Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Gaman, gaman

dansÉg get trúað ykkur fyrir því, lesendur góðir, að það getur stundum verið gaman að lifa, ekki síst þegar skemmtilegir hlutir gerast eins og af sjálfu sér, áreynslulaust og án tilgerðar eða taugaveiklunar af nokkru tagi. Á þessari stundu er allt útlit fyrir að þjóðin muni endurheimta sína bestu syni aftur til starfa á Alþingi. Jón Baldvin hefur þegar boðað komu sína og mun eflaust vinna frækinn sigur í prófkjöri Samfylkingarinnar. Nú virðist og næsta öruggt að Davíð Oddsson muni skipa annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi, næstur á eftir Árna Johnsen. Á næstu dögum mun Halldór Ásgrímsson stíga fram á sjónarsviðið og leiða lista Framsóknar í norðaustrinu. Þar með má ljóst vera að allrir mestu og bestu hrunadansarar þjóðarinnar verða mættir tvíelleftir til leiks á vordögum til að taka einn snúning enn á landsmönnum. Það er ekki ónýtt að eiga slíka mannkynsfrelsara drengir góðir.
mbl.is Davíð í framboð á Suðurlandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aumingja karlinn hann Davíð

herr1Með hverju ætli karlstráið hann Davíð hafi ofanaf fyrir sér í dag? Máske er hann að undirbúa sig fyrir næsta kastljósviðtal; en það verður ekki drottningarviðtal því Davíð er ekki nein drottning lengur, aðeins hortugur frjálshyggjulúser, fastur í kviksyndi stjórnmálastefnu sem lauk með algjöru efnahagshruni og kom íslensku þjóðinni á vonarvöl.

Með réttu ætti ríkisstjórnin að fylgja brottrekstri Davíðs eftir með því að banna starfsemi Sjálfstæðisflokksins því að sá flokkur hefur sannað svo ekki verður um villst að hann er þjóðhagslega hættulegur. Að þessi ruddalegi sjórnmálaflokkur skuli hafa fylgi uppá 30% í skoðanakönnunum, sýnir berlega þá vá sem steðjar að þjóðinni og gegn slíku duga engin vettlingatök. 


mbl.is Nýr seðlabankastjóri settur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svavarsvædd mannvitsbrekka

Það má heita undarlegur fjandi að þingmaðurinn Pétur Blöndal skuli ekki vera búinn að gera sér grein fyrir að VG Steingríms, Hjörleifs og Álfheiðar er ein svavarsvædd mannvitsbrekka útí gegn og alltumkring. Og fyrst Frjálshyggju-Pétur hefur opinberað hve utangarna hann er um pólitísk samtök og raun ber vitni er víst ekki annað í stöðunni hjá honum en að fara að dæmi Árna Matthíassonar og draga sig í hlé.

En af því að mr. Gestsson var dubbaður upp til sendiherra af Davíð Oddssyni og Halldóri Ásgrímssyni er hann náttúrlega sjálfkjörinn til að búverka Icesvave-vandamálið.

Bræðralag flokkeigendafélaganna lifi!!! 


mbl.is Afdrifaríkasta nefnd ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og starfsfólkið klappaði fyrir þeim í háðungarskyni

jóli1Þegar það rann loks upp fyrir Davíð og Eiríki í morgun að þeir væru bæði óalandi og óferjandi innan veggja Seðlabankans hóuðu þeir starfsfólki bankans saman eins og kjúklingum og sögðu því, með tárin í augunum og klökkva í málrómnum, að þeir væru búnir að vera og ekkert annað að gera en að kveðja og skríða síðan ofan í öskutunnuna afturábak með lafandi tungu. Og starfsfólk Seðlabankans lét ekki sitt eftir liggja og klappaði fyrir hinum lúserandi félögum í háðungarskyni.
mbl.is Seðlabankastjórar kvöddu starfsfólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grínaktugur spaugari kveður sér hljóðs

hlatur_8.jpgEkki grunaði mig að framsóknarstofublómið Eiríkur Guðnason, sem titlaður er seðlabankastjóri, væri jafn grínaktugur spaugari og raun ber vitni, einkum þegar haft er í huga að framsóknarmönnum er margt betur gefið en skemmtilegheit. Nú berast oss fregnir af því að Eiríkur opinberað spégáfu sína svo um munar í bréfi til Jóhönnu Sigurðardóttur. Hinsvegar hefur meirihluti landsmanna engann áhuga á hortugum dáraskap Eiríks og Davíðs, munnlegum eða skriflegum; þessir óprúttnu þorparar eiga að geyma sjálfum sér allann slíkan þvætting.

En líklega mun viðskiptum seðlabankastjóranna og þjóðarinnar ljúka með því hin óformlega alþýðuhreyfing götunnar mun leyfa sér þann munað að draga þá fyrrnefndu úr húsi á afturlöppunum. 


mbl.is Furðar sig á vinnubrögðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mafíusamtök fyrir ætternisstapa

Er ekki best að leiguþý Framsóknarmaddömunnar á Alþingi styðji frekar minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins fram á vor en að standa í strögli við VG og Samfylkinguna? Á kjördag myndi þjóðin svo launa þessum alræmdu mafíusamtökum með því að kasta þeim fyrir ætternisstapa.
mbl.is Lausn ekki fundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæpaklíkan berar blóðugan skoltinn

Finnur og GulliÞað er ekki ofsögum sagt að Framsóknarflokurinn sé verkfæri í höndum manna sem einskis svífast til að verja einkahagsmuni sína. Það ætti að vera hverjum manni ljóst að þessi illvíga klíka ætlar sér með öllum ráðum komast í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum eftir kosningar til að þessir tveir mafíuhópar geti útdeilt sjálfum sér góssi úr rústum efnahagshrunsins sem að þeir stóðu öðrum fremur að. Þessvegna eru framsóknarhvolparnir á Alþingi látnir reyna að slá skjaldborg með Sjálfstæðisflokknum kringum Davíð Oddsson í Seðlabankanum þvert ofaní vilja meirihluta landsmanna. Ja, þvílíkir andskotans drullusokkar og vesalingar.

Finnur og ÓliÞegar hinn settlegi Höskuldur Þórhallsson segir að hann hafi farið eftir sannfæringu sinni, varðandi seðlabankafrumvarpið, byggist það einungis á þeirri sannfæringu hans að best sé að fara að vilja Alfreðs Þorsteinssonar, Finns Ingólfssonar, Halldórs Ásgrímssonar, Valgerðar Sverrisdóttur, Ólafs þyrlubónda á Miðhrauni, Sigurðar Einarssonar og Björns Inga Hrafnssonar. Það er þetta ófrýnilega lið sem býr til sannfæringar fyrir veikgeðja prestssyni að norðan og hans líka.


mbl.is Framsókn skekur ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrst að Björn sagði A verður hann að segja B líka

kikk2Jæja, - fyrst Björn Bjarnason var svo alminnilegur að fræða okkur á því að hann hafi hvorki fyrr né síðar séð nokkurn mann leggja önnur eins ósköp á sig fyrir eitt skitið prófkjör og Gvöðlaug Þ. Þórðarson, ætti hann að stíga skrefið til full og  upplýsa fróðleiksfúsan almenning í hverju þessi stórbrotnu prófkjörsumsvif Gvöðlaugs vóru fólgin. 

Svona nú Björn minn Bjarnason ... hott-hott ... og út með sprokið. Fyrst þú féllst í þá freistingu að segja A verður þú að gjöra svo vel að segja B líka, annað væri dónaskapur og fúlmennska.


mbl.is Enginn lagt meira á sig fyrir sæti á lista en Guðlaugur Þór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flest var það til bölvunar ... (Lína/Net-Lína/Net)

fugl3Það má Guðlaugur Þór Þórðarson eiga, að hann hefir aldrei ná þeim áfanga að þroskast uppúr stuttbuxnamenningu Sjálfstæðisflokksins. Hans ær og kýr, og þar með dugnaður líka, í pólitík hefir fyrst og síðast snúist um rugl, kjaftæði og höfuðóra. Um árabil mætti þessi frjálshuga stuttbuxnavargur reglulega í útvarps- og sjónvarpsviðtöl og sagði orðin ,,Lína/Net" að minnstakosti sextíuogþrisvar sinnum í hverju viðtali. Í lok Línu/Netstímabilsins í lífi Guðlaugs voru þessi tvö orð farin að líkjast meira gargi í sílamávum úr hans munni en mennskra manna máli. 

En svo kviknaði í bakhlutanum á Guðlaugi stuttbuxnastrák og hann var lagður inn á ríkisrekið sjúkrahús. Eftir það var hann gerður að heilbrigðisráðherra og hætti alfarið að nefna ,,Línu/Net" á nafn. Og umsvif hins vígreifa vindmylluriddara frjálshyggjunnar og efnahagshrunsins fóru eins og þau fóru í heilbrigðisráuneytinu: Fátt varð honum að verki, sem betur fer, en það litla sem hann gerði var flest til bölvunar og vakti reiði og hneykslun landsmanna.

En nú er Guðlaugur Þór semsé á leið í prófkjör, sem er fjárfrekur búskaparþáttur alvöru stuttbuxnadrengja og stuttpilsastúlkna. En ég leyfi mér að vona að harðduglegir verktakar úr heilsuvísindastétt muni eftir sínum kammerat og styðji hann og styrki í baráttunni sem framundan er. 


mbl.is „Ekki erfiðasta prófkjörið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alfreð, Finnur, Óli og Halldór siga hvolpum sínum á ríkisstjórnina

Það er eitthvað óviðkunnanlegt, að ég ekki segi óhugnanlegt, þegar hvolpum gömlu Framsóknarmaddömunnar er sigað með ýlfri og gelti útum bakdyrnar á fjósinu. Ekki þarf að efa að það eru eðalhúskarlarnir í hinu niðurnídda koti sem leyfa hvolpunum að gelta því ekki hafa enn borist spurnir af því að Alfreð, Finni Ingólfs, Samskipa-Óla og Halldóri Ásgríms hafi verið fleygt í fjóshauginn.
mbl.is Framsókn kynnir hugmyndir sínar í efnahagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband