Leita í fréttum mbl.is

Veðravíti eineltis

Þeir eru aldeilis gamansamir þarna á Veðurstofunni þykir mér. Glæpurinn er að engu orðinn hjá þeim fyrst að það eru bara 12% sem hafa orðið fyrir veðravíti eineltis hjá stofnuninni, en ekki 28% eins og fréttastofa Páls Magnússonar og Björgúlfs tilkynnti á laugardaginn. Þar með er ljóst orðið, að Veðurstofa Íslands er blásakaus af einelti, þar sem einungir 12 af hundraði hafa verið eineltir þar innan dyra. Annars minnir þessi veðurstofugauragangur mig á Wolfgang morðingja. Eitt sinn vék maður sér að honum í samkvæmi og spurði hann afdráttarlaust, hvort það væri rétt að hann hefði drepið fimm menn um ævina. - Það er helvítis lýgi, orgaði Wolfgang þá upp yfir sig, - ég hef ekki drepið nema tvo ! Svo geta menn velt fyrir sér hvað þarf að einelta marga til að það geti kallast einelti og hvað maður þarf að drepa marga menn til að hjóta nafnbótina morðingi.
mbl.is „Veðurstofan er góður vinnustaður"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband