Leita í fréttum mbl.is

Rak hrífutinda í augu gamallar konu.

Við sem munum vel eftir honum Páli litla þegar hann var að alast upp í sveitinni í gamla daga, minnumst hans ætíð sem eftirtektarverðum frumkvöðli og náttúrubarni með ríka rannsóknarþörf. Eitt af mörgu sem einkenndi Pál var óstöðvandi sköpunarþrá hans, þegar honum leiddist. Ég held að réttu máli sé í engu hallað, þó ég fullyrði, að hæstum hæðum hafi hann náð þegar hann gerði hina frægu tilraun sína á Borghildi gömlu Nikulásdóttur, sem frá ómunatíð hafði verið vinnukona hjá gamla-Páli, afa Páls litla. Margt var um þessa tilraun skrafað í sveitinni á sínum tíma og sýndist sitt hverjum. En til að fá einhverja viðunandi niðurstöðu í vangaveltur bænda og búaliðs í sveitinn, tók gamli-Páll sig til og lokaði málinu með eftirfarandi vísu:

Páll litli gerði Borgu gömlu blinda

á báðum augum - strákanganum leiddist

og rak í glyrnur henni hrífutinda;

þið hefðuð átt að sjá hvað kerling reiddist. 

Árum síðar tóku örlögin til sinna ráða, með öllum þeim kaldhæðinslega brag sem þeim eru eðlislæg. Staðreyndin er sem sé sú, að Páll litli, sem nú er fyrir löngu orðinn fullorðinn maður, hefur síðastliðin tuttugu og sjö ár starfað sem virtur augnlækir í Reykjavík. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Þetta eru forlögin ! Hvernig fer fyrir kvótafíklunum ? Ætli þeir endi sem fiskverkakonur eða endurfæðist sem Pólskir farandverkamenn ?

Níels A. Ársælsson., 8.11.2007 kl. 01:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband