Leita í fréttum mbl.is

Kommúnistaávarpið verður jólagjöfin í ár

Óttalegir ekkesens blábjánar eru þetta í jólagjafanefndinni, að gera sér í hugarlund að GPS staðsetnigartæki verði jólagjöfin í ár. Heldur blessað fólkið, að landsmenn séu orðnir svo villtir í góðæri ríka fólksins, að enginn rati orðið hjálparlaut á milli herbergja? Ef að ég ætti að segja fyrir um jólagjöf ársins myndi ég hikaust mæla með Kommúnistaávarpinu eftir þá félaga Karl Marx og Friðrik Engels. Mörgum villuráfandi sauðinum veitti sannarlega ekki af, að eyða dögunum milli jóla og nýárs í að lesa umrætt ávarp vel og vandlega. Ekki síst ættu þeir að festa sér vel í minni síðustu sex setningar Kommúnistaávarpsins, sem eru svo hljóðandi í nafni Marx og Engels: ,,Kommúnistar hirða ekki um að leyna skoðunum sínum og ætlunum. Þeir lýsa því yfir afdráttarlaust, að takmarki þeirra verði því aðeins náð, að allri þjóðfélgsskipan verði steypt af stóli með valdi. Lofum hinum drottnandi stéttum að skjálfa fyrir kommúnistabytingu. Þar hafa öreigarnir engu að týna nema hlekkjunum. Þeir eiga heilan heim að vinna. Öreigar allra landa sameinist ! "
mbl.is Jólagjöfin í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Tek heilshugar undir með þér Jóhannes með val á jólagjöf í ár og ætlast til að nú sé komið að viðhafnarútgáfu þessarar merku bókar, því Kommúnistaávarpið jafnast fullkomlega á við Biblíuna og vel það. Þú þarft ekki að gefa mér bókina í jólagjöf, þar sem ég á eina ágæta frá 1949 þar sem Sverri Kristjánsson sá um útgáfuna.

Þorkell Sigurjónsson, 13.11.2007 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband