Leita í fréttum mbl.is

Heill sé yður frú Andersen í Mammons nafni

ing2Skelfilegt hvað hún frú Andersen er orðin mikil sprúttkvinna á síðari árum. Hér fyrrmeir mátti hún ekki heyra minnst á áfengi öðruvísi en að missa stjórn á sér, gaddfrjósa og gubba út um allt. Í þá daga var hún líka öldungis mótfallin því að ríkið verslaði með áfengar vörur og hefði á því einkaleyfi, en þá var hún líka þeirrar skoðunar að sprúttvísindi og sala áfengra drykkja væru með öllu harðbönnuð á Íslandi. Nú er hún orðin þess mjög fýsandi að okkar ástsælu auðvaldsfyrirtæki fái að ein að höndla með brennivín ásamt veljulegum sprúttsölum af gamla skólanum. Það er nefnilega nauðsynlegast af öllu að einkagróðinn sé sem allra mestur að drykkjuskap þegnanna, því þá mun drykkjumenning batna og billegra verður fyrir drykkjurúta og gardínufyllibyttur að staupa sig.

Frú Andersen er hugsjónakona og einnig hugsjónamaður. Hún trúir ekki á cóvíð nítjánda fremur en dómsmálaráðherra, ekki heldur á samneyslu og samkennd, nema auðvitað samkennd samherja á auðvaldsmélinu. Hún er það sem menn segja: Aldeilis heilbrigður stjórnmálamaður, sem hefir heilbrigða, heilaga samkeppni og hina guðlegu og ósýnilegu hönd markaðarins að evangélískri trúarsetningu. Hennar guð er Mammón og í hans skjóli skal Bacchus vera frjáls í höndum sprúttara og péníngagróðamanna. Enda er kérlíng prestur og trúboði við helgisetur Mammóns.

Í næstu ríkisstjórn skipulögðu Mammonstrúarsamtakanna verður frú Andersen dóms- og kirkjumálaráðherra. Og seinna meir, þegar búið verður að koma Bjarnaben fyrir poletiskt kattarnef, verður vegur hennar svo mikið og flug hennar svo hátt að hún verður gjörð að formenni skipulögðu g-samtakanna. Í hennar tíð verður þjóðkirkjuræfillinn einkavædd og hún látin standa undir sér á markaðsvísu, sprúttsala verður gerð að sérstakri dyggð og heilbrigðiskerfið lagt í rúst svo péníngalæknar og fjárfestar megi græða pénínga á sjúkdómum. Ef einhvers sjúkdómur sendur ekki undir sér á kapítaliskum rekstrarforsendum verður sá sjúkdómur fjarlægður af skrá yfir sjúkdóma en vald og refsingar verða upphafnar til meiri vegs og virðingar en áður hefir þekkst og Stóridómur endurreistur, sem og húsagatilskipunin og gamla góða vistarbandið. Heill sé yður frú Andersen í Mammons nafni.


mbl.is „Frá Búrgundí í Bústaðahverfið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband