Leita í fréttum mbl.is

Ég gef líka kost á mér til ritarastarfsins, enda hefi ég allt ţađ sem til ţarf

skrattaskrifŢví miđur hafđi alveg farir fram hjá mér ađ sá eđla stjórnmálaflokkur, VG, vćri međ landsfund um ţessa helgi. Ţađ var ekki fyrr en ég sá fréttina um ađ tvćr vellagađar heiđursjómfrúr ćtli ađ bjóđa sig fram til ritara á fundinum, ađ ég rankađi viđ mér og sá strax ađ hér var komiđ kćrkomiđ tćkifćri upp í höndurnar á mér, ađ láta ađ mér kveđa á uppbyggilegan hátt. Ég ákvađ ţví ţegar í stađ ađ gefa kost á mér líka til ritara VG, enda er ég kostum hlađinn til ađ takast á viđ slíkt starf.

Kostir mínir eru ţeir helstir, ađ ég er ţokkalegur í ađ rita íslenskt mál, en ţađ er auđvitađ frumskilyrđi ţegar ritari stjórnmálaflokks er ráđinn. Ótvírćđri ritarahćfni minni til viđbótar, er ég ágćtlega jađarsettur og raungerđur minnihlutamađur međ afbrigđum. Ég er sextíu og sjö ára og heyri ţví orđiđ öldungum til, en ţeir eru jađarhópur; einnig er ég handónýtur í skrokknum, hreinn öskuhaugamatur, og kolvitlaus í hausnum, ţađ ţýđir ađ minnsta kosti tveir jađarhópar; ţá er ég, međ guđsblessun, ţorstaheftur og vitanáttúrulaus og passa ţví vel inn í flokk umhverfissinna og náttúruhugsuđa. Síđast en ekki síst, ţá er ég karlamađur, en soleiđis menn eru útskúfađur jađarhópur vegna ţeirrar svörtu ónáttúru sem ţeir eru haldnir; ţađ jađrar jafnvel viđ lög ađ ráđa ţessi kvikindi í vinnu eđa fá ţeim sćti á poletiskum frambođslistum. Ţetta lítur allt mjög vel út hjá mér varđandi ritarastarfiđ, ég uppfylli öll skilyrđi og hlakka ákaflega til ađ hefja skriftir hjá VG.

Fyrir skömmu frétti ég ađ Stenngrimur nokkur Johođ vćri hćttur á ţingi, honum hefđi veriđ mismunađ út úr húsum hjá VG og lýstur óalandi og óferjandi innan flokks og utan og ţar međ bannfćrđur. Einnig var mér gert kunnugt, ađ mikill hrumleiki herjađi á Flokkseigendafélagiđ og vćru međlimir ţess langflestir á leiđ inn á hjúkrunarheimili, ţ.e. ef eitthvert ţessháttar heimili vill taka viđ ţeim. Hann Hjálmar heitinn frá Bólu tók út sína hjúkrunarheimilisvist í fjárhúsi fyrir norđan land og andađist ţar í hrútastíunni. Flokkseigandafélag VG ţarf varla skárri traktéringar í ellinni en Hjálmar og mörg fjárhús standa ónotuđ og tóm út um sveitir landsins. Allt ţetta, brottrekstur Stenngrims og nćr ţví útafdautt Flokkseigendafélag, gefur fögur fyrirheit um, ađ nú geti Eyjólfur fariđ ađ hressast svo um munar og Vinstri grćnir verđi loks endurheimtir eftir langa og skammarlega vist í tröllahöndum. 


mbl.is Tvćr vilja verđa ritari VG
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband