Leita í fréttum mbl.is

Sambærilegt ferðalaginu upp Golgatahæðina

herrakross1Í þessum orðum skrifuðum er verið að ferja Íslensku handboltastrákanna á vörubílspalli niður Skólavörðustíginn eins og mjólkurkálfa til slátrunar undir glymjandi fagnaðarlátum lýðsins. Þessi djöflagangur minnir mann á frægt ferðalag sem farið var upp á Golgatahæð á páskum fyrir 2000 árum því til stendur að krossfesta hið silfurpeningavædda handboltalið á Bessastöðum í kvöld. En hvort uppúr krossfestingu kvöldsins spretti mannkynsfrelsari, jafnvel fleiri en einn, vil ég ekkert fullyrða um, en heldur þykir mér það ólíklegt eins og sakir standa.

Kl. 18.50: Því er svo við að bæta, að nú er Ólafur Ragnar stigin á svið með hrafl af ráðherrum og einn borgarstjóra í eftirdragi eins og kjölturakka í bandi. Þetta er yndisleg sjón sem verðskuldar sannarlega beina útsendingu í sjónvarpi. En sviðsljósið er greinilega forsetans en ekki menntamálráðherrans.  


mbl.is Landsliðið komið heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband