Leita í fréttum mbl.is

Einar H. á að fyrirgefa Kristjáni ráðherra.

Það er í aðra röndina skiljanlegt, að Einar Hermannsson skipaverkfræðingur sé ósáttur við að sitja undir ærumeiðingum Krisjáns L. Möllers. Á hinn bóginn ætti Einar, sem menntaður og kurteis maður, að fyrirgefa ráðherranum asnasparkið í sinn garð, á þeirri forsendur að Kristján ráðherra er illa haldinn maður af illvígu og langvinnu krataeðli, og veit því naumast alltaf handa sinna skil í pólitískum skrípalingshætti. Einar minn, fyrirgef þú honum því hann veit ekki hvað hann gjörir.
mbl.is Ósáttur við að sitja undir ærumeiðingum ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll, Jóhannes og þakka þér spjallið; í gærkveldi !

Þarna, nákvæmlega þarna;; hittir þú nagla, á höfuð. Vonum, að Kristján L. Möller þurfi ekki á vasaklút að halda, þá hinn ágæti drengur; Einar skipaverkfræðingur fyrirgæfi krata tetrinu, lyddu háttinn.

Annars,,, Jóhannes ! Krati, samasem : Velgja - innantökur - andleg óþægindi; á ég nokkuð að vera að telja upp fleirra ?

Með beztu kveðjum, vestur undir Enni / Óskar Helgi Helgason (p.s. Helvítis samasem merkið er ekki, af einhverjum ástæðum, á lyklaborði mínu; verður að hafa það, um sinn)  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 16:57

2 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Hvað er að ykkur? Kratar eru fínt fólk og við eigum gömlu krötunum mikið að þakka.  Ekki tala svona vitleysu.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 3.9.2007 kl. 17:14

3 identicon

Komið þið sæl, að nýju !

Þórdís Bára !

 Þakka þér leiðréttinguna. Gömlu leiðtogarnir, eins og Jón Baldvinsson (1882 - 1938), og nokkrir arftaka hans; sem samherjar, voru jú kempur og eldhugar.

Rétt skal, jú; vera rétt !

Mbk. / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 17:23

4 Smámynd: Stefán Þórsson

Er það venjan að ráðherrar feli sig á bak við vanhæfi og undirmenn?  Á ekki ábyrgðin að falla á ráðherra í þessu máli?

Stefán Þórsson, 3.9.2007 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband