Leita í fréttum mbl.is

Enn ríða hetjur um héruð - sem betur fer.

Þessi frétt færir heim sanninn um, að enn ríða hetjur um héruð. Það verður að skoðast sem ágæt hetjudáð að rífa handtösku af konu á Leifsgötunni um hábjartan dag. Ég geri ráð fyrir að hin óheppna kona hafi geymt snyrtivörur sínar í handtöskunni og að hetjan sem rændi henni hafi a.m.k. haft varalit og maskara upp úr snaræði sínu og gangi nú um, sæll og glaður, með hárauðar varir og púðraðar kinnar. Annars sýnir þetta skemmtilega atvik svo ekki verður um villst, að best færi á að kerlingar vorar létu eiga sig eftirleiðis að vafra um götur borgarinnar með töskublöðrur hangandi utan á sér.

Í þessari frétt kemur líka fram, að manngarmur nokkur hafi í gleðivímu ekið með þónokkrum tilþrifum á götuljós og jafnað það við jörðu. Sem minnir mig á hliðstætt atvik sem gerðist skömmu fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar þegar veislumóður frambjóðandi spændi yfir götuljós með bros á vör. 


mbl.is Lögreglan lýsir eftir manni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Já það er fjölbreytt þetta mannlíf

Þórdís Bára Hannesdóttir, 6.6.2007 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband