Leita í fréttum mbl.is

Ópíum fyrir fólkið, tvíburagot og glasaenglar

opiumFyrir allmörgum árum síðan kvað vinur minn Karl Marx uppúr með að trúarbrögðin væru ópíum fyrir fólkið og fékk heldur bágt fyrir hjá hinni sanntrúuðu borgarastétt, sem vildi náttúrlega ekki kannast við að nota trúarbrögðin sem kúgunatæki til að halda almúganum niðri. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og varla finnst sá maður í dag sem reynir að bera á móti því að félagi Marx hafi ekki haft nokkuð til síns máls við þær aðstæður sem þá voru uppi. Afturá mótu hefur borgarastéttin ekki gefist uppá að búa til meira og fjölbreyttara ópíum ofaní lýðinn til að lama hann og afvegaleiða. Eitt af þessum geðslegu ópíumum er linnulaus fréttaflutningur af þeim frægu og ríku, vandamálum þeirra og skemmtunum, úrkynjun og drykkjulátum, flottræfilshætti og glæsimennsku, og svo framvegis í einum graut. Þetta gerir borgarastéttin til að leiða lægri stéttirnar inní heim óraunhæfra drauma og lama dómgreind þeirra. Því hvaða gagn gerir það alþýðu heimsins að fylgjast í spenningi með tvíburagoti Angelínu Jólí og frumsýningu þessara glasaengla á netinu?
mbl.is Tvíburar „frumsýndir" á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband