Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Sjálftökuliðið í verkalýðshreyfingunni.

Fyrir nokkrum dögum rakst ég á svokallað ,,Tekjublað Mannlífs" þar sem mánaðarlaun 2500 valinkunnra íslendinga eru tíunduð. Að sjálfsögðu kennir þar ýmissa grasa, sem sannarlega eru mörg hver íhugunar virði. Fljótt á litið eru það þó laun starfsmanna verkalýðshreyfingarinnar sem eru mest sláandi, að mínu mati, í upptalningu Mannlífs. Hvernig má það vera, að sumt af þessu fólki er með margföld laun þeirra einstaklinga sem það starfar fyrir að kjaramálum? Má vera að þarna sé á ferðinni venjulegt, ósvífið og ómerkilegt sjálftökulið, sem hefur engan áhuga á að vera samstíga fólkinu sem borgar því laun með sjálfvirkum stéttarfélagsgjöldum? Það er t.d. alveg með ólíkindum, að formaður og varaformaður Eflingar, félags verkafólks í Reykjavík, þau Sigurður Bessason og Þórunn Sveinbjarnardóttir, skuli vera með um það bil 670 þúsund krónur í laun á mánuði, meðan verkafólkið sem borgar þeim launin má þakka fyrir að ná 150 - 160 þúsund kónum á mánuði. Og þau Eflingarhjú eru ekki ein um sóðaskapinn í þessum efnum. En þó slá forsvarsmenn verslunarfólks, kassafólksins í stórmörkuðunum m.a., öll met í ósvífni og græðgi. Þannig hefur frú Ingibjörg R. Guðmundsdóttir formaður Landsambands íslenskra verslunarmanna 720 þúsund krónur pr. mán, en það er vel í lagt. En samt er hún aðeins hálfdrættingur á við herra Gunnar Pál Pálsson formann Verslunarmannafélags Reykjavíkur, sem fær 1.406.931 krónu í sinn götótta vasa á mánuði ! Þvílíkur viðbjóður - þvílík skömm ! Á meðan þessu fer fram tekur eini rauverulegi verkalýðsforinginn á Íslandi, Ögmundur Jónasson ekki eina einustu krónu fyrir að gegna starfi formanns BSRB. Ögmudur lætur sér nægja að lifa á þingmannslaunum sínum 603 þúsund krónum á mánuði.   

Auðmannadekur.

Margir einstaklingar sem hafa komist yfir mikinn auð eru atorkumenn, dugnaðarforkar og frumkvöðlar. Aðrir eru það ekki; hafa fengið auðinn í hendur eftir vafasömum leiðum, jafnvel glæpsamlegum. Báðar tegundirnar þekkjum við hér á landi. Hér duga því engar alhæfingar.
Ein alhæfing á þó við: Ísland er að drukkna í auðmannadekri. Ég held ég sé ekki einn um að finna fyrir köfnunartilfinningu af andaktinni og lotningunni sem fjölmiðlar margir hverjir eru farnir að sýna pennigaauði. (Ögmundur Jónasson á heimasíðu sinni, ogmundur.is)


Flugdólgur veitist að smyglvarningi sínum með ofbeldi.

Ég held ég hafi aldrei heyrt fyrr en nú, að einhver hafi hjólað í smyglvarning sinn með barsmíðum, þannig að trúlega má ganga að því vísu, að flugstjóragölturinn sem það gerði sé óumdeilanlega frumkvöðull á því sviði. Nú er að vísu venjan að smyglvarningur sé aðallega drukkinn, ef hann er þá ekki reyktur. En að hann sé barinn er sannarlega fyrirlitlegt nýmæli. Ef eitthvert vit væri í stjórnvöldum, tækju þau þennann nýstárlega flugdólg og færðu hann félaga Hugo Chavez, sem áreiðanlega teldi ekki eftir sér að jafna reikningana við þrjótinn fyrir hönd löndu sinnar.


mbl.is Kom ólöglega inn í landið með íslenskri fragtflugvél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bannfærði sóknarbarn sitt.

Nótt eina dreymir síra Baldvin, að hann er staddur í saurlifnaðarsamkvæmi miðju. Finnst honum þá sem kona ein, sóknarbarn hans, komi þar til hans og reyni að táldraga hann. Þykir síra Baldvini, að hann sé í þann veginn að láta unda konunni en tekst þó með snarræði að vakna áður en í óefni var komið. Var hann þá allur í svitakófi og eldrauður í framan. Þegar síra Baldvin var að fullu vaknaður og búinn að jafna sig að mestu og hafa yfir fáeinar bænir og sálma, þá hugleiddi hann, ígrundaði og gaumgæfði draum sinn. Komast hann að þeirri niðurstöðu, að honum bæri að líta grannt eftir kvensniptinni, sem svo gróflega hafði misboðið honum í draumi. Fljótlega taldi hann sig komast að því, að konu þessari væri í mörgu áfátt og boðaði hann hana því á skrifstofu sína og las henni pistilinn. Konunni varð hálf-hverft við og ætlaði að fara að brúka sig. Tók þá síra Baldvin konuna á kné sér og flengdi hana vel og vandlega. Sunnudaginn þar næstan á eftir, bannfærði síra Baldvin þessa konu við almenna guðsþjónustu og dáðust sóknarbörnin mjög að sálastyrk hans og áræði. 

Púkastóð borgarastéttarinnar að verki.

Ef mér skjátlast ekki því meir, þá eru drengirnir, sem lúbörðu manninn sem truflaði þá við skemmdariðju á nótt menningarinnar í Reykjavík, æskaðir upp á heimilum sem skilgreind eru  ,,betri heimili" samkvæmt tungutaki borgarastéttarinnar. Eins og kunnugt er, þá er það oft versti skríllinn sem alinn er upp í andrúmslofti auðvalds- og andfélagshyggju. Þegar þetta púkastóð vex úr garsi leitar það gjarnan í bakgarða hvítflibbastigamennskunnar og stundar arðrán og  ójöfnuð kinnroðalaust ævina á enda. 
mbl.is Barinn fyrir afskipti af skemmdaverkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmileg hegðun hægri manna

Ég vona að sperrileggirnir, sem verða fulltrúar á seyðisfjarðarþingi SUS, verði ekki jafn borubrattir og hægrimennirnir sem börðu lögegluna í Kolding til heiðurs heiðursmanninum Rúdólfi Hess. Annars er aldrei að vita hverju svona gríslíngar taka upp á þegar brostin er á múgsefjum og hópefli í þeirra hópi á móti sköttum og velferðamálum. Að minnsta kosti fengu Ísfirðingar að kenna á því þegar SÚSarar þinguðu hjá þeim um árið. Önnur eins ósköp hafa aldei dunið yfir Ísfirðinga af þessu tagi og eru þeir þó ýmsu vanir. Til dæmis heimsóttu breskir togarasjómenn í tuga og hundraðatali, hinir mestu drykkjusvolar og raftar, Ísafjörð oft á árum áður, en komust víst aldrei í hálfkvisti við upprennandi stjórmálaskörunga Sjálfstæðisflokksinns í ámælisverðri hegðun.  
mbl.is Danskur nýnasistaleiðtogi í gæsluvarðhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skálmaldartilbrigið ,,Menningarnótt.

Svo er að sjá, að sem betur fer hafi heldur betur verið líf í tuskunum í miðbæ Reykjavíkur í nótt, og samkvæmt nýjustu heimildum logar enn í einhverjum gæðum. Ekki fer neinum sögum af framgöngu stjörnulögreglustjórans Stefáns Eiríkssonar eftir miðnætti. En svo er að sjá, að hann hafi þrotið örendið full snemma í bardaganum og dregið sig í hlé til að sleikja sár sín, eða hann hafi hreinlega fallið snemma nætur. Það er engum blöðum um að fletta, að þetta kostulega skálmaldartilbrigði, sem einhverjum grínaktugum kaldhæðnismönnum datt í hug að kalla ,,Menningarnótt Reykjavíkur" er, eins og til var stofnað, eitt alsherjar stór-generafyllirí og bakkusarblót, sanníslenskt og sjarmerandi.


mbl.is Síðustu gestir Menningarnætur á leið heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjörnulögreglustjóri berst við drukkin börn á menningarnótt.

Það er gott til þess að vita, að Stefán Eiríksson stjörnulögreglustjóri skuli hafa ætlað að sinna löggæslu, þó ekki væri nema í gærkvöldi og fram á nótt, enda mjög erfitt að vera stjörnulögreglustjóri nema fáeinar klukkustundir í senn. En þó ekki hafi borist frekari fregnir af afrekum stjörnulögreglustjórans en þær sem birtust á mbl.is, þá sé ég hann samt fyrir mér, blóðugnn upp að öxlum í hörðum slag við drukkin börn á villidýrsstiginu. Ég vona að Stefán hafi haft sigur í þeirri orustu en ekki verið étinn upp til agna af krakkavilldýrunum, sem geta orðið æði stórtennt á stundum eftir að hafa bergt hressilega á viskubrunni Bakkusar gamla.


mbl.is Lögreglustjóri segir ástandið í miðborginni eins og við var að búast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur breska fjölskyldan á SUS þingið?

Nú á bara eftir að koma í ljós hvort meðlimir brottreknu fjölskyldunnar frá Lancaster á Englandi muni verða sérstakir heiðusrgestir á þingi SUS í næsta mánuði. Stjónmálafræðingar segja hina ensku fjölskyldu tilheyra hægriarmi íhaldsflokksins og muni hún koma til með að smellpassa saman við þingfundarfulltrúa SÚS - ekki síst þegar farið verður að skála svo um munar á þinginu.
mbl.is Vandræðafjölskylda gerð brottræk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjóðum Raghad Saddamsdóttur íslenskan ríkisborgararétt.

Það má vart minna vera en við íslendingar bjóðum Raghad Saddamsdóttur hæli og ríkisborgarrétt hér á landi í sárabætur fyrir stuðning Davíðs og Halldórs við hryðjuverkainnrás Geogs Bush og Tona samfylkingarmanns Blair á land hennar Írak. Það hefur oft og iðulega komið fram að íslendingum er mjög í mun að hafa á sér stimpil mannúðar og fordómaleysis í augum umheimsins, þó svo eitthvað hafi falli á þennan stimpil upp á síðkastið. En nú er semsé innan seilingar framúrskarandi tækifæri til að hressa upp á ímyndina útávið. 

Mér finnst að í þessu máli ætti SUS (Samband ungra Sjálfstæðismanna) að ríða á vaðið og bjóða Raghad að ávarpa þing sambandsins sem haldið verður á Seyðisfirði um miðjan september næstkomandi, og í framhaldi af því að bjóða henni í Flokkinn - og málið væri í höfn.


mbl.is Handtökuskipun gefin út á hendur dóttur Saddams
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband