Leita í fréttum mbl.is

Ég gef líka kost á mér til ritarastarfsins, enda hefi ég allt það sem til þarf

skrattaskrifÞví miður hafði alveg farir fram hjá mér að sá eðla stjórnmálaflokkur, VG, væri með landsfund um þessa helgi. Það var ekki fyrr en ég sá fréttina um að tvær vellagaðar heiðursjómfrúr ætli að bjóða sig fram til ritara á fundinum, að ég rankaði við mér og sá strax að hér var komið kærkomið tækifæri upp í höndurnar á mér, að láta að mér kveða á uppbyggilegan hátt. Ég ákvað því þegar í stað að gefa kost á mér líka til ritara VG, enda er ég kostum hlaðinn til að takast á við slíkt starf.

Kostir mínir eru þeir helstir, að ég er þokkalegur í að rita íslenskt mál, en það er auðvitað frumskilyrði þegar ritari stjórnmálaflokks er ráðinn. Ótvíræðri ritarahæfni minni til viðbótar, er ég ágætlega jaðarsettur og raungerður minnihlutamaður með afbrigðum. Ég er sextíu og sjö ára og heyri því orðið öldungum til, en þeir eru jaðarhópur; einnig er ég handónýtur í skrokknum, hreinn öskuhaugamatur, og kolvitlaus í hausnum, það þýðir að minnsta kosti tveir jaðarhópar; þá er ég, með guðsblessun, þorstaheftur og vitanáttúrulaus og passa því vel inn í flokk umhverfissinna og náttúruhugsuða. Síðast en ekki síst, þá er ég karlamaður, en soleiðis menn eru útskúfaður jaðarhópur vegna þeirrar svörtu ónáttúru sem þeir eru haldnir; það jaðrar jafnvel við lög að ráða þessi kvikindi í vinnu eða fá þeim sæti á poletiskum framboðslistum. Þetta lítur allt mjög vel út hjá mér varðandi ritarastarfið, ég uppfylli öll skilyrði og hlakka ákaflega til að hefja skriftir hjá VG.

Fyrir skömmu frétti ég að Stenngrimur nokkur Johoð væri hættur á þingi, honum hefði verið mismunað út úr húsum hjá VG og lýstur óalandi og óferjandi innan flokks og utan og þar með bannfærður. Einnig var mér gert kunnugt, að mikill hrumleiki herjaði á Flokkseigendafélagið og væru meðlimir þess langflestir á leið inn á hjúkrunarheimili, þ.e. ef eitthvert þessháttar heimili vill taka við þeim. Hann Hjálmar heitinn frá Bólu tók út sína hjúkrunarheimilisvist í fjárhúsi fyrir norðan land og andaðist þar í hrútastíunni. Flokkseigandafélag VG þarf varla skárri traktéringar í ellinni en Hjálmar og mörg fjárhús standa ónotuð og tóm út um sveitir landsins. Allt þetta, brottrekstur Stenngrims og nær því útafdautt Flokkseigendafélag, gefur fögur fyrirheit um, að nú geti Eyjólfur farið að hressast svo um munar og Vinstri grænir verði loks endurheimtir eftir langa og skammarlega vist í tröllahöndum. 


mbl.is Tvær vilja verða ritari VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband