Leita í fréttum mbl.is

Þá heyrði hann rödd af himnum sem sagði

vélSvona fer Samfylkingin með sína bestu menn. Það er henni líkt. Þar skríður elítan sem ein blóðþyrst gleraugnaslanga aftan að efnilegum frambjóðendum og höggur þá miskunarlaust niður með eiturtönnum sínum. Og þá er hinn illa séði frambjóðandi liggur óvígur í blóði sínu kallar elítan skítseiði sín til og býður þeim að kasta af sér vatni yfrum hinn fallna og gjöra stykki sín á hann. Þegar athöfninni er lokið hverfur elítan til síns heima, glöð í bragði, og étur steik í tilefni dagsins og sýpur á dýrum vínum með. Þetta kallar maður nú innanflokksmenningu sem bragð er af!

Eitt sinn hugðist slitin erfiðisvinnumaður taka þátt í prófkjöri hjá Samfylkingunni. Allt sitt líf hafði hann verið sannur félagshyggjumaður, jafnaðarmaður, sósíalist og sameignarsinni. Því miður fór að lít út fyrir að þessum náunga ætlaði að verða vel ágengt í prófkjörinu og það hljóp skrekkur í elítuna, ekki síst efrimillistéttarfémínístana sem þókti sér ógnað af einni hrjóstrugri karlskepnu. Þá var rógsvélin sókt og hún sett í gang og stigin í botn. Að fáum dögum liðnum var hættan af erfiðismanninum liðin hjá, hann lá einn í drullusvaðinu, útmakaður leðju, sóti og kólígérlum, - og algerlega ærulaus. Og elíta Samfylkingarinnar fór heiðursgöngu framhjá rógsvélinni og klappaði henni á kollinn og sagði: ,,Þessi vél er okkar eigin framleiðsla sem við höfum velþóknun á.

Einhverjir óþekktir Samverjar, sagðir nokkuð miskunnsamir, áttu leið hjá og sáu erfiðisvinnumanninn við dauðans dyr í leðjusvelgnum, veiddu hann upp, struku eðjuna af honum og settu hann í heitt sturtubað. Þegar karlanginn var loks kominn til sjálfs sín eftir meðferð elítunnar og miskunnarverk Samverjanna, fór hann að hugsa um hvernig á því gæti staðið að hann, heiðvirður maðurinn, væri í augum umheimsins allt í einu orðinn svívirðilegur og stórbrenglaður kynferðisglæpamaður, þjófur, hórkarl, eitursjúklingur og geðbilaður morðingi. Þá heyrði hann rödd af himnum, sem sagði: Meðan elítum stjórnmálaflokka og verkalýðshreyfingar helst uppi að hafa rógsvélar og skrímslavarðsveitir innan sinna vébanda er auðvaldinu og heimsvaldasinnu óhætt.


mbl.is Með ólíkindum að þetta hafi verið niðurstaðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Við þetta má svo bæta, að elítuaðli Samfylkingarinnar í borgarstjórn Reykjavíkur og á landsvísu þókti mjög ófínt að hafa fyrrum tukthúslim við hlið sér í virðulegu prófkjöri flokksnins og því stampaði hún kauða niður fyrir bakka. Það segir sig sjálft, að borgaralegt glimmerstóð getur hæglega beðið heilsufarslegt tjón ef það hefir ófínt fólk í návist sinni.

Jóhannes Ragnarsson, 12.2.2022 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband