Leita í fréttum mbl.is

Samfylkingin hræðist Steingrím J. og Ögmund.

Það er vel við hæfi, að utanríkismálanefnd verði kölluð saman og NATO-dindlarnir þar, ásamt frú Ingibjörgu Utanríkisráðherra verði látin standa fyrir máli sínu. Ekki er annað að sjá en sleikjuskapurinn kringum rassinn á Bandaríkjunum og NATO hafi heldur færst í aukana eftir að Samfylkingarselskapurinn gekk í Sjálfstæðisflokkinn í vor, og var varla á bætandi við það sem fyrir var í þeim efnum.

Ef formaður utanríkismálanefndar hunskast til að halda umbeðinn fund, má búast fastlega við, að frú Ingibjörg Sólrún muni eiga þar mjög í vök að verjast, sem og aftaníossar hennar lítilfjörlegir. Það verður eflaust hlutskipti frúarinnar að tafsa, súpa hveljur og ranghvolfa augunum, þegar og ef hún reynir að svara félaga Steingrími þegar hann lætur til skarar skríða. Enda hræðast samfylkingargarmarnir ekkert meira en að lenda í klónum á Steingrími J. og Ögmundi Jónassyni því samviska Samfylkingarinnar mun víst ekki upp á marga fiska þessa dagana.  


mbl.is Formaður VG óskar eftir fundi í utanríkismálanefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ætlaði að halda langa ræðu, þess í stað segi ég bara: sveiattann

Ingibjörg Friðriksdóttir, 31.7.2007 kl. 16:54

2 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Þeim er vorkunn, sem ekki geta  gert grein fyrir skoðunum sínum, nema  með sóðalegu orðbragði.

Svona  var gamli Þjóðviljinn og  það lifir greinilega enn í gömlum glæðum.

Eiður Svanberg Guðnason, 31.7.2007 kl. 16:56

3 Smámynd: Þórbergur Torfason

Ég get ekki orða bundist og verð að taka undir þessar athugasemdir höfundar. Steininn tekur úr þegar fréttir berast af sendinefnd vopnaframleiðenda austur þar. Ekki leynir sér hverjir eru raunverulegir stjórnendur í Bandaríkjunum. Nú þurfa þeir að losna við einhver manndrápstól og senda þá utanríkisráðherra sinn í söluferð dauðans.

Þórbergur Torfason, 31.7.2007 kl. 17:07

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þetta er afar málefnalegt blotgg og höfundi til sóma.

Hræðast Steingrím og Ögmund...fylgi VG sígur jafnt og þétt frá kosningum og komið í 13%. Ef þeir félagar halda áfram þessum vindmylluslag fara þeir niður í eins stafs tölu í næstu könnun

Jón Ingi Cæsarsson, 31.7.2007 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband