Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Eins og að rekast á ljóta afturgöngu

Einkathotur-rikisstj-geir_1152654354Ósköp er það nú vesældarlegt yfirklór hjá frú Ingibjörgu Sólrúnu, að reyna að afsaka axarsköft sín með því að Gjeir vinur hennar Haaarde hafi svikist um að reka Davíð Oddsson úr Seðlabankanum eftir að allt var farið formlega til andskotans í fyrrahaust.

Þegar fréttist, á sínum tíma, að bagblöð í Danmörku og síðan Bretlandi hefðu drýgt þann höfuðglæp, að véfengja ágæti hinnar rómuðu Íslensku ,,útrásar" og gefa jafnvel í skyn að alsherjar hrun væri yfirvofandi á Íslandi, ruku frú Ingibjörg og vinur hennar, herra Haaarde, beinustu leið útí flugvél, þeirra erinda að heimsækja Dani og Breta og jafna um þá og lýsa því yfir í leiðinni, að á Íslandi væri starfræktur, sá heimur, sem væri bestur allra heima, og þar væru til slík ókjör af peningum, að aldrei myndi sjást til botns í geymslum þeim er þeir væru geymdir.

Ekki leið á löngu, þar til að kom í ljós, að erindrekstur Ingibjargar og Haaarde var heldur en ekki byggður á ótraustum grunni og erindrekunum til ævarandi skammar í bráð og lengd.

Sennilega væri best fyrir frú Ingibjörgu og herra Haaardi, að láta það alveg eiga sig að koma fram í fjölmiðlum, þó ekki væri nema af tillitssemi við almenning, sem fær ónotalegan kuldahroll um sig eins og hann hafi rekist óforvandis á ljóta afturgöngu í dimmu húsasundi, í hvert skipti sem hann heyrir minnst á þessi líka þokkahjú.  


mbl.is Var lofað að Davíð myndi hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að lokum súlukerling hjá Geirum á Gullfingrum heimsins

drunkAumingja blessað barnið, að lenda í þessum andskota. Nú verður stúlkugarmurinn látin stunda opinbert skækjulíferni fyrir óprúttna tísku- og líkamsdýrkunarperverta, sem líta eingöngu á svona gelgjugögl sem hráefni í sæmilegt penigaplokk.

Í fréttinni af óláni þessarar siðprúðu stúlku, kemur fram, að mest þyki henni varið í að dansa og vera með fjölskyldunni. Eftir ófarir hennar í Suður Afríku er viðbúið, að hún verði að taka upp aðra siði og líklega mun hún enda sem súlukerling hjá Geirunum á Gullfingrum heimsins.

Henni hefði verið andskotans nær, að halda sig á skrifstofunni sinni alla rúmhelga daga, dansa við fjölskylduna sína um helgar og sofa í eftirbreytnisverðu skírlífisstandi um nætur.  


mbl.is Stúlka frá Gíbraltar valin ungfrú heimur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sannleikurinn um afdrif Adólfs

hitlerbush3Einhver hlægilegasta lygasaga mannkynssögunnar er tvímælalaust þvættingurinn um að garpurinn Adólf Hitler hafi í styrjaldarlok fallið dauður til jarðar eftir að hafa skotið sjálfann sig í höfuðið með byssu og síðan hafi einhverjir hjartveikir apakettir kastað líkama foringjans á bál þar sem það hafi brunnið að þrem fjórðu. Síðar áttu Sovét-Rússar að hafa þefað uppi hræið af Hileri og frillu hans Evu Brán, náfrænku Gordons Brán á Englandi, og geymt þau á laun af sínum alkunna skepnuskap.

Þessi skrítna historía er náttúrlega uppspuni frá rótum. Ber þar fyrst til, að Adólf, slíkur kappi sem hann var og hugrekkismaður, hefði aldrei látið það henda sig, að skjóta sig í hausinn eins og  blauður geðsjúklingur. Í annann stað átti þýskalandskanslarinn heitinn fjölda vina handan viglínunnar, sem dáðu hann og prísuðu á sama tíma og þeir þóttust vera í stríði við karlinn. 

Sannleikurinn er sá, að Adólf foringi andaðist í Reykjavík árið 1976 úr ellikrankleik, en hann hafði þá verið á launaskrá hjá Íslensku stórfyrirtæki frá árinu 1946 undir nafninu Aðalsteinn Hilmarsson. Þeir fáu sem vissu hið sanna í málinu, báru Adólfi vel söguna eftir að hann gerðist íslendingur, hann hefði tekið að sér smá viðvik annað slagið fyrir fyrirtækið sem hann var á launaskrá hjá; fór í gönguferðir um Elliðaárdal með tík forstjórans, þvoði og bónaði bifreið hans og gerði innkaup fyrir heimili hans. Á sunnudögum fór ,,Alli Hilmars" eins og hann var kallaður í Dómkirkjuna og hlýddi á messusöng og fór síðan fótgangandi fram á Granda til að hitta gamla Íslenska sjómenn, sem hann var í kunningsskap við.

Aðalsteinn Hilmarsson var jarðsunginn í kyrrþey frá Dómkirkjunni árið 1976 og lagður til hinstu hvílu í Fossvogskirkjugarði. Sagt er gamli maðurinn hafi verið saddur lífdaga og verið hvídinni feginn, enda lí hópi lífsreyndustu manna sem uppi hafa verið.


mbl.is Segja lík Hitlers að engu gert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það verður stríð útaf konu Barraks

beljaEf ég þekki Norðmenn frændur okkar rétt, þá hygg ég að Barrakur forseti verði að gætu eiginkonu sinnar vel fyrir þeim. Þannig er í pottinn búið, að Norskur karlpeningur er afskaplega svag fyrir þeldökkum konum og svífast einskis til að komast uppí hjá þeim. Og þar sem ég veit, að Norskum þrjótum þykir fátt eftirsóknarverðara en að fleka stóhöfðingjafrúr af blámannakyni, verður að viðurkennast, að eiginkona Barraks er í sérstökum áhættuhópi gagnvart hinum Norsku saurlífisseggjum.

Ef illa fer í Noregi og frú Óbama lætur fallerast með innfæddum gradda, er hvorki meira en né minna en hætta á stórstyrjöld, því Barrakur mun svara slíku hneyksli með stórfelldri hernaðarárás á Noreg. Í þeirri styrjöld munu Rússar, Kínverjar og Íslendingar bregðast hart við og senda heri sína á vettvang til að veita Norsurum lið gegn Barraki, og þar með mun allt fara í háaloft. Þjóðverjar verða eflaust fljótir að nota tækifærið og hernema Danmörku og Pólland í hefndarskyni fyrir ófarir Adólfs sáluga í seinna stríðinu. Og þannig koll af kolli ...


mbl.is Mótmælaganga í Ósló
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sóley í 1. sæti væri algjörlega gaga og gúgú

femmaÞað er auðvitað hið besta mál, að Sóley Tomm gefi kost á sér í fyrsta sæti í prófkjöri VG fyrir hreppsnefndarkosningarnar í Reykjavík í vor. Hinsvegar er líka borðliggjandi, að ef Sóley nær fyrsta sætinu, mun VG bíða algjört afhroð í kosningunum sjálfum, og ekki fá neinn fulltrúa kjörinn.

Eftir að Árni Þór og Svandís Svavarsdóttir hurfu, góðu heilli, á braut úr hreppsmálum Reykjarvíkur á kjörtímabilinu, en illu heilli inn á Alþingi, tók Þorleifur Gunnlaugsson við oddvitasætinu og hefur farnast þar vel. Það væri því meiriháttar skandall ef VG-félagar í Reykjavík höfnuðu Þorleifi, það er að segja, gefi hann kost á sér til áframhaldandi setu.

 


mbl.is Sóley vill leiða lista Vinstri grænna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skoðannakönnun um að banna Sjálfstæðisflokkinn

hannez.jpgEf gerð væri skoðannakönnun um hvort það eigi ekki skilyrðislaust að banna Sjálfstæðisflokkinn með lögum, er mjög líklegt að 70% landsmanna væri hlynnt slíku banni. Þar af leiðandi væri Alþingi ekki stætt á öðru en að taka þá niðurstöðu alvarlega og láta til skarar skríða gegn þessum hættulegu samtökum. Ég þykist vita, að félagi Ólafur Ragnar muni skrifa með sérstakri ánægju undir lög frá Alþingi um bann við starfsemi og tilveru Sjálfstæðisflokksins.

Það er svo aftur spurning hvenær slík skoðannakönnun um Sjálfstæðisflokkinn verður framkvæmd. En það hlýtur að gerast fljótlega.


mbl.is Skýr vilji þjóðarinnar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við hverju býst blessað barnið?

flokkurinnÉg geri fastlega ráð fyrir, að Bjarni Ben hafi leitt fróðleiksþyrsta klíkubræður sína og systur í allann sannleikann um hversvegna ,,öll heimili i landinu koma til með að greiða hærri skatta" á næstunni. Því satt best að segja eru þessir hærri skattar fyrst og fremst tilkomnir vegna stefnu og athafna Sjálfstæðisflokksins síðustu 18 ár. Þessa staðreynd hefur Bjarni vafalaust tíundað rækilega fyrir ,,sínu fólki" og útskýrt í leiðinni hvernig helstu þræðir spillingar, óréttlætis og fjárglæfra, koma saman á einn stað í Sjálfstæðisflokknum.

Annars er venjulegu fólki óskiljanlegt með öllu, hvernig á því getur staðið að fólk eins og Bjarni Ben, Torgerður Katrín, Illugi Gunnarsson, Tryggvi Herbertsson, Ragnheiður Elín, Einar Kr. og Pétur Blöndal, svo einhverjar af hrunshetjum Sjálfstæðisflokksins séu nefndar, þora að sperra sig opinberlega og rífa kjaft í ræðupúltum útum hvippinn og hvappinn, jafn nátengd sem þau eru þeim atburðum sem gerðu þjóðina gjaldþrota. Þetta lið hefur framið slík axarsköft gagnvart löndum sínum, að engu er saman að jafna. Því ætti þetta fólk, þó ekki væri nema af siðferðilegum ástæðum, að hafa vit á láta ekki sjá sig á almannafæri. En það hefur greinilega ekki vit til þess, því miður.

Og fyrst minnst er á siðferði: Veit einhver til þess að pótintátar og hottinteglar Sjálfstæðisflokksins hafi beðið Íslensku þjóðina afsökunar á famferði sínu þau 18 ár (1991-2009) sem Flokkurinn réði lögum og lofum í landinu? Ég minnist þess ekki, að hafa heyrt slíka afsökunarbeiðni, sem bendir til þess, að iðrun sé ekki til í Sjálfstæðisflokknum, né heiðarleg og heilbrigð siðverðisvitund.


mbl.is Öll heimili greiða hærri skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gyðingar á Vesturbakka og kvótagreifar á Íslandi

júðÞað er naumast andskotans gassagangurinn í júðunum á Vesturbakkanum núna. Engu er líkara en það hafi verið sett sinnep í rassinn á þeim, en þó var bara verið að banna þeim tímabundið að stela landi af palestínumönnum. Þessi aðgangur júðanna minnir einna helst á froðufellingarnar í Íslensku kvótagreifunum þegar þeir halda að eigi að fara að stíga á klærnar á þeim með firningu eða skötusel utan kvóta.

Á myndinni af mótmælum gyðingana á Vestubakkanum gefur að sjá gríðarlegt skilti sem á stendur, að sjálf Guðsbiflían hafi gefið þeim þetta land. Á sama hátt orga sægreifarnir, að bæði Mammon, guð þeirra, og stjórnvöld hafi gefið þeim leyfi til að stela fiskveiðiauðlindinni eins og hún leggur sig, að undanskyldum marhnútum þeim og blágómum, sem synda um lögsöguna. 


mbl.is Landtökumenn mótmæla í Ísrael
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er af og frá

monni1.jpgÞað er af og frá, að þau feðgini, nafni minn Jónsson og Kristín dóttir hans, hafi gengið á fund háskólarektors til að spjalla við hana um þann merka prófessor, Hannes Hólmstein Gissurarson þó að hann sé svo sem ágætt umræðuefni. Jóhannes, og Kristín dóttir hans, hafa auðvitað verið að innrita sig viðskiptadeild Háskóla Íslands, því alltaf geta miklir viðskiptajöfrar menntað sig meira og betur og kanske veitir ekki af. Þó gæti verið að Jóhannes, og Kristín dóttir hans, hafi verið að innrita sig í deildina sem áminnstur Hannes er að prófessorast í. Ég er viss um að feðginin gætu numið hitt og annað þénanlegt við fótskör hins mikla meistara, sem vissulega væri nytsamt fyrir þau í lífsins ólgusjó.
mbl.is Jóhannes á fund rektors
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svo kemur uppúr dúrnum að fyrirmyndardrengurinn er svæsin lostahrókur

perr1Það á ekki að koma neinum hugsandi manni á óvart, þó hinn virðulegi drykkjaframleiðandi Gatorade hætti að moka péééníííngum í þann ljóngraða kvennajagara Tígur Woods. Enginn sómakær maður, hvað þá kona, vill ekki fyrir nokkurn mun koma nálægt þessum golfleikandi kynferðisbrjálæðingi.

Satt að segja hefur Tígur valdið mér, og heimsbyggðinni allri, hræðilegum vonbrigðum. Í mörg ár hélt ég að þessi prúði drengur væri einhver albesta fyrirmynd sem völ væri á, einkum ungu fólki, í heilbrigðu líferni, dugnaði, náttúruleysi, sem og allri framkomu; stundaði aðeins æfingar og keppni í golfi og dreymdi um golf á nóttinni, meðan jafnaldrar hans höfðu draumfarir sem gengu að flestu eða öllu leiti útá ástir, slagsmál og vín. En svo kemur uppúr dúrnum, að Tígur er er einhver hinn versti lostahrókur sem fólk hefur haft spurnir af; hann er sagður draga konur á hárinu og meðhöndla þær iðulega eins og galdranorn notar kúst til ferðalaga.

Í ljósi fryggðarfullra afreka Tígurs uppá síðkastið, er meir en skiljanlegt, að enginn vilji styðja þennann villing til slíkrar iðju með beinhörðum pééénííííngum, eða öðrum verðmætum hlutum. 


mbl.is Gatorade losar sig við Tiger Woods
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband