Leita í fréttum mbl.is

Bann við fjölkvæni er brot á mannréttindum.

Það er skemmtilegt til að vita, að kona í Saudi-Arabíu skuli hafa gifst tveimur körlum, en með því sýnir hún, svo ekki verður um villts, að þar er alminnilegur fémínísti á ferð. En því miður er fjölkvæni kvenna í Saudi-Arabíu bannað með lögum eins og á Íslandi. Það er svo kapítuli út af fyrir sig, að árið 2007 megi ekki hver og einn giftast eða kvænast eins mörgum og þeim sýnist. Það er sorglegt til að vita, að mannréttindi skuli svo gróflega þverbrotin á fjölkvænissinnum og raun ber vitni. En það kemur eflaust bráðlega að því að fjölkvænissinnar stofna sín samtök til að berjast fyrir sjálfsögðum réttindum sínum með gleðigöngum og öðru því um líku.
mbl.is Á yfir höfði sér dauðadóm fyrir að giftast tveimur körlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Það heitir "fjölveri" þegar konur eiga fleiri en einn mann.

Elías Halldór Ágústsson, 21.8.2007 kl. 14:38

2 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Mér finnst að hún ætti nú frekar að fá bjartsýnisverðlaun en dauðadóm.

Brynja Hjaltadóttir, 21.8.2007 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband