Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
6.9.2007 | 21:37
Do-do bak við hús á Bergstaðarstræti.
Það mun hafa verið síðla ágústmánaðar, einmitt á þeim tíma ársins sem sveitafólk kallaði hér fyrrum ,,að áliðnum slætti", að vinur okkar allra, Kolbeinn Kolbeinsson, frændi Kolbeins eiginmanns frú Ingveldar, mætti sér ókunnugri konu neðarlega á Bergstaðarstrætinu. Skipti engum togum, að þau tóku tal saman, sem endaði með því að þau smokruðu sér inn á næstu lóð og gerðu do-do bak við hús. Þegar þau höfðu lokið sér af og bæði búin að gyrða upp um sig, var Kolbeini heldur en ekki glatt í geði og spurði konuna formálalaust, hvort ekki væri góður grundvöllur fyrir áframhaldandi farsælum samskiptum þeirra í milli. En kona hélt nú ekki; hún héti Katrín og væri hamingjusamlega gift góðum og elskulegum manni og vildi síst af öllu vera í kunningskap við menn sem legðust umyrðalaust með ókunnugum konum, sem þeir fyrir tilviljun mættu á götu að kvöldlagi.
6.9.2007 | 20:34
Framsókn í torfskála bak við Langjökul.
Þetta líkar mér. Loksins á að gera alvöru úr gamni og koma Framsóknarflokknum, og þessum fáeinu sálum sem honum tilheyra, fyrir langt uppi í óbyggðum. Það er einmitt vel við hæfi, að geyma þessi úttauguðu grey í skálum, sennilega torfskálum, ef að líkum lætur, á bak við Langjökul. Og auðvitað er það Samvinnunefnd miðhálendisins sem gengur í verkið. Í framtíðinni mun eflaust verða fjarska gaman fyrir ferðafólk að steðja þarna uppeftir til að skoða Framsóknarsafnið, sem mun án efa hafa samskonar skemmtanagildi og sömu stöðu og góðir dýragarðar í útlöndum.
![]() |
Heimila uppbyggingu skálasvæðis við Langjökul |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.9.2007 | 17:39
N1 mun saurga handknattleikinn næstu árin ...
Olíubraskarfélagið N1 hefur keypt réttin á að klína nafni sínu á handknattleik karla og kvenna í landinu næstu árin. ... Og sannast þar með einn ganginn enn, orð þeirra Marx og Engels þegar þeir segja: ,,Borgarastéttin hefur saurgað sérhverja íþrótt, er menn hafa til þessa litið guðhræddri lotningu."
![]() |
N1 styrkir Íslandsmótið í handknattleik um tugi milljóna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.9.2007 | 12:51
Framsóknarmaður riðlast á rauðliða.

6.9.2007 | 07:31
Fyrirhuguð hryðjuverk á Íslandi verður að stöðva.
Ja mikil ósköp, það eru fleiri sem hyggja á hryðjuverk í Evrópu en þessir strákar sem Danir og Þjóðverjar hafa verið að sýsla með undanfarna daga. Til dæmis eru ýmis hryðjuverk á teikniborði Íslensku hæriflokkana sem mynda ríkisstjórn á Íslandi. Á þeim vettvandi er til dæmis auðsjáanlega í bígerð árás á orkufyrirtæki í sameiginlegri eigu landsmanna, frekari hryðjuverk í virkjanamálum eru ofarlega á baugi, og síðan en ekki síst liggja í loftinu stríðsaðgerðir hinna einkavæðingarsjúku frjálhyggjubesefa gegn heilbrigðiskerfinu, sem hafa það að markmiði að gera heilsu og lækningar að markaðsvöru og ekkert nema markaðsvöru. Það er þjóðhagsleg nauðsyn efla til muna varnir gegn þeim vágesti sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar er. Það er að minnsta kosti ekki forsvaranlegt að láta skemmdarverkalýð fá að vaða uppi óáreittan eins og hann sé einn í heiminum.
![]() |
Líklegt að fleiri vinni að undirbúningi hryðjuverka í Evrópu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.9.2007 | 23:05
Öfga ný-frjálhyggjumenn ráðast a gæsir í Mosfellsdal.
Þarna hafa verið á ferðinni, ef mér skjaltlast ekki, öfga ný-frjálshyggjumenn að æfa sig í sparfatafasisma á grágæsum í Mosfellsdal. Má segja að lítið leggist fyrir kappana, en samt er svosem ekki við öðru að búast af grilluföngurm úr skóla öfgamannanna Hannesar H. Gissurarsonar og Miltóns Frídmann.
![]() |
Skutu á gæsahóp úr bíl á ferð í Mosfellsdal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.9.2007 | 20:59
Ellilífeyrisþega vísað brott af dvalarheimili.
Það vita allir sem til þekkja, að Kolbeinn Kolbeinsson ellilífeyrisþegi er einhver mesti neftóbaksböðull sem sögur fara af. Þegar Jarþrúður heitin kona hans andaðist fyrir fáum árum, fullsödd á neftóbakslátum eiginmans síns, lét Kolbeinn slag standa og lét munstra sig á elliheimil. Þremur og hálfum mánuði eftir að hann settist að á elliheimilinu var hann rekinn þaðan, hreinlega borinn út, aðallega sökum ægilegra neftóbaksumsvifa sinna. Reyndar áttu fleiri þættir sök á brottvikningunni, svo sem hortugheit og skapvonska, að viðbættu óviðeigandi pukri með áfengi. En það sem gerði samt útslagið með að dvalarheimilisvist Kolbeins lauk fyrr en ráð var fyrir gert og eðlilegt má teljast, var harðsvíraður andfémínísmi karlsins, sem var svo harkarlegur, að forstöðukvendið lagðist bókstaflega í rúmið og kvaðst ekki róta sér þaðan fyrr en ,,þessi andskotans karlskröggur væri kominn út á götu." Og þannig fór, að árla morguns sást Kolbeinn Kolbeinsson ellilífeyrisþegi yfirgefa dvalarheimilið alfarinn, klæddur svörtum frakka og með gamla snjáða ferðatösku í hönd og nasirnar útþandar af úrvalsneftóbaki frá ÁTVR.
5.9.2007 | 19:41
Skrifstofusjakalarnir í ASÍ eru sofnaðir aftur.
Það er nú rétt svo að maður trúi, að möppudýrin og skrifstofusjakalarnir í ASÍ hafi rumskað af sínum væra þyrnirósarsvefni út af smámunum eins og að atvinnurekendur hafi ekki haft launauppgjör og tryggingar starfsmanna í samræmi við leikreglur íslensks vinnumarkaðar og að seinagangur hafi fengið að líðast endalaust í öllum málum sem snúa að réttindum erlendra launamanna. En við þurfum ekki að örvænta. Þegar þessi færsla birtist á boggsíðunni verða sjakalarnir og möppuberserkirnir eflaust fallnir aftur í sitt venjulega þyrnirósardá. En þess verður þó að geta sem vel er gert, en það er að ASÍ-svefnenglarnir vakana yfirleitt aldrei til að pissa, hvað þá meir. En svona geta menn nú stundum vaknað örlítið, þó ekki sé nema á hlutanum á öðru auganu.
![]() |
ASÍ vill stöðva starfsemi fyrirtækja sem virða ekki leikreglur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.9.2007 | 18:31
Kynferðislegur öfugsnúður á pólsku.
Ég hefði aldrei trúað því að Pólskur rithöfundur gæti orðið svona fjandi brenglaður þó að kerlingin hans ætti vingott við kaupsýslumann. Þetta kallar maður sko kynferðislegan öfugsnúð! Og til að kóróna kynvillu sína skrifar rithöfundurinn á bók í spennusagnarstíl hvernig hann svalaði fýsnum sínum á vesalings kausýslumanninum, sem ekkert hafði til sakar unnið annað en gera eiginkonu rithöfundarinns glatt í geði. Það góða við þetta er, að nú fær rithöfundurinn 25 ár í ró og næði til að skrifa fleiri spennusögur.
![]() |
Spennusagnahöfundur skrifaði bók um morð sem hann framdi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.9.2007 | 15:52
Stríðsglæpavargur á öxl Guðs.
Ef það sem fram kemur í þessari frétt er rétt, er augljóst að Georg Bush, forseti öflugasta herveldis heims, gengur fráleitt heill til skógar hvað andlega heilsu áhrærir. Það er ekki laust við að manni verði ómótt við að lesa yfirtrompaða hræsni forsetans á borð við: ,,ég græt á öxl Guðs!" Þvílíkur ekkesens lúsablesi!!! Það væri ekki nema rétt að fela Byskubnum okkar og Gunnsa í Krossinum, að kanna hvort ekki sé um guðlast að ræða þegar hroðalegur stríðsglæavargur lætur að því liggja að hann hangi volandi á öxlinni á Guði daginn langann.
![]() |
George W. Bush: Ég tárast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýjustu færslur
- ,,Karlskömmin þessi Brynki"
- Til umhugsunar 1. janúar 2025
- Ljóðræn athugasemd við Mörtu Smörtu og menningarblætið hennar
- Upp úr námskrá moderne skool kennslukonunnar
- Hvalvertíð hafin milli jóla og nýárs. Sérlegur búhnykkur fyri...
- Fyrir dyrum stendur harðvítug sjálfstæðisbarátta og endaskipt...
- Nú skal karlplágan upprætt í eitt skipti fyrir öll í þágu bes...
- Ákveðinn varðstjóri þarf stundum að gera fleira en gott þykir...
- Misheppnað bankarán er sorglegt bankarán
- Á nýju ári verður hann settur af og fer að borga gjaldþrotin sín
Bloggvinir
-
Níels A. Ársælsson.
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Sveinn Elías Hansson
-
Guðbergur Egill Eyjólfsson
-
Þórbergur Torfason
-
Guðfríður Lilja
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Pálmi Gunnarsson
-
Grétar Mar Jónsson
-
Ásdís Helga Jóhannesdóttir
-
Rúnar Sveinbjörnsson
-
Þorvaldur Þorvaldsson
-
Rauður vettvangur
-
Björgvin R. Leifsson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Einar Ólafsson
-
Baldur Hermannsson
-
Dætur og synir Íslands.
-
hilmar jónsson
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Þórdís Bára Hannesdóttir
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Óskar Helgi Helgason
-
Heiða Þórðar
-
Helgi Guðmundsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Baldur Fjölnisson
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Ísleifur Egill Hjaltason
-
Reynir Andri
-
Rúnar Karvel Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Auðun Gíslason
-
Jón Snæbjörnsson
-
Rannveig H
-
Magnús Jónsson
-
Steingrímur Helgason
-
Hallgrímur Guðmundsson
-
Ársæll Níelsson
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Fríða Eyland
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Ólafur Þórðarson
-
Eygló Sara
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Þorsteinn Briem
-
Ester Júlía
-
Svava frá Strandbergi
-
Björn Grétar Sveinsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Sigurbjörn Friðriksson
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Páll Ingi Kvaran
-
Jakob Jörunds Jónsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Þorkell Sigurjónsson
-
Jóhann Elíasson
-
Óskar Arnórsson
-
Bergur Thorberg
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Eyjólfur Jónsson
-
gudni.is
-
Sigurður Sigurðsson
-
Alma Lísa Jóhannsdóttir
-
Alfreð Símonarson
-
Guðni Ólason
-
ThoR-E
-
Arnar Guðmundsson
-
Þór Jóhannesson
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
Himmalingur
-
Guðjón Baldursson
-
halkatla
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Einar Sigurjón Oddsson
-
Haukur Nikulásson
-
Félag Ungra Frjálslyndra
-
Heiða
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
-
Steingrímur Ólafsson
-
Magnús Þór Hafsteinsson
-
Sigurbjörn Svavarsson
-
Landrover
-
Valla
-
Vilmundur Aðalsteinn Árnason
-
Vefritid
-
Sigríður B Sigurðardóttir
-
Ónefnd
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Þórarinn Eldjárn
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Hlédís
-
Einar B Bragason
-
Þorsteinn Helgi Steinarsson
-
Árni Karl Ellertsson
-
Hamarinn
-
Hamarinn
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Jack Daniel's
-
Jón Bjarnason
-
Kristján Jón Sveinbjörnsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Linda
-
Rauða Ljónið
-
Sigurður Haraldsson
-
Sóldís Fjóla Karlsdóttir
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Vináttufélag Íslands og Kúbu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 7
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 1545842
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007