Leita í fréttum mbl.is

Hin endanlega lausn nágrannavandamálsins

pianÁ frumbýlisárunum máttu þau frú Ingveldur og Kolbeinn eiginmaður hennar láta sér nægja að hírast á fimmtu hæð í fjölbýlishúsi. Þeim líkaði ekki búsetan og líktu henni við vist í rottuholu og þar fram eftir götunum. Verst var þó að hæðinni fyrir neðan bjuggu roskin hjón, tónlistarfólk, sem iðulega drógu fram hljóðfæri sín, einkum á kveldin, og hófu fjörugt spil. Frú Ingveldur og Kolbeinn uppástóðu að hinir tónelsku nábúendur væru forfallið drykkjupakk, brennivínsskríll og öfuguggar.

Frú Ingveldur reyndi að spyrna við ónæðinu og hélt á fund hjónanna. En, nei, þau könnuðust ekki við neitt, þau ættu aungin hljómtæki af neinu tagi, ekki einusinni útvarp eða sjónvarp. Í næsta skipti þegar hljómleikar hófust fyrir neðan frú Ingveldi vóð hún sem hraðast niður og knúði dyra af fullri einurð. Sá gamli kom til dyra og glápti á frú Ingveldi eins og naut á nývirki, og spurði svo: - Get ég nokkuð gert fyrir yður frú? - Já, æpti frú Ingveldur, - þið skuluð hætta þessu gargi strax, elligar ég kem ykkur fyrir kattarnef. - Jæja, sagði sá gamli og lokaði hurðinni. Frú Ingveldur var ekki á því að gefa sig og knúði aftur dyra. Nú var það konan sem lauk upp, en karlinn hafði stillt sér upp fyrir innan með einhverskonar staur í höndunum, og skaut endanum á honum beint í andlitið á frú Ingveldi, sem missti meðvitund. Þá hún raknaði við átti hún í mestu vandræðum með að skríða upp til sín; varð oft að stoppa á leiðinni og stjörnurnar fyrir augum hennar þutu tindrandi hjá eins neistaflug frá slípirokki.

Um nóttina afréðu frú Ingveldur og Kolbeinn að taka hart á hjónunum fyrir neðan. - Nú dugar ekkert minna en hin endanlega lausn nágrannavandamálsins, sagði frú Ingveldur og strauk þéttingsfast upp millum þjóhnappa Kolbeins, en hann kvíaði upp píkuskrækjum af losta. Svo boruðu þau dulítið gat gegnum gólfplötuna niður til nágrannahjónanna þegar þau voru ekki heima. Næst þegar hljóðfærin voru gangsett brugðu frú Ingveldur og Kolbeinn við og blésu og dældu eitruðu gasi af góðum krafti niðrum gatið á gólfinu. En tónlistin hljóðnaði ekki og glumdi í eyrum frú Ingveldar og Kolbeins langt fram á nótt. En daginn eftir varð uppi fótur og fit á heimili gömlu nágrannahjónanna. Dóttir þeirra hafði komið í heimsókn og hafði hún komið að foreldrum sínum steindauðum í stofunni. Og um kvöldið, eftir að hin rosknu hjón höfðu verið borin út og farið með þau í líkhúsið, hófst enn einn tónleikurinn í fjölbýlishúsinu. Daginn eftir auglýstu frú Ingveldur og Kolbeinn íbúð sína til sölu.   


mbl.is Seljendur áttu að skýra frá erfiðum nágranna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband