Leita í fréttum mbl.is

Skelmirinn Karl og djöflamergurinn af Katar

full5Sjáiði helvískan þrjótinn, hann hefir tekið við þrem millionum punda sterling af alræmdum djöflamerg Katar. Með þessu áframhaldi verður hann aldregi kongur; sennilega verður hann kominn á Litlahraunið þeirra á Englani um að bil sem hans sæla og hálofleg móðir gefur upp andann og fer til Guðs. Vér munum öll hvernig þessum óþokka fórst við hana Díönu heitina, það var nú meiri svívirðan.

Já, heiðruðu vinir, skelmirinn Karl er vís til alls, meira að segja að sparka í gamla fátæka konu. Svo ku bróðir hans vera mesta óféti í kvennafans og vinur skuggalegra ólánsmanna. Já. Það er hreinasta guðs mildi að vér Íslendingar skulum ekki hafa álpast til að koma oss um svona bölvuðu kongaslekti; vér látum oss engeyinga og samherja nægja. Svo er sú gamla, móðir Karls, ekki sérlega kræsin. Hún klæðir sig upp á í ljósbláa dragt og setur upp ljósbláan hatt til að auglýsa að hún haldi með Manchester City. Já, hún er heldur óvönd að meðulunum gamla konan eins og gömlum er títt.

Og svo er það djöflamergurinn í Katar. Hann er náfrændi Kötu okkar eins og nafnið Katar bendir til og mikill kvenfrelsissinni og fémíníníst eins og hún. Til marks um það, þá tók sjeikarinn Tani sér sjöttu frilluna í byrjun þessa mánaðar, það er ákaflega bláeygð mær og lík frú Ingveldi á velli þegar hún var hvað girnilegust hormónaríkum körlum. Tani sjeikari er líka virkilega fjörugur í hinu margbreiða hjónarúmi og mega frillurnar hafa sig allar við að fylgja honum eftir þegar sá gállinn er á honum. Það mundi trúlega verða lítið úr Karli, sem aldrei verður meira en ekkikongur, ef honum auðnaðist að villast upp í hjónarúm Tana sjeiks.
Og það er nú það. Eða eins og forstýra kvæðafélagsins orkti:

Aldregi kongur verður klár
Karl, sem er bæði rauður og blár.
Karlfjandann nístir nárafár
sem nálega jaðrar við hjartasár.

 


mbl.is Tók við milljónum punda í reiðufé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband