Leita í fréttum mbl.is

Kókjólasveinarnir, Björgólfur, Hannes, Finnur, Jóhannes í Bónus og Glitnir

Þeir láta ekki að sér hæða hevískir kókjólasveinarnir. Og svo ósvífnir eru þeir, að þeir kalla sig íslenskum jólasveinanöfnum eins og ekkert sé sjálfsagðara. Ef þeir kölluðu sig Björgólf í ölinu, Hannes Smárason, Jóhannes í Bónus, Finn Ingólfsson og Glitni en ekki Stekkjastaur eða Giljagaur, mætti fyrirgefa þessum eldrauðu auðvaldsþorpurum því það er alltaf viðkunnanlegara menn kalli sig nöfnum við hæfi. Svo trúi ég svona rétt mátulega, að síkáti miljónamæringurinn, sem segist heita Stekkjastaur og vera staddur í helli á Suðurlandi, hafi verið með heitt kakó í bollanum sínum þegar blaðamaður hafði samband við hann í gær. Ætli þrjóturinn hafi ekki verið með landabrugg í bollanum eins og venjulega og auk þess verið á kvennafari þegar hann spjallaði við blaðamannsgreyið. En eitt er víst: Rekist ég á kókjólasvein, sem þykist heita Kertasníkir eða Gluggagægir, fyrir þessi jól, skal sá þokkapiltur hafa meira en verra af. Ég skal sem sé taka kvikindið og innrita hann í fémínístaskor Háskóla Íslands og sjá til þess að hann eigi þaðan aldrei afturkvæmt.
mbl.is Jólasveinar moka inn milljónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband