Leita í fréttum mbl.is

Morgunbænir á háborgaralegu menningarheimili

kol26Í morgun reis Kolbeinn Kolbeinsson upp við dogg í hjónrúmi sínu og glápti drykklanga stund eins og undrandi hænsnfugl á ofninn í herberginu. Svo hóf hann sig fram á rúmstokkinn, riðaði þar nokkur andartök meðan hann var að finna gólfið með iljunum. Svo fór hann að syngja, að minnsta kosti áleit hann sjálfur þetta vera söng sem upp af honum leið það í morgunkyrrðinni. Þetta var fjarska ólögulegur kveðskapur sem hann neyddi frumsamið lag upp á og röddin var rám eftir svefninn og lifnaðinn áður en hann hrökk útaf í rúmið um nóttina:

,,Búbú segir, Bubur segir, bráðum verður dínga-líng,
Borgargagnið, Borgarganið, snýst á borði heilan hring.
Hæ, hæ og hopp og hí, hún fær stöð í rassaling,
grátt ljós og garnaþyt 
og gægsnið verður sent á þing".

Svo gjörði Kolbeinn hlé á söngdagskránni og mælti af munni fram efni sem kann að hafa verið frumorkt atómljóð, nú, eða torskilin frásögn af einhverju hræðilegu. Í máli hans komu fyrir orð eins og ,,sifjaspell", ,, hlandperri", ,,lostaglámur" og ,,óþrifnaðargná". Til samans mynduðu þessi orð, og mörg fleiri að sama tagi, upprífandi hugrenningatengsl í heilabúi frú Ingveldar, sem legið hafði vakandi, full af ólund og mannvonsku. En Kolbeinn snöri sér leifturhratt aftur að söngnum og grénjaði: 

,,Handreður í hörðum slag
hafði hana undir í fyrradag.
Þá Vondalyktin væmnum brag
vældi upp á magaflag.
Borgar gagnið bjart og kvart,
buslaði með þeim fjári hart". 

Og þá sá frú Ingveldur að einskis var lengur að vænta og sókti vöndinn.


mbl.is Gestir ágengir við starfsfólk tjaldsvæða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Dýrt er nú kveðið!

Þorsteinn Siglaugsson, 19.7.2021 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband