Leita í fréttum mbl.is

Meydómurinn - enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.

Upp úr fimmtugu fór frú Ingveldur að hafa uppi stór orð um gildi meydómsins. " Aunginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur" var viðlagsstef hennar þegar hún lét gamminn geysa. - Ja heyr á endemi, sögðu Meðal-Jónurnar í hálfum hljóðum hver við aðra. Í stórbrotinni grein í Morgunblaðinu hélt frú Ingveldur því ótrauð fram, að þær telpur, sem fallið hefðu fyrir freistingu lostans og glatað meydómi sínum innan við sextán ára aldur, væru Djöflinum á vald gefnar, en tuttugu ára skírlífi væri meydómsígildi. (Þegar Þorgarður skipstjóri las greinina, velti hann því lengi fyrir sér hve mörg þorskígildi væru í einu meydómsígildi.) Í sömu grein reifaði frú Ingveldur þá skoðun sína, að Íslenska ríkið ætti að gefa út meydómsskýrteini, sem endurnýjað væri á þriggja mánaða fresti með læknisuppáskrift. Og niðurlag greinarinnar hljóðaði svo: ,,Í hinum vestræna heimi hefur það tíðkst síðustu tvo áratugina, að fólk  lætur sér fátt um finnast þó að ungar stúlkur verði hórnum að bráð, gefið sig girndinni á vald, og eigi sjaldnast aftukvæmt úr þeim ógöngum, því löng er leiðin til aftur til óspjallaðs ástands, og sannast þar hið fornkveðna, að aunginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur."  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband