Leita í fréttum mbl.is

Látalæti hugsjónalausra moldarpoka

Satt að segja setur að mér hlátur í hvert skipti sem ég heyri eða sé í fjölmiðlum að aplafylin, í hinu úrkynjaða Starfsgreinasambandi undir forystu Kristjáns í Keflavík og Skúla Thor, séu eitthvað að reyna að derra sig. Það vita allir sem vilja vita, að vanburða holtaþokuvælið í þessum lítilsigldu smámennum og moldapokum er í besta falli ótrúverðug látalæti hugsjónalausra atvinnuverkalýðsrekenda; innistæðulaust skyldubaul nautgripa sem hafa engan áhuga á kjörum verkafólks nema hvað þeim þykir ágætt að vera á launum hjá þessu sama verkafólki. Og varla þarf að taka fram að laun verkalýðsrekendanna eru oftar en ekki allnokkru hærri en launin sem þeir semja um fyrir þá sem hafa þá á fóðrum. Að mínu mati er óþarfi fyrir hina vesölu formannahjörð Starfsgreinasambandsins að teygja lopan í yfirstandandi kjaraviðræðum og undirrita strax kjarasamningana sem hvort eð er eru tilbúnir á bak við tjöldin. Næsta vers gæti svo verið að steypa forystuslektinu í Starfsgreinasambandinu af stóli og í framhaldi af því að verkalýðsvæða þessi hrjáðu og tröllum gefnu samtök verkafólks.  
mbl.is Formenn aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins ráða ráðum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband