Leita í fréttum mbl.is

Tökum Færeyjar með hervaldi strax

Í dag er sorg í Færeyjum. Enda full ástæða til. Færeyingar lentu semsé í þeirri ógæfu í gær að tryggja hægri stjórninni í Danmörku áframhaldandi líf með því að álpast til að kjósa fólið Edmund Joensen á Danska þingið. Þessi forstokkaða breytni frænda okkar í Færeyjum vekur upp ýmsar áleitnar spurningar. Eigum við íslendingar t.d. að taka því þegjandi að færeyingar fari svona heimskulega að ráði sínu? Er ekki kominn tími til að við látum til skarar skríða og látum verða af því að láta gamlan draum okkar rætast og hertaka Færeyjar og innlima þær í hið íslenska lýðveldi? Það væri útrás sem talandi væri um. Auðvitað kemur ekki til mála að færeyingar fái að taka þátt í Alþingiskosningum herraþjóðarinnar, þeirra hlutverk verður að aðstoða okkur við að reisa virkjanir og álver, puða í fiskvinnslum vorum og róa til fiskjar fyrir ásættanlega þóknun fyrir vora ástsælu sægreifa og kvótafíkla. Það er því ekki eftir neinu að bíða með að senda Landhelgsisgæsluna, víkingasveitina, friðargæsluliðana og sýslumanninn á Selfossi til innrásar- og innlimunarstarfa í Færeyjum. 
mbl.is Joensen tryggir Fogh meirihluta á danska þinginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband