Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2007

Ferjuslysiđ og fjármálaráđuneytiđ - hvar er sökudólgurinn?

Hmmm ... er veriđ ađ gefa í skyn ađ sökudólginn í ferjuslyssmálinu sé ađ finna í fjármálaráđuneytinu? Er hringurinn máske farinn ađ ţrengjast um hinn seka? Hvađ vilja ungtyrkirnir í SÚS gera viđ hinn seka? ... eđa Geir Haaarde? Ţessi skemmtilegheit eru sannarlega farin ađ líkjast slökum sakamálareifara.
mbl.is Segir fjármögnun Grímseyjarferju innan fjárreiđuheimilda
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Grátur og minnisleysi SÚS-barnanna.

Ţađ er naumast barnsgráturinn ađ ţessu sinni úr kverkunum á litlu stuttbuxuđu sperrileggjunum í Sambandi ungra sjálfstćđismanna. Og nú hrína gersemin út af meintu aga- og ráđdeildarleysi forstöđumanna ríkisstofnanna og vilja reka forstöđumennina eins og hunda úr störfum sínum. Af einhverjum ókunnum ástćđum hefur grátkór SÚSara láđst ađ geta ţess, ađ viđkomandi forstöđumenn er yfirleitt pólitíkst ráđnir beint af Sjálfstćđisflokknum eđa af undirlagi hans. Ţá gleyma SÚS-börnin ennig ađ minnast á, ađ ţađ hefur löngum veriđ plagsiđur foreldra ţeirra í Stóra-Flokknum ađ halda ríkisstofnunum í viđvarandi og vísvitandi fjársvelti. Ekki er auđvelt ađ gera sérgrein fyrir hvort gleymska SÚS-rindlanna er vísvitandi eins og fjársvelti foreldrana, eđa hvort minnisleysiđ stafar af einhverjum eđlislćgum skorti eđa sjúkdómi, t.d. Alsheimer.
mbl.is SUS harmar agaleysi viđ framkvćmd fjárlaga
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bann viđ fjölkvćni er brot á mannréttindum.

Ţađ er skemmtilegt til ađ vita, ađ kona í Saudi-Arabíu skuli hafa gifst tveimur körlum, en međ ţví sýnir hún, svo ekki verđur um villts, ađ ţar er alminnilegur fémínísti á ferđ. En ţví miđur er fjölkvćni kvenna í Saudi-Arabíu bannađ međ lögum eins og á Íslandi. Ţađ er svo kapítuli út af fyrir sig, ađ áriđ 2007 megi ekki hver og einn giftast eđa kvćnast eins mörgum og ţeim sýnist. Ţađ er sorglegt til ađ vita, ađ mannréttindi skuli svo gróflega ţverbrotin á fjölkvćnissinnum og raun ber vitni. En ţađ kemur eflaust bráđlega ađ ţví ađ fjölkvćnissinnar stofna sín samtök til ađ berjast fyrir sjálfsögđum réttindum sínum međ gleđigöngum og öđru ţví um líku.
mbl.is Á yfir höfđi sér dauđadóm fyrir ađ giftast tveimur körlum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nútímalegt ljóđmćli geta veriđ snilldin ein.

Vínrauđur himininn gín yfir séméntsgrátt grasiđ.

Gulgrćn slepja lekur hćgt niđur rúđuna.

Unglingsstúlkan kreistir ógeđslega graftarbólu á hökunni á sér.

Sambýlismađur hennar rorrar í hćgindastólnum, nćr fótavistarlaus af eiturnautn.

Ţefurinn yfirţyrmandi.

Eđlurnar skríđa hvatvíslega út og inn um opna gluggana.

Stegginn frá bađherberginu leggur međ gólfinu út um allt hús og stígur upp međ veggjunum.

Ókennilegir fuglar byrgja sýn til austurs.

Úr suđrinu andar hrímţoku ásamt međ rotnunar- og fúkkalykt.

Tíminn heldur áfram.

Og svo er kominn annar dagur og regniđ sem ţá fellur er eins og tjara.

Síđan óvíst hvort fleiri dagar verđa gefnir út.


Ţau eru ekki öll eins Glitnishlaupin.

Mikiđ ósköp á upphafiđ ađ kvćđi Einars Benedikssonar, Skriflabúđin, vel viđ gjörđir bankanna, ţegar auglýsingaskrumi ţeirra og ,,rausnarskap" sleppir og alvaran tekur viđ. 

Okrarans höfuđ, hrokkiđ og grátt,

hvimađi´um syllur og snaga.

Melrakka-augađ var flóttaflátt,

flćrđin rist í hvern andlitsdrátt

og glottiđ ein glćpasaga. -

 


mbl.is Glitnir hćkkar vexti á íbúđalánum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţvagleggsvinnubrögđ lögreglu ekki rannsóknarverđ!!!

Heldur betur virđast ţeir vera geđugir í tiltektum viđ vinnu sína lögćslumennirnir sem lúta stjórn rólíngstónslögreglustjórans Ólafs Helga Kjartanssonar, sem er auk lögreglustjórastarfans á Selfossi, stjörnusýslumađur og fjölmiđlavćnn í betra lagi. En í međfylgjandi frétt bregđur svo viđ, ađ lögreglustjórinn Ólafur Helgi stjörnusýslumađur villist af vegi í samtali viđ fjölmiđla og keyrir hiklaust út í skurđ ef svo má segja. Stjörnusýslumađurinn hrósar nefnilega happi, samkvćmt fréttinni, í ađsteđjandi vandrćđum og lýsir ţví keikur yfir, ađ ríkissaksóknaraembćttiđ hafi vísađ frá kćru konu nokkurrar sem kćrđi undirmenn Ólafs Helga fyrir heldur betur skuggalegar ađfarir í samskiptum ţeirra viđ hana. Nú er ég ţar međ ekki ađ fullyrđa, ađ kćra konunnar sé alfariđ á rökum reist, enda var ég ekki viđstaddur handtöku hennar. Hinsvegar ţykja mér viđbrögđ ríkissaksóknaraembćttisins ábyrgđarlaus og óviđfeldin. En međ ţví ađ lýsa yfir, ađ ekki sé grundvöllur fyrir ađ hefja rannsókn á ţessu einkennilega máli, er embćtti ríkissaksóknara í raun og veru, ađ dćma konuna sem kćrđi lygara og óheilindamanneskju - eđa hvađ? Mín skođun er sú, ađ ríkissaksóknaraembćttiđ eigi ađ rannsaka ţetta mál, burtséđ frá öllum grundvöllum sem embćttinu dettur í hug ađ skjóta sér á bak viđ til ađ afsaka ađgerđarleysi sitt. 


mbl.is Konu haldiđ niđri og ţvagsýni tekiđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Pílagrímaflug til Himnaríkis.

Ţađ er andskotakorniđ lítiđ púđur í ađ fljúga eins og halklipptur hundur frá Róm til Lourdes á Frakklandi í guđlegum erindagjörđum og sýnir best hvađ páfinn og hans menn hugsa smátt og lágt. Ef einhver heilagleikabragur vćri á ţeim ţarna í Páfagarđi myndu ţeir setja stefnuna beint á leiguflug til Himnaríkis ţar sem pílagrímarnir fengju ađ sjá ásjónu Drottins millilialaust. Ég er viss um bćnheitir kappar á borđ viđ Gunnsa í Krossinum, Davíđ í Seđlamusterinu og Björgólf í Landsbankareglunni vćru fljótir ađ panta sér pílagrímaferđ til Himnaríkis međ leiguflugi Páfagarđs ef ţađ vćri í bođi. 
mbl.is Páfagarđur hefur leiguflug
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Guđfrćđi eđa hagfrćđi?

Miđađ viđ orđbragiđ á međfylgjandi frétt, er tćplega gerlegt ađ sjá hvort Davíđ Oddsson er ađ tala um guđfrćđileg málefni eđa hagfrćđileg. Enda munurinn á ţessu tvennu vart greinanlegur hjá sanntrúuđum kapítalistum. 
mbl.is Davíđ: Markađurinn ţráđi góđar fréttir
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţeir lćgst launuđu og Flóabandalagshetjurnar.

Ţađ er svo sem gott og blessađ hjá stjórn Verkalýđsfélagsins Hlífar nefna 30% hćkkun lágmarkslauna í nćstu kjarasamningum. Ţví miđur stendur ekkert um ţađ í međfylgjandi frétt hvort Hlífarmenn eru ađ tala um 30% strax eđa 30% á 2-3 árum eđa fleiri. Einnig hvort nefnd 30% eigi ađ vera verđtryggđ eđa ekki. Annars ćtti stjórn Hlífar ađ láta sem minnst fyrir sér fara varđandi kröfugerđ til hćkkunar lágmarkslauna. Verkalýđsfélagiđ Hlíf er nefnilega hluti af hinu alrćmda Flóabandalagi sem hvađ frćgast er fyrir stórfellda klofningsiđju innan samtaka verkafólks. Klofningsiđju, sem valdiđ hefur hinum lćgstlaunuđu óbćtanlegum skađa. Og svo mikiđ er víst ađ flóabandalagshetjurnar Kristján Gunnarsson og Sigurđur Bessason verđa seint ţeir bógar, ađ hafa getu eđa vilja til ađ bćta fólkinu, sem heldur ţeim uppi, tjóniđ sem flóabandalagiđ hefur valdiđ ţví, jafnvel ţó ađ stjórn Vlf. Hlífar viđri sig upp viđ ţá eins og auđsveipur hundur ađ húsbónda sínum. 

 


mbl.is Vilja ađ lágmarkslaun hćkki um 30%
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

,,Vinsćlasti auđkýfingur landsins."

Í smápistlakompu Fréttablađsins, ,,Frá degi til dags" kveđur blađamađurinn pbb uppúr međ ađ Björgólfur nokkur Guđmundsson, sá er ţáđi Landsbankann af silfurfati  Sjálfstćđiflokksins, sé ,,vinsćlasti auđkýfingur landsins." Orđrétt segir pbb: ,,Er nema von ađ menn spyrji: hefur vinsćlasti auđkýfingur landsins smekk á arkitektúr sem dugar inn í nćstu öld?"

Ég verđ ađ segja eins og er, ađ ég held ţađ vćri hyggilegra fyrir blađa- og fréttamenn á Íslandi, ađ sýna heldur ţann manndóm, ađ fara vel og vandlega og á hlutlausan hátt ofan í saumana á hvernig menn eins og Björgúlfarnir og fleiri, hafa komist yfir jafn mikil auđćfi og völd á jafn stuttum tíma og raun ber vitni, frekar en ađ mćra ţessa karla eins og guđlegar verur og gefa ţeim innistćđulausar einkunnir eins og ,,vinsćlasti auđkýfingur landsins."   


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband