Leita í fréttum mbl.is

Djúpvitur prestur yrkir um múgfirringu að Hörgslandi

Merarsmérið alltaf er
undarlega vinsælt þar.
Kerlingin þar klöngrast ber
á knjánum inn á næsta bar.

x44Þetta ljóð, sem er talandi dæmi um ástand sem fólk sækist ákaflega í og er reiðubúið að selja sál sína fyrir, orkti síra Baldvin er hann átti leið um Hörgsland í vikunni. Svo blöskraði hinum heilaga manni, að hann sá sér ekki annað fært en að stöðva bifreið sína, taka upp blað og blýant og fara að yrkja. Eins og sjá má á vísunni, er síra Baldvin maður djúpvitur, svokallaður djúphyggjumaður, og leikinn í að yrkja áheyrileg kvæðavers, sem hreyfa auðveldlega við lesandanum eða áheyrandanum.

Fyrir þremur árum síðan kom síra Baldvin í sjávarþorp nokkurt, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði farið ránshendi um og svipt innbyggjarana öllum möguleikum á veiða fiskinn, sem býr í stórum hópum rétt fyrir utan höfnina. Eina lífsmarkið á staðnum var knæpan, en þar sátu eftirlegukindurnar í plássinu augafullar og drukku út örorku- og atvinnuleysisbætur sínar. Þessa herfilegu krá bannfærði síra Baldvin þegar í stað og bað hvort tveggja knæpu og veitingamanninn aldregi þrífast. Skömmu síðar brann knæpan til grunna, er vertinn var handtekinn og ákærður fyrir að hafa lagt eld að húsinu til að svíkja út tryggingabætur. Situr sá náungi nú á Litla Hrauni og telur tærnar á sér.

Eftir að síra Baldvin hafði bannfært knæpu og vert orkti hann:

Býður seggur sóðadíl,
selur ræflum grát og víl;
hann þeim drekkir í djöflakíl,
sá drengur kann ei að skammast sín.

Bannfærður skal því bulluson,
byrlari eiturs lon og don.
Hann mun vísast Sathan sjá,
svo mun hann dvelja honum hjá.


mbl.is Aðsóknin meiri en á stærstu helgunum í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband