Leita í fréttum mbl.is

Nútímalegt ljóðmæli geta verið snilldin ein.

Vínrauður himininn gín yfir séméntsgrátt grasið.

Gulgræn slepja lekur hægt niður rúðuna.

Unglingsstúlkan kreistir ógeðslega graftarbólu á hökunni á sér.

Sambýlismaður hennar rorrar í hægindastólnum, nær fótavistarlaus af eiturnautn.

Þefurinn yfirþyrmandi.

Eðlurnar skríða hvatvíslega út og inn um opna gluggana.

Stegginn frá baðherberginu leggur með gólfinu út um allt hús og stígur upp með veggjunum.

Ókennilegir fuglar byrgja sýn til austurs.

Úr suðrinu andar hrímþoku ásamt með rotnunar- og fúkkalykt.

Tíminn heldur áfram.

Og svo er kominn annar dagur og regnið sem þá fellur er eins og tjara.

Síðan óvíst hvort fleiri dagar verða gefnir út.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband