Leita í fréttum mbl.is

Spillingarþrjótur vinnur að tillögum

Þeir eru heldur betur háðskir og gamansamir norrænu samstarfsráðherrarnir í garð íslendinga, að láta Halldór nokkurn Ásgrímsson vinna tillögu um aðstoð hinna Norðurlandaþjóðanna við Ísland vegna efnahagshrunsins.

Ef einhverjir eru búnir að gleyma hver Halldór Ásgrímsson er, þá er hann sá einstaklingur sem, ásamt Davíð Oddssyni, ber mesta ábyrgð á fyrrnefndu efnahagshruni. Í heilann áratug var Halldór hinn helmingurinn af Davíð, en það var eimitt þessi ófrýnilegi og ófyrirleitni tvíhöfða þurs, sem hleypti græðgsivæðingu frjálshyggjunnar lausri á Íslandi með peningahyggju og einkavinavæðingu á sameignum þjóðarinnar, m.a. fiskinum í sjónum.

Því miður var tvíhöfða þursinn, Halldór/Davíð, flúinn af ríkissjórnarfleytunni rétt áður en hún sökk endanlega í spillingardíkið. 

Það má því með sanni segja, að norrænu samstarfsráðherrarnir séu að núa salti í sár íslensku þjóðarsálarinnar með því að láta spillingarþrjótinn og vandræðagripinn Halldór Ásgrímsson útbúa tillögur til hjálpar íslendingum.

   


mbl.is Rétta Íslendingum hjálparhönd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband