Leita í fréttum mbl.is

Snobbútrásir og aðrar útrásir.

Þær eru margar útrásirnar nú til dags. Og nú er hvorki meira né minna en Menningarútrás í vændum !!! Og þá líklega undir forustu pilsaþyt hinnar háborgaralegu glanspíu sem vermir stól mentmálaráðherra þessi dægrin. Við verðum bara að vona að hin menningarlega útrásarskúta borgarastéttarinnar farist ekki í hafi milli Færeyja og Shetlands, þó að það væri enginn skaði út af fyrir sig. 

Ég var loksins að gera mér grein fyrir, að fyrir margt löngu var ég þátttakandi í heilmiklu útrásarævintýri. Það var löngu áður en innantómir jakkafatastrákar með vatnsgreitt hár fundu ,,útrásina" upp. Útrásin sem ég og félagar mínir tókum þátt í gekk út á veiða síld í Norðusjónum og Skagerak og selja síðan í erlendum höfnum. Þetta þótti sjálfsagt mál og var kallað að ,,vera á síld í Norðursjónum." Í dag væri slík iðja eflaust kölluð ,,síldarútrás" eða ,,fiskveiðiútrás" eða eitthvað álíka heimskulegt og vitlaust. 


mbl.is Menningarútrás í vændum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband