða síðar, hefir upphugsað. Ekki skemmir fyrir, að vor ástkæri mennta- og menningarráðherra, er fædd í Framsóknarfjóshaugnum miðjum og alin upp við fótskör sjálfrar gömlu Framsóknarmaddömunnar. Má ljóst vera hvurju mannsbarni, íslensku og jafnvel erlendu, að uppeldið í Framsóknarfjósinu hefir tekist vonum framar og skilað ossum löndum fyrirtaks mennta- og menningarmálaráðherra, stórvitrum og gegnsósa af Maddömulærdómi frá blautu barnsbeini.

Og vissulega er Lilja Alfredósína sjaldgæft metfé úr hinu feyskna og hryggsigna Framsóknarfjósi. Hún er svo klár og vitur, að hún gat reiknað út að hólfun í skólum er betri en óhólfaður skóli, þó umfram allt reiknaði hún út að öll hólfin verði Framsóknarhólf með mynd af Hriflóni gamla, Stenngrimi Johoð, Kolbeini Kolbeinssyni skrifstofustjóra og framsóknarmanni og Gifturíka Kaupfélagsstjóranum fyrir norðan land. Af því munu börnin menntast meira og betur en annars.

xbFyrir ekki löngu síðan heyrðist á tal tveggja framsóknargúbba, sem vóru að kukka saman úti, nánar tiltekið inni í ruslatunnuporti millum Austurstrætis og Hafnargötu. Þeir vóru að leggja á ráðin um að steypa ráðsmanni Framsóknarmaddömunnar, honum Sigurði Inga, af stóli og láta Vegamálastjóra fjúka með honum í leiðinni. Ekki er nokkur vafi á að þessir skítandi menn í porti, hafa í hyggju að vígja frauken Alferdósínu til ráðsmennsku í Framsóknarfjósinu; að minnsta kosti töluðu þeir fjálglega um liljur vallarins, sem hvorki kunna að vinna né spinna, og fogla hyminsinns, sem safna ekki forða í hlöður fremur en gamla Framsóknarmaddaman, sem löngu er hætt að heyja fyrir sauðnautin sem hún heldur í Fjósi sínu. Sennilega er fólginn vænn búhnykkur í því að stampa Sigurði Inga og flæma hann eins og hund í Miðjuflokkinn. Karlarnir í portinu viku að endingu máli sínu, rétt á meðan þeir skeindu sig með grasvisk og stóðu upp, að þeirri staðreynd, eins og þeir orðuðu það, að Sigurður Ingi væri fádæma durtur, ugglaust gjörspilltur af ýmiskonar gargagndi vitleysu, og aldeilis ónothæfur sem ráðherra, hvað þá ráðsmaður í Fjósi, auk þess sem hann væri ljósrit af skelfilegasta ráðsmanni Framsóknamaddömunnar, sem uppi hefir verið.  



mbl.is Flókið en betra að hafa sóttvarnahólf í skólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Lilja Alfreðsdóttir sýnir nú sitt rétta eðli. Mér er einfaldlega of heitt í hamsi til að gera grín að henni nú þegar hún ræðst af alefli gegn börnunum sem henni er trúað fyrir.

Þorsteinn Siglaugsson, 1.11.2020 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband