Leita í fréttum mbl.is

Heimdallarar enn á ferð

heim2Ef mér skjöplast ekki því meir, þá hafa eru ungu karlmennin fjögur, sem fóru ránshendi um skóla í Reykjavík í nótt, af heimdellingategundinn alræmdu. Þessi grey hafa alist uppí þeirri vissu, að fátt sé göfugra en að ræna sameignum landsmanna, hvar og hvenær höndum verði yfir komið. Með því móti, telja heimdallarar, að þeir öðlist með tíð og tíma þá sæmd, að fá að leggjast á ríkisspenann og verða miklir menn, jafnvel alþingismenn og ráðherrar og tapa loks í forsetakosningum fyrir einhverjum skítugum kommúnista.

Sumir eru þeirrrar skoðunuar að heimdellinga beri að uppræta með öllum ráðum. Því er ég ekki sammála. Maður lógar ekki hundinum sínum þó hann bíti blaðberann við og við. Heimdellinga eigum við að varðveita eins og draugasögurnar okkar og jólasveinana, en ekki veitast að þeim, þó hvimleiðir séu, eins og vargfugli og dýrbítum.


mbl.is Brotist inn í tvo skóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband