Leita í fréttum mbl.is

Hvað varð um raunverulega íslenska friðarsinna?

friðurHvað ætli hafi orðið af öllum friðarsinnunum sem maður hélt að ættu heima á Íslandi? Þeir virðast hafa gufað upp. Eða voru þeir engir raunverulegir friðarsinnar þegar allt kom til alls, nema þá helst í trantinum? Ég hefði haldið, að þegar hernaðarstórveldi lætur til skarar skríða og ræðst inn í nágrannaríki sitt, mundu friðarsinnar rísa upp og krefjast friðar og vekja athygli á nauðsyn friðar, án vopnaframleiðslu, hernaðarbandalaga og herja yfirleitt.

En, nei, ekki aldeilis. Um leið og Rússar héldu inn í Úkraínu stukku allir sem vettlingi gátu valdið niður í músarholuna sína þar sem lífið og tilveran er aðeins svört eða hvít. Yfirleitt er viðhorfið í músarholunum að Rússar og Pútín séu vondar ófreskjur eð Úkraínumenn ofur- og ósköp góð guðs útvöld lömb; einstaka sérvitringar halda svo með Rússum og telja þá í Úkraínu undirförular fasistarottur ef ekki eitthvað þaðan af verra. En að blása til baráttu fyrir friði og gegn herstöðvum, hergagnaframleiðslu og hernaðarbandalögum?, nei takk sama og þegið segja músarholubúarnir og klappa af æsingi fyrir sínum mönnum við hverja sprengingu. Svona framferði á ekki neitt skylt við frið og baráttu fyrir friði.

x29Og auðvitað vill íslenska ríkisstjórnin ekki vera minni en firrtustu klappstýrurnar í músarholunum og hafa þegar tekið sér það bessaleyfi að leggja allnokkra fjármuni í hergögn fyrir Úkraínumenn! Að þessum gjörningi standa aumingjarnir í VG með Íhaldsframsókninni, enda telja þessir ræflar sig ,,upplýst og menntað nútímafólk" með önnur merkilegri lífsviðhorf og þróaðri menningarsýn en uppþornaðir kreppukommar og fávís verkalýður. Síðast þegar ég vissi litur flokkseigendur VG á sig sem arftaka Einars Olgeirssonar og Brynjólfs Bjarnasonar, Kommúnistaflokks Íslands, Sameiningarflokks alþýðu-sósíalistaflokksins og Alþýðubandalagsins. En þrátt fyrir þá meintu arfleyfð, þá þykir ekkert athugavert við að forustulýður ,,Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs" stundi pólitískan hórdóm með auðvaldinu og sleiki sig upp við stríðsfélagið NATÓ eins og breima kettir. En að því slepptu: Hvar eru íslenskir friðarsinnar? 


mbl.is Lofttæmissprengja sögð hafa banað 70 hermönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband