Leita í fréttum mbl.is

Ernir eru óbetranlegar óvćttir og ekki er bölvađur Jólakötturinn ţeim neitt skárri

xd4.jpgDjöfullegir fuglar ernir, grimmir og stórhćttulegir. Hér fyrrmeir ţegar foreldrar gćttu ekki barna sinna eins og tíđkast í dag, kom ţráfaldlega fyrir ađ ernir komu ađvífandi og hremmdu börn sem voru ađ leik á hlađinu heima eđa úti á túni međan fullorđna fólkiđ var viđ heyskap eđa önnur störf, og flugu međ ţau burt. Í einni hrođalegri sögu af einu slíku tilviki flaug örninn međ fimmvetra dreng upp í fjallsufsar, hvar hann hafi sér hreiđur međ ungum. Ţeir er eftir sátu á bćnum mundu alla ćvi eftir hljóđunum í drengnum ţegar örninn var slíta hann sundur í ungana. Ţađ vóru hryllilegar stundir. Á ţriđja degi heyrist ekkert meir ofan úr klettum annađ er murriđ í múkkanum og stöku kuldahlátrar í svartbaknum. En arnarungarnir stálpuđust hratt og gjörđust fljótt óvćgin óféti sem móđir ţeirra. Ţví gjöri ég ađ tillögu minni, ađ örninn í Húsdýragarđinum verđi leiddur ađ höggstokknum í fyrramáliđ og hogginn án nokkurs hiks af honum hausinn. 

Ţá er og ţess ađ geta, ađ össufjandi fór ađ gjöra sig heimakomna ađ býli Ólafs bónda. Ţetta var mikill fugl, fimur á vćng og međ öllu óseđjandi. Um voriđ tók assan í ţađ minnsta átta lömb traustataki af Ólafi bónda og nýborinn kálf drap hún og hafđi í brott međ sér í tveimur ferđum; assan reif sem sé kálfinn í tvennt ţví henni ţókti  hann heldur ţungur til flugs til ađ fara međ hann í einni ferđ. En svo lék assa af sér og ţađ heldur illa. Hún hugđist nefnilega grípa hinn landsfrćga fjárhund Ólafs bónda, hann Snata, og tćta hann ofan í börn sín grimm og svöng í hreiđrinu. Jú jú, illyrmiđ flaug undur létt niđur viđ jörđ međ ţýđum vćngjatökum og kom aftan ađ Snata ţar sem hann lá á hlađinu og var ađ hugsa. En í ţann mund sem assa ćtlađi ađ lćsa klónum í bráđina og hafa hana viđstöđulaust á brott stökk Snati eldsnöggt upp og náđi koma tanngörđum sínum á háls hennar og beit.

catJá, vinir mínir, nćr og fjćr, ţađ er ástćđa til ađ vera á varđbergi ţar sem örn er nćr og rétt ađ hafa ekki um hönd fleipur og ţvćtting um ţann fugl. Og ţađ eru vissulega fleiri hćttur sem a steđja á Íslandi, ekki síst á jólaföstunni ţegar ćgilegustu forynjur fara á stjá. Jólakötturinn er óskaplegt dćmi um hamslaust villudýr sem veđur um sveitir og etur menn, einkum börn, óţekk börn. Ţađ er ekki lengra síđan en í fyrra, ađ Jólakötturinn veiddi dreng austur á Hérađi og át hann á stađnum. En ţađ var nú ekkert miđađ viđ uslann sem kvikindiđ gjörđi á jólatrésskemmtun norđur í Húnavatnssýslum fyrir fimm árum. Ţar lét hann ekki viđ sitja ađ građga í sig óţekka krakka, heldur hakkađi hann í sig tvćr konur, ađra á besta aldri, hina afgamla, seiga og bragđvonda. Ţađ var ekki laust viđ ađ kisi drćgi kviđinn dulítiđ eftir jörđinni ţegar hann laumađi sér á brott eftir allt átiđ.  


mbl.is Síbrotaörn fćrđur í húsdýragarđinn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband