Leita í fréttum mbl.is

Ráðherra hræðir börn

Það hefur verið þrifalegur fjandi fyrir blessuð börnin að fá Einsa Kr. sjávarútvegsráðherra í heimókn eins og elliæran miðaldaklerk í messuhugleiðingum. Það góða við þessa heimsókn er ,að nú vita börnin hvernig strengjabrúða LÍÚ-gengisins lítur út. Þó að það standi ekki í fréttinni, er hætt við ungmennin hafi orðið verulega skelkuð þegar gijagaurinn úr Bolungarvík hóf upp raust sína og hótaði að senda þau öll sem eitt til sjós á galeiður kvótafíklana og láta þau læra brottkast og framhjálöndun og aðra nytsama iðju. Hæstum hæðum náði þó sjávarútvegsráðherra, þegar hann bar á borð fyrir sakleysingjana að ,,sjávarútvegurinn væri skohh undirstöðuatvinnugrein íslendinga," án þess að minnast einu orði á illa launaða erfiðisvinnu í fiskvinnsluhúsum, hvað þá hann gerði glæpsamegu arðráni LÍÚ-stóðsins skil; segði þeim frá ríkisvöðum ruddaskap kvótaleigu og einbeittum brotum húsbænda sinna á kjarasamningum sjómanna. En heim fóru börnin með þá lífsreynslu að hafa séð á einu bretti ýsu, lýsu og pólitíska strengjabrúðu LÍÚ. Það kæmi mér ekki á óvart, að þessi tugur nemenda úr Lindarskóla, sem kynnti sér sjávarútveg og sjávarútvegsráðherra í gæri, þiggi áfallahjálp í dag.
mbl.is Það sem Íslendingar lifa á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Börnin þurfa enga áfallahjálp. Aftur á móti er það ábyrgðarhluti að stofna til svona partýa með grunnskólabörnum til þess að ljúga að þeim um bjargræðisveg þjóðarinnar.

Núna trúa þau því að þessi ráðherratittur passi fiskinn og fiskimiðinn fyrir fólkið í landinu.

Þarna eru 10 atkvæði handa D í framtíðinni.

Árni Gunnarsson, 15.11.2007 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband