Leita í fréttum mbl.is

Öfgahægrimenn eru varasamt illþýði.

Hvert sem litið er, á því herrans ári 2007, glittir í ýmsar tilhneigingar sem ættaðar eru úr smiðju öfga-hægrisinna. Stórvaxandi yfirgangur auðvaldsins á alheimsvísu, með hroðalegri barnaþrælkun og þvíumlíku, er eftir vill gleggsta birtingarform þessa óþverra. Þá er kynþátta- og trúarbragðahatur vaxandi og virðast prímusmótorar öfga-hægrihyggjunnar kynda sem mest þeir mega undir þá óheillaþróun. Það kemur því ekki mjög mikið á óvart þegar borgarleg glanspía á Þýskri sjónvarpsstöð skuli hafa slysast til að lofsyngja nasístískt fjölskyldulíf og einmuna glæsilegt gildismat þess. Þess ber að geta að helstu boðberar öfga-hægristefnu á Íslandi kalla sig gjarnan frjálshyggjumenn og reyna oftar en ekki að slá ryki í augu fólks með vatnsgreiddri jakkafataframkomu. 
mbl.is Þýsk sjónvarpsstjarna rekin fyrir að vegsama fjölskyldugildi nasista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Kristinn Jakobsson

Heldur ýkt viðbrögð að líka frjálshyggjumenn hér á íslandi við öfga-hægri stefnu sem tíðgast erlendis og tengja það við kynþátta og trúarhatur. Það er ótrúlegt að þú tengir einhverja sem hafa hagnast og eru ríkir og þú kallar auðvald þessu máli..er ekki allt í lagi.!!  Það er nú bara staðreynd að yfirgangurinn sem þú kýst að kalla sem orsakar hroðalegra barnaþrælkun og þvíumlíkt, er þér og mér að kenna þ.e.a.s. neytandinn sem heimtar stöðugt lærra verð.  Um leið og þú verslar ódýrt handklæði ertu að taka þátt í yfirganginum kallinn minn..... 

Helgi Kristinn Jakobsson, 9.9.2007 kl. 19:11

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er nú heldur ódýrt að skella allri skuldinni á neytendur, eins og þú kýst að gera, ekki síst vegna þess að neytendur bera ekki eins mikla ábygð og þú villt vera að láta. Það eru fyrst og fremst gráðugir og samviskulausir atvinnurekendur sem standa að og höndla með vörur sem framleiddar eru af þrækum á öllum aldri. Vörur sem ég hef minnsta grum að séu framleiddar á þessan hátt kaupi ég aldrei, svo því sé nú til haga haldið.

Sú stjórnmálastefna sem hérlendis hefur verið kölluð nýöfrjálhyggja er að sjálfsögðu öfga-hægri stefna og hættuleg sem slík.

Jóhannes Ragnarsson, 9.9.2007 kl. 19:39

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Þú virðist vera fjarskalega illa að þér í greiningu á pólitísku landslagi. Kannski ég geti greitt úr því.

Sjá til dæmis:

http://www.politicalcompass.org/images/axeswithnames.gif 

Þetta er mynd sem er tekin héðan. Lesning sem verður vonandi til að fækka furðulegum blogg-innleggjum eins og því sem þessi athugasemd hengist á.

Geir Ágústsson, 9.9.2007 kl. 20:00

4 Smámynd: Helgi Kristinn Jakobsson

Af hverju villt þú skellla allri skuldinni á atvinnurekendur, ég get alveg verið sammála þér með það að það er til fegráðugir atvinnurekendur sem svífast einskins til að ná sínu fram, en það kemur á endanum niður á þeim sjálfum, eins og þú útskýrir þá kaupir þú ekki vörur af fyrirtæki sem þú hefur minnstan grun um að sé að selja illa fengnar vörur, sem segir mér að þú sem neytandi hefur mikið vald, og hann sem slíkur er fljótur að gleyma og fyrirgefa fyrir enn lærra verð.

 

 Ég get með engu móti komið auga á öfga-hægri stefnu í  Íslenskum stjórnmálum fyrir utan Jón Magnússon sem daðrar við tækifæris-umræður sitthvoru megin við línuna.

Helgi Kristinn Jakobsson, 9.9.2007 kl. 20:03

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Já strákar mínir, Helgi og Geir, það er ekki nóg með að þið séuð blindir, heldur eru þið sjónlausir líka. Öfga-hægristefna hefur fengið að valsa laus hér á landi undanfarin ár undir merkjum alræðis auðvaldsins. Sameiginlegar eignir þjóðarinnar hafa hver af annari verið tekin herfangi af póltískum armi auðvaldsins hér á landi og afhent fámennum hópi öfgamanna peningahyggjunnar. Þessi þokkafénaður starfar nú blóðugur upp að öxlum við að ná orkubúskap þjóðarinnar undir járnhæl sinn og böndin reyrast æ fastar að heilbrigðisþjónustunni sem auðvaldið bíður slefandi eftir að gleypa í sig með húð og hári. Svona aðfarir, fyrir utan að vera afturhvarf til fortíðar í skjóli lágmensku, flokkast að sjálfsögðu ekki undir annað en öfgar þar sem tilgangurinn helgar meðalið.

Jóhannes Ragnarsson, 9.9.2007 kl. 21:07

6 identicon

Sæll félagi

Í framhaldi af síðustu athugasemd þinni.

Það var ekki af ástæðulausu að íhaldið sóttist eftir ráðuneyti heilbrigðismála. Þeir munu reyna gera breytingar á heilbrigðisþjónustunni í nafni einkaframtaksins og eyðileggja það góða kerfi sem vinstri flokkarnir hafa mótað. Ætli Samfylkingin muni leyfa þeim komast upp með það?

Stöndum vörð um orkuna og heilbrigðisþjónustuna!

mbk. 

Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 21:55

7 Smámynd: Helgi Kristinn Jakobsson

Það er ótrúlegt að heyra í þér, þú getur ekki borið saman öfga hægri stefnu við markaðsbúskap og einkavæðingu, ertu virkilega að halda því fram að t.d bankarnir hafi verið  betur reknir hér áður fyrr með framskóknarflokkinn fremstan í flokki.  Hvaða sameiginlegar eignir höfum við íslendingar átt?  Hver á t.d vatnið sem rennur í gegnum löndin sem liggja að Kárahnjúkum, eigum við það, við íslendingar ....ónei....það eru einhverjir örfáir bændur sem núna vilja fá sem mest fyrir það og standa í illdeilum við Landsvirkjun því nú á að græða....! Þetta er ansi dökk mynd sem þú dregur upp af auðvaldinu, "böndin reyrast æ fastar að heilbrigðisþjónustunni sem auðvaldið bíður slefandi eftir að gleypa í sig með húð og hári." Heilbrigðisþjónustan hefur verið rekinn með miklu tapi undanfarin ár, vilt þú bæta hana með því að borga hærri skatta? og samt reka hana með tapi...? ég efast um það!  Það þarf að taka til í þessum geira og einkavæðing upp að vissu marki getur borgað sig.  En það er náttúrulega stórhættulegt í þínum augum að nokkrir aðilar fái borgað fyrir að reka fyrirtæki sem væri skilvirkari og til fyrirmyndar í alla staði.  EKKI!!!!! byrja á orkugeiranum.....þar sem Herra Alfreð hefur dundað við hitt og þetta fyrir PENINGANA þína á liðnum árum, já í skjóli hummm.......hvað sagðir þú lágmennsku!  eitt að lokum!........hægri öfgastefna er ekki til á Íslandi! 

Helgi Kristinn Jakobsson, 9.9.2007 kl. 22:01

8 identicon

Komið þið sælir, piltar !

Helgi - Geir - Ólafur Sveinn og Ragnar Örn !

Reynið, að gíra ykkur niður; Jóhannes er, að reyna að uppfræða ykkur, sem aðra landsmenn um þann sóðaskap sjálftökuliðsins; sem hefir ''keypt'' , bæði ríkisbankana, sem og aðrar stofnanir, hverjar áður voru í þjóðareigu; og eru, siðferðilega enn, reyndar.

Man ekki betur, en þessir drengir, með hvíta hálstauið, hafi lofað okkur mun betri kjörum, í bankaþjónustunni; t.d. Hverjar eru efndirnar ?

Mín kynslóð ( fyrir 1960, og eftir), erum búin, raunverulega, að borga, margfaldlega upp lántökurnar, frá árunum; upp úr 1980/82, þótt enn sé verðbóta draugurinn, sem, vel að merkja, átti að vera tímabundinn, eins og svo margt annað, að plaga fólk.

Það er ástæðulaust, hjá ykkur, að skensa Jóhannes; fyrir að tala; á hreinni ómengaðri íslenzku, en ekki á einhverju staglmáli, með slettum hér; og slettum þar, eins og nú þykir fínast, hér á gömlu Ísafoldu.

Ígrundið nú, hvaða framtíð við, núverandi kynslóðir; viljum búa afkomendum okkar, á landi hér. Tæpast er það ykkar meining, að okkar barnabörn og þeirra afsprengi, verði ódýr leiguþý innlendra, útlendra speculanta, sem reigsa um grundir, eins og þeir ættu allann heiminn, eða hvað hyggið þið, þar um piltar ?

Með þjóðernissinna kveðjum, úr Árnesþingi /  Óskar Helgi Helgason        

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 22:57

9 identicon

Óskar, vinsamlegast vertu nú ekki að flokka mína athugasemd með þeirra.

mbk.

Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 23:15

10 identicon

Sælir enn !

Móttekið; Ólafur Sveinn ! Dreg þig undan þessu ryckti, þú plagast ei með þessum ágætu drengjum, til forsorgunar þinna meininga.

Mbk. / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 23:32

11 Smámynd: Helgi Kristinn Jakobsson

Gaman að heyra frá "þjóðernissinna" þar fer vonandi ekki fyrir öfgastefnunni. Ég þarf ekkert að gíra mig niður.  Þú ættir frekar að liðsinna félaga þínum honum Jóhannesi og útskýra fyrir honum hvað raunveruleg hægri öfga stefna er, talandi um stagl!  Hvað varðar barnabörn okkar og erlenda "speculanta" sem þú kýst að kalla þá er það nú þannig,  að þú sem kallar þig þjóðernissinna ættir að vera stoltur af landtöku íslenskra auðjöfra sem fara um víðann völl í hörðum heima viðskiptanna.......    

Helgi Kristinn Jakobsson, 9.9.2007 kl. 23:33

12 identicon

Sælir enn, piltar !

Helgi ! Göngum hægt, um gleðinnar dyr - ekki er allt sem sýnist; Helgi minn. Ekki gjöra gys, að fornum þjóðlegum háttum, hverjum ég kýs að fylgja, að nokkru.

Mbk. / Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 00:14

13 Smámynd: Fríða Eyland

Geir, fjár-mokstur páfagarðs undir eigin rass á lítið skylt við velferð og fyndið að þú notar graf sem íslendingar kenna sig ekki við enda er gildismatið nokkuð ólíkt hjá okkur og kananum (við köllum vinstri flokkinn þeirra hægri)

Jóhannes Ragnarsson Góð færsla, þakka þér fyrir að málefninu á lofti

Góðar stundir 

Fríða Eyland, 10.9.2007 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband