Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Góðir víngerðarmenn og vondir.

Mikið er fréttin af landabruggaranum á Suðurlandi þjóðleg og notaleg í ljósi þess, að um langt skeið hafa fréttir úr vímuefnagerðageiranum nær eingönugu fjallað um kanabisrækt og amfetamínbruggara. Þá þykir mér gleðilegt til að vita að umræddur landabruggar virðist þeim óborganlega eiginleika gæddur, að geta drukkið framleiðslu sína nánast viðstöðulaust því ekki fundust hjá honum nema tveir lítrar landabruggs. Þessi sunnlenski víngerðarmaður hefur áreiðanlega vandað mjög til verka því mjöðurinn reyndist í kjörstyrleika eða 40%. Þetta er sko eitthvað annað en þegar Jón GJH vinur minn lagði í, en hann varð að hella kynstrum af brennsluspritti út í gambrann til að finna ásættanlega á sér af gutlinu. 
mbl.is Bruggari handtekinn á Suðurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að vilja toga í typpi lögreglumanns er saklaust gaman.

Það er auðvitað óhæfa að karlanginn þurfi að segja af sér þingmennsku fyrir það eitt að langa til að gilja óeinkennisklæddann karlkyns lögregluþjón. Þið vitið ekki, gott fólk, hvað svona óeinkennisklæddir lögregluþjónar virka hressandi á kynhormóna gamalla repúblíkana. Og óviðeigandi var með öllu af hinum óeinkennisklædda, að kvarta opinberlega undan því þó herra Craig hafi viljað toga í typpið á honum. Þessu óforskammaða lögreglumannstötri hefði verið nær að verða við bón öldungardeildarþingmannsins og líta á það sem heiður að karlinum skuli hafa litist vel á hann ...
mbl.is Craig að hugsa um að hætta við að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skælbrosandi koppar úr búri ...

untitledÁ meðfylgjandi mynd gefur að líta tvo hamingjusama og skælbrosandi koppa úr búri Flokkseigendaelítu Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Og ekki er nema von að dömunum atarna sé glatt í geði, enda nýbúnar sulla saman og samþykkja hálfgelda stjórnmálaályktun flokksráðs VG, þar sem hvergi er minnst á komandi kjarasamninga verkafólks eða sjávarútvegsmálin með sitt illræmda kvótakerfi sægreifanna. Ójá, það er víst orðið fátt nýtilegra koppa í flokkseigendabúrinu núorðið ... hmmm. 

Hvenær handtekur Björn hryðjuverkamenn?

Auðvitað er alveg sjálfsagt að hræða lýðinn smávegis með fréttflutningi af aðsteðjandi hryðjuverkaógn. Það hefur löngum gefið góða raun í hinum kapítalíska heimi að skálda upp og útnefna grimma og guðlausa óvini. Og ekki er nú lakara að handtaka fáeina strákhvolpa og bera upp á þá undirbúning að hroðalegum hryjuverkum og gorta af því leiðinni hvað ríkisvaldið sé vel á verði og kæfi áform al Qaeda í fæðingu. Þá er bara spurningin, hvað íslenska ríkisvaldinu dettur í hug að spinna upp. Má ekki reikna með að Björn utanríkisráðherra og hans vaska varnarsveit gefi út, að þeir hafi handtekið einhverja kauða, grunaða um hafa ætlað að fremja hryðjuverk í Reykjavík eða á Reyðarfirði? Við verðum að muna að við Íslendingar erum nú einusinni á lista hinna viljugu og leiðitömu þjóða undir járnhæl hins græðgisvædda heims sem lýtur þessi árin forustu Georgs Bush.  
mbl.is Al Qaeda að koma undir sig fótunum á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný-frjálshyggjuáróður á netinu verði rannsakaður.

Nú, fyrst þeir ætla að fara að rannsaka nasistaáróður á netinu, væri alveg tilvalið að rannsaka ný-frjálshyggjuáróður á netinu í leiðinni. En ný-frjálshyggjan hefur stundum verið kölluð ,,fasismi á sparifötunum."
mbl.is Nasistaáróður á netinu rannsakaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Drukkinn flugmaður er góður flugmaður, segir góðkunningi minn.

Góðkunningi minn, flugstjóri að mennt og atvinnu, hefur margoft sagt mér, að það mesta misskilning og rugl, að það sé eitthvað óæskilegt, hvað þá gælpsamlegt, að stjórna farþegaþotu undir áhrifum áfengis. Þvert á móti sé dýrðlega auðvelt að starfa í flugstjórnarklefanum með whysky-flösku sér við hlið. Þessi grandvari og vel greindi gókunningi minn hefur trúað mér fyrir, að hann hafi nokkrum sinnum flogið heimsálfa á milli því ástandi sem kallað er ,,black out," sem er mjög eftirsóknarverð heilsa hjá stöku manni, og honum hafi sjaldan eða aldrei tekist eins vel upp í flugi eins og þá. 


mbl.is Drukkinn flugstjóri millilenti farþegaþotu á Arlanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón mannæta og samkynhneygingurinn.

Samkynhneygingnum varð illilega á í messunni þegar hann leitaði ásta hjá Jóni mannætu. Og viðbrögðin létu ekki á sér standa, því Jón mannæta tók samkynhneygingnum tak svo um munaði og kreisti hann eins og tannkremstúpu. Vesalings samkynhneygingurinn hafði aldrei, aldrei, á sinni lífsfæddri ævi komist í aðra eins mannraun: Það fór allt í buxurnar sem í buxurnar gat farið og við sjálft lá að lungun gubbuðust upp úr honum. Síðan varpaði Jón mannæta samkynhneygingnum út á strætið og ráðlagði honum í leiðinni, að hugsa sig að minnsta kosti tvívegis um þegar að honum sækti ergi gagnvart samborgurum sínum.

Það er sama hvað þeir sverja ...

Og Vilhjálmur sver og sver og sver ... að Orkuveitan verði áfram í samfélagslegri eign. Hér einu sinni sóru valdahafar við allt heilagt, að þeir myndu aldrei selja sjálfstæði þjóðarinnar. En það fór nú eins og það fór. Áður en haninn gól þrisvar var Ísland orðið hluti af hernaðarmaskínunni NATO og bandaríski herinn sestur hér að og ævarnadi hlutleysi þjóðarinnar þar með fokið út í verður og vind.
mbl.is Ákvæði í lögum um að OR verði áfram í samfélagslegri eigu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvaldið á Jésú grátt að gjalda.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem auðvaldið tekur Jésú Krist sér til handargagns og misþyrmir honum. Frelsari vor hefur nefnilaga mátt búa við stöðugar misþyrmingar af hálfu gróðasóttargemlinga og braskara kapítalismans allt frá því hann bjó á meðal okkar. Enda eiga kapítalistarnir honum grátt að gjalda, því þeir hafa auðvitað alls ekki getað fyrirgefið honum það sem eftir honum er haft í guðspjöllunum, eins og t.d. : ,,Auðveldara er úlfalda að fara gegnun nálarauga en auðmanni að komast inn í Guðs ríki (Matt.19,24)" og ,,Þér getið ekki Guði og Mammón (Matt.6,24)" ...
mbl.is Biskup segir nýja auglýsingu Símans smekklausa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenskir hernaðarfíklar.

Hvaða bölvaður sóðaskapur er nú í gangi hjá hernaðarfíklunum í ríkisstjórninni? Það hlýtur að hafa þurft opinbert leyfi fyrir umsvifum hinna dönsku torfærudáta, eða hvað? Og hvað er það sem kemur heilvita fólki til að gefa út slík leyfi? Eða er viðkomandi fólk ekki heilvita þegar kemur að hernaðarbrölti, stríðsleikjum og stríðslátum.
mbl.is Danskir hermenn æfa sig í óbyggðaakstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband