Leita í fréttum mbl.is

Hræðsla sjálfstæðismanna við kosningar á ekki að ráða för

Tími frjálshyggjunnar er liðinn, það er óþarfi að setja spurningarmerki við það. Eins og gefur að skilja, er tími þeirra stjórnmálamanna sem stóðu fyrir frjálshyggjupólitíkinni á Íslandi líka liðinn. Það er ótrúleg óskammfeilni af því fólki sem keyrði á hinum græðgisvædda frjálshyggjukapítalisma að rembast enn við að hanga á stjórnartaumunum eins og hundar á roði; þetta lið ætti, að öllu eðlilegu, að vera búið að segja af sér og láta sig hverfa af sjónarsviðinu. Ef til stendur á annað borð að byggja íslenskt upp að nýju kemur ekki til mála að þeir sem sigldu þjóðinni í strand komi þar nokkurs staðar nálægt. Fólkið í landinu er búið að fá meir en yfir sig nóg af lýðnum sem ráðið hefur ferðinni, lýðnum sem talið hefur að hann eigi allt og megi allt.

Í mínum huga er það fullkominn dónaskapur af hálfu stjórnmálamannana, að ekki sé búið að boða til alþingiskosninga. Það er svo sem vitað að innan valdaflokksins mikla, Sjálfstæðisflokksins, ríkir mikil hræðsla við kosningar nú. En að sjálfsögðu á hræðsla sjálfstæðismanna við kosningar ekki að stöðva lýðræðislegan vilja kjósenda.


mbl.is Er tími frjálshyggjunnar liðinn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband