Leita í fréttum mbl.is

Upphaf súrrar sorplyktar.

jólasveinn2Sú var tíðin að Reykvíkingar voru svo firrtir að þeir létu sig hafa að kjósa flokks Gnarrsins í svo stórum stíl að þeir sátu upp með þennan ferlega giljagaur sem borgarstjóra í fjögur ár. Auðvitað hafði Gnarrið, og aftaníossar þess í Gnarrflokknum, ekkert til borgarmála að leggja annað en vitleysu og úldna fimmaurabrandara úr pússi Gnarrsins sjálfs. Gnarrflokkurinn var að sönnu afkvæmi nýfrjálshyggjunnar og tómhyggjunnar, enda sá nýfrjálshyggjuprins Samfylkingarinnar, Dagur Bé, sér leik á borði og handsamaði Gnörrin eins og blinda hænuunga og nýtti þau sér til meirihlutavalda í borginni; því má segja, að Dagur hafi haft einræðisvald í Reykjavík á Gnarrtímanum, þrátt fyrir að hafa sjálfur fengið dræma kosningu.

Súrþefurinn sem gamla Gnarrið kveinkar sér nú undan, er meðal annars afleiðing af óstjórnartíð hans undir Samfylkingunni og Degi Bé, og því er ekki nema von að Gnarrið gretti sig og hnerri eins og hvolpur á skítugu baðstofugólfi. Því er svo við að bæta, að Brynjar Vondalykt spáði því á sínum tíma, þegar Gnarrið, Dagur og Holuhjallur voru og hétu, að þeirra örlög mundu verða að kafna í eigin poletisku skítafýlu og verða eftir það minnst í sögubókum, sem einhverrar verstu óværu í Reykjavík síðan Grímur Borgara hvarf af vettvangi fyrir margt löngu. Þykir nú Vondalyktin hafa verið sannpá.

x-rvkSem betur fer auðnaðist Reykvíkingum að sópa Gnörrunum og Gnarrflokknum út úr lífi sínu við fyrsta tækifæri. En því miður sitja þeir enn uppi við nýfrjálshyggjuprinsinn Dag Bé, sem tókst bjarga sér fyrir horn eftir síðustu borgarstjórnarkosningar með því að taka hlandþunna vikapilta gömlu Framsóknarmaddömunnar með sér til meirihlutabrúks. Það góða við núverandi stöðu er að góðar líkur eru á hlandsveinar Maddömunnar muni þorna upp á kjörtímabilinu og hverfa eitthvert út í kosmosið, nákvæmlega eins og Gnarrflokkurinn illþefjandi. Eftir það fara Dagur og Samfylkingarskepunar í meirihluta með Sjálfstæðisflokknum, sjálfu Íhaldinu, enda verða Samfylkingin og Íhaldið komið í eina sæng í ríkisstjórn. Þá munum við skemmta okkur við að geta upp á hvor eyðir hvoru, Samfylkingin eða Sjálfstæðisflokkurinn. En hin viðbjóðslega súrusorplykt mun þá sem nú svífa yfir Ráðhúsi Reykjavíkur og Reykvíkingum eins og mökkur.    


mbl.is Súr sorplykt og viðbjóður ekki neinum til sóma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband