Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Meðan landið sekkur

myndir_520.jpgMeðan landið sekkur æ dýpra ofan í spillingardý Sjálfstæðisflokksins fór ég til sjós, eins og áður hefur komið fram.

En nú er semsé 10 daga netavertíð lokið hjá mér. Aflinn 200 tonn af slægðum fiski í 50 tólf neta trossur. Geri aðrir betur. 

 Segið þið svo að ekki glóri í einn og einn jákvæðan punkt í frjálshyggjuhruninu miðju.

myndir_515_826438.jpgmyndir_528.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Geir segist bera ábyrgðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kæru og elskulegu blogglesendur mínir ...

asjo1.jpgKæru og elskulegu blogglesendur mínir.

Þar sem ég hef verið til sjós undanfarið, og verð á þeirri veltunni fram á miðvikudag, liggja bloggfærslur niðri á síðunni minni þangað til. Þó að ég hafi ekki tekið þátt í umræðunni síðustu daga, þá virðist það ekki hafa komið að sök, því sífellt dregur af Hrunadansflokkunum, Sjálfstæðisflokknum og Framsókn; ef heldur sem horfir, munu þessi illræmdu samtök verða sjálfdauð löngu fyrr en áætlað var, og má um það segja, að fátt er svo íllt og bölvað að ekki boði nokkuð gott.

Þá er ekki annað eftir en að biðja lesendum velfarnaðar fram í miðvikudag, fimmtudag og biðja þá um að vara sig á smápúkastóði íhalds og Framsóknar sem nú veður um sveitir með hroðann í buxunum og illmælgi á vör.


« Fyrri síða

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband