Leita í fréttum mbl.is

Ræða haldin hjá kvenfélaginu Bárðarbungu

ing17Dómgreindarbrest!? Hvað á þessi viðreisnarfrauka, sem sögð er þingmaður Viðreisnar, eiginlega við? Veit hún yfirleitt nokkuð um hvað dómgreindarbrestur er? Hvað í dauðanum er það sem sem kemur fólki til að dylgja og gefa í skyn um annað fólk. Viðreisnarfraukan á eflaust við, með dylgjum um dómgreindarbrest, að dómsmálaráðherra sé fullkomlega heimsk og læðir jafnframt inn hjá trúgjörnum að umræddur ráðherra sé ekki með öllum mjalla, lítt greind og úti að aka. Það er alveg dæmalaust hvað sumt fólk getur látið opinberlega út úr sé um annað fólk; en dómsmálaráðherra, telpan Áslaug Erna, sé illa úr garði gjörð, skaðræðisgripur og fól og það borgi sig ekki að kjósa hana aftur.

Og síðan hvunær er það glæpur að dómsmálaráðherra hringi foksystur sína í lögreglunni? Það er orðið vandlifað ef þessháttar kurteisi flokkast undir ótuktarhátt eða svínsnáttúru. Hvað fleira ætli sé hægt að lesa millum línanna hjá viðreisnarfraukunni raupsömu? Það er ekki gott að vita. Er hún ef til vill að meina að dómsmálaráðherra sé hælismatur sem eigi að fara með á hæli? Ég hefi skjaldan orðið vitni að jafn hraksmánarlegri orðræðu, hvorki til sjós eða lands og er þó af mörgu misjöfnu að taka.

Einusinni sem oftar hélt frú Ingveldur tímamótaræðu á fundi í Sjálfstæðisflokkskvennafélaginu Bárðarbungu, hvers heimili og varnarþing er í Reykjavík. Þetta félag er sannkallaður eðalfélagsskapur, virðulegur fémínístavettvangur. Að sjálfsögðu mæltist frú Ingveldi vel eins og endranær. Hún hóf ræðu sína með því að útskýra fyrir fundarkonum muninn á hlandmeri annars vegar og hlandsprengju hins vegar. Að því loknu sló frú Ingveldur á léttari strengi og hóf að segja frá afrekum vinukonu sinnar, Máríu Borgargagns, sem hún rómaði upp í hástert. Meðal annars sagði hún söguna af því þegar Borgargagnið, að næturþeli að vetri til, eftir veislu um borð í togara í Reykjavíkurhöfn, kjagaði nærbuxnalaus í krapa og éljaveðri alla leið suður í Kópavog. Að vísu var hún í krumpuðum jakkafötum af ókunnum manni einum fata, en í þá múnderingu höfðu strákarnir fært hana áður en hún sté frá borði og hélt heim á leið. Og mikið andskoti klöppuðu konurnar í Sjálfstæðisflokkskvennafélaginu Bárðarbungu fyrir atorku og kjarki Máríu Borgargagns og örguðu upp yfir sig: "Gefið oss Borgargagnið, gefið oss borgargagnið!"  

 


mbl.is Símtöl beri vott um dómgreindarbrest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband