Leita í fréttum mbl.is

Ekkialdraðir unglingspiltar heiðraðir í dag

jói2Ekki verður annað sagt en þeir hjá Sjómannadagsráðinu í Ólafsvík séu þægilega gamansamir, enda er það við hæfi í slíkum ráðum. Og í dag gerðu þeir sér lítið fyrir og heiðruðu tvo kommúnista og einn vinstrigrænan fyrir sjómennsku og sjómennskutengd störf. Það var því dagur róttækra vinstrimanna í sjómannagarðinum í Ólafsvík í dag. Ekki féll þessi gjörningur undir hugtakið ,,heiðrun aldraðra sjómanna" þar eð hinir heiðruðu eru hvorki aldurhnignir né dansandi á grafarbakkanum, heldu kornungir herramenn, allir undir þrítugu ...

Þá var ekki lakara, að söngmaðurinn Kristján Kristjánsson, - KK, en hann er sagður vinstrisinnaður líka, - söng vígsluna og heiðrunina inn með sálminum góðkunna ,,Bein leið", sem átti undur vel við í þessu tilfelli, því gata hinna heiðruðu er sannarlega greið, úr því sem komið er. En veðrið var gott og stundin hátíðleg og fuglarnir sungu.

Sunnan úr Reykjavík berast svo þær fréttir, að þar á bæ hafi stórmennin lagt ,,Hátíð hafsins" niður en tekið sjómannadaginn upp aftur. Meðan ,,Hátíð hafsins" var við lýði syðra klóruðu ýmsir gamlir sjóarar sér í hausnum yfir þessari framandi hátíð, þar sem sjómönnum virtist hafa verið vikið til hliðar eins og einhverjum óþrifagemlingum sem betri borgarar þurfa að skammast sín fyrir. Í dag kannast enginn við að hafa fundið upp ,,Hátíð hafsins", það er engu líkara en þetta kynlega fyrirbrigði hafi átt ætt sína að rekja í Hrunmenninguna illræmdu, sem enginn vill láta bendla sig við í dag. Að lokum er full ástæða minna fólk á ,,Ávarp óþekkta sjómannsins", sem margir hafa verið að deila á Facebook í dag.  


mbl.is Sjómenn heiðraðir í Ólafsvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband