Leita í fréttum mbl.is

Ţá komu sóttvarnir fyrir lítiđ og barst sóttin í sjálfa ríkisstjórnina sem riđađi til falls

kol18Honum Indriđa Handređi varđ eitt sinn hált á merinni, en ţađ var ţegar hann varđ útsteyptur af lekanda. Hann hafđi sem sé rekist á einhverja bölvađa grýlu á Laugaveginum og fariđ međ henni á bak viđ nćsta hús. Fyrir vikiđ kom hann sýktur heim til sín morguninn eftir og smitađi eiginkonu sína, Máríu Borgargagn af hinum hćttulega sýkli. Og Handređurinn bćtti um betur: Hann lét sér sćma ađ smita vin sinn, Kolbein Kolbeinsson skrifstofustjóra og framsóknarmann, af sóttinni ţá strax um kveldiđ. Pestin fór afbragđs illa í Kolbein, lagist í höfuđiđ á honum, sem kom fram í ţví ađ hann ţvćldi látlaust helberan ţvćtting, lýgi og fáheyrt og viđbjóđslegt rugl í ţrjár vikur.

jólaköttur1Ţađ kom hinsvegar í hlut Borgargagnsins ađ koma veikinni yfir á frú Ingveldi, en ţađ hefđi hún betur látiđ ógert, ţví frú Ingveldur varđ ćf og hefđi sennilega myrt Borgargagniđ ef fjöldi góđgjrnra mann hefđu ekki gengiđ á milli. Um skeiđ var lekandinn sem Handređurinn fékk af grýlunni á Laugaveginum mikiđ vandamál í tiltölulega ţröngum geira samfélagsins. Frá Indriđa karlinum barst sjúkdómurinn hratt upp ţjófélagsstigann og fór innan skamms ađ herja á ríkisstjórnina. Ţađ var hrćđilegt, ţví minnstu mátti muna ađ stjórnin leystist upp, sem og heimili ráđherranna. Sem betur fer tókst ađ ţagga hneyksliđ niđur og halda ţví frá blađamönnum, en ţessháttar drjólar kunna ekkert međ ríkisleyndarmál ađ fara.

hangi1.jpgUm sama leyti og ríkisstjórnin tók veikina komst upp ađ köttur nokkur í Ţingholtunum vćri međ lekanda. Kattarskrattinn varđ bólginn í framan svo rétt pírđi í glyrnurnar og svo geđvondur ađ nćr stappađi viđ fullkomiđ brjálćđi. Sem dćmi um ofsa og stjórnleysi kattarins ţá drap hann ţrjá hunda í hverfinu áđur en honum fór ađ batna og geđbilun hans ađ mildast. Ţessi ódćmi bitnuđu líka á börnum sem fullorđnum, ţví kötturinn tók upp á ađ vega ađ fólki úr launsátri og rífa ţađ og tćta í framan međ hárbeittum klónum. Hvernig blessađ dýriđ hafđi smitast af ţessum hćttulega sjúkdómi vissi enginn ţrátt fyrir ađ vísindamenn hafi rannsakađ máliđ í ţaula. En frú Ingveldur hafđi oft á orđi á eftir, ađ réttast vćri ađ hengja helvítis úrţvćttiđ hann Indriđa Handređ, ţví hann vćri til alls vís; ţađ ćtti ađ taka óhrćsiđ einhverja nóttina ţegar hann vćri sofandi í rúmi sínu og tylla honum upp í stóra trénu, sem vćri ađ húsabaki hjá honum, öđruvísi vćri réttlćtinu ekki fullnćgt. 


mbl.is Frumvarp sem skyldar fólk í sóttvarnahús
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband