Leita í fréttum mbl.is

Reiðhjólastuldir fyrr og nú

hirtSvo það er þá horfið, týnt, tröllum gefið. Það hlaut að enda með þessu. Vel man, ég þá ég var sjódrengur á síldarskipi í Norðursjó, öll reiðhjólin sem voru í Hirtshals á Danmörku í þá daga. Oft kom fyrir að piltur og piltur, sem hafði farið á knæpuna en nennti ekki að skakklappast fótgangandi um borð, tók sér næsta reiðhjól traustataki og þaut í einum rykk niður á bryggju, kastaði hjólinu langt út í höfn, og skreið um borð. Það gat líka verið bráðhættulegt að vera Íslendingur, og vera að flækjast einn að kveldlagi um götur þar í Hirtshals, því danskir ofstopamenn lágu hvarvetna í leyni og slógu Íslendinginn í rot, formálalaust, ef þeir komust í færi.

Eina ferð man ég undurgóða frá Álaborg til Hirtshals. Það var komið undir morgun og piltarnir ölmóðir og þráðu að komast um borð í skip sitt til hvíldar. Þeir tóku leigubíl og var stefnan sett á Hirtshals. Þegar þangað kom báðu þeir leigubifreiðarstjórann að nema staðar fyrir ofan Hirtshalskrána, þeir ættu þar erindi og kæmu fljótt aftur. En í stað þess að sinna viðskiptum á kránni, óðu piltarnir, vel upp aldir og skikkanlegir, gegnum húsið og út að neðanverðu þar sem þeir slógu eign sinni á reiðhjól er það stóðu og hjóluðu niður að skipshlið. Vitanlega stungu þeir hjólhestunum niður í höfnina millum skips og bryggju. Og þannig fór um sjóferð þá. Leigubifreiðarstjórinn fékk sem sé ekki krónu fyrir ferðina frá Álaborg og reiðhjólamennirnir sáu hjólhestana sína aldrei meir. En Hirtshals kro var ágætur staður í þá daga. Það held ég nú.

Með þessu er ég ekki að segja að drukknir og þreyttir útlendir piltar hafi stolið hjóli Lífar og þakkað fyrir sig með að kasta því í Reykjavíkurhöfn. Öðru nær. Allt eins gæti verið að neftóbaksklístraður bóndadurgur ofan úr sveit hafi átt leið um, ágirnst hjólið Lífjar og stolið því eins og marghertur og reyndur sauðaþjófur frá átjándu öld. Svo gæti sem best verið að ræninginn sé nútímakvenmaður, svona álíka og Líf, sem talið hefir að henni vantaði aðeins eitt upp á útlit sitt, en það væri að líða eins og hundraðogeinnmussa um göturnar á góðu reiðhjóli, sem hún hefði því miður ekki efni á að kaupa sér í augnablikinu. Vér ráðleggjum að Líf, þeim tvíellefta stjórnmálaskörungi í hundrað og einum að fá sér dráttarvél til að brúka sem fararskjóta á borgarstjórnarfundi, en þessháttar tæki mundi ein blönk lopamussa og hussumkussa aldrei getað stolið. 


mbl.is Hjól Lífar horfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband