Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Eldurinn færist nær réttu Valhöllinni

bird.jpgBálið í runnanum fyrir utan arnarhreiður glæpasamtakanna að Háaleitisbreit 1. í Reykjavík er aðeins forsmekkurinn að því er koma skal. Brátt kviknar svo um munar í hreiðrinu og ránfuglagerið mun fljúga alelda útí buskann, sturlað af skelfingu. Mest verður gaman að horfa uppá Ríkisrekna Frjálshyggjuskúminn koma fljúgandi sviðin og svartan útúr eldhafinu með alla litlu frjálshyggjuþúfutittlingna á eftir sér veifandi logandi vængjastubbum. Þá mun Guð hins sjálfvirka réttlætis mæla af himnum ofan: Nú er það fullkomnað, drengir mínir, nú er það fullkomnað ...
mbl.is Smávægilegur eldur við Valhöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það þurfti ekki að beita BDSM aðferðum á Swandeesi Sendiherrans

swandees.jpgÉg hef enga trú á að þurft hafi að beita hina pólitísku jómfrú, Swandeesi Sendiherrans, svipuhöggum og flengingum eða öðrum viðurkenndum BDSM aðferðum til að fá hana til að greiða atkvæði á Alþingi í blóra við stefnu VG. Yfirstéttarsnobburum, eins og hinni virðulegu jómfrú, sem hafa olnbogað sig inná þing og uppí ráðherrastól, undir yfirskyni vinstristefnu, jafnvel sósíalisma, munar ekkert um að ráðstafa atkvæði sínu út og austur eftir því hvernig hrossakaupin gerast á eyrinni. Þó svona lið lýsi yfir trekk í trekk að það hafi pólitískar hugsjónir, samvisku og sannfæringu, verður að taka með í reikninginn að slíkar yfirlýsingar grundvallast undantekningarlaus á þeirri félagslegu íþrótt að helmingur umræddra hugsjóna sé lýgi og hinn helmingurinn eintóm svik. Stjórnamálaflokkar sem byggja gagnverk sitt upp á slíkum fígúrum og loddurum er dæmdur til að grotna niður innanfrá og hrynja loks í hausinn á réttlátum sem ranglátum. 

Framundan er ærið verkefni við að aflúsa VG, losa flokkinn við óværur sem eru gangandi skemmdarverk á samtökum sósíalista, verkalýðssinna og þjóðfrelsissinna.


mbl.is Fjölþætt sannfæring
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klofningurinn í VG innsiglaður

Eins og atkvæðagreiðslan um umsókn að ESB ber með sér, þá er ljóst að stjórnmálaflokkurinn Vinstrihreyfingin grænt framboð er klofin í herðar niður. Það er mín spá, að næstu vikur og mánuði fari menn í hart innan flokksins þar sem ekki síst verði deilt af sósíalistunum og hægriarminum um grundvallaratriði í pólitík.

Sjáið ennfremur: http://joiragnars.blog.is/blog/joiragnars/entry/915305/


mbl.is Samþykkt að senda inn umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ruslið með stuðningsyfirlýsingu við ruslið

ulfur-i-saudarg_665314234Það var svosem auðvitað að tækifærissinnarnir og hægraliðið í VG stæðist ekki mátið og kæmu hlaupandi með opinbera stuðningsyfirlýsingu við landssöluhyskið í þingflokki Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, hyskið sem sem metur ráðherrastóla og formennsku í þingnefndum meira fullveldi og sjálfstæði Íslands.

Ruglupésarnir sem skrifa undir stuðningyfirlýsinguna við Árna Þór, Katrínu Jakobs, Svandísi Sendiherrans, Álfheiði Ingadóttur og Steingrím J. halda því fram að núverandi ríkisstjórn sé vinstristjórn, meira að segja tveggjaflokka vinstristjórn sem af ,,sögulegum" beri að styðja og vernda í hvívetna hvað ssvosem hún tekur uppá að gera.  Við þennan þvætting er það að athuga, að núverandi ríkisstjórn hefur í engu sýnt að hún sé vinstristjórn, alls ekki neitt. Enda ekki við að búast. Annar ríkisstjórnarflokkurinn, Samfylkingin, er fyrst og fremst hægriflokkur, m.a.s. býsna langt til hægri og óútreiknanlegur tækifærissinnaflokkur í þokkabót. Hinn stjórnarflokkurinn, VG, er klofin niður í rót í hægri og vinstri. Þessvegna er núverandi ríkisstjórn fyrst og fremst hægristjórn, bara aðeins öðruvísi en hefðbundnar stjórnir Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, á þessu tvennu er aðeins blæbrigðamunur en ekki eðlis.

Það hýtur að vera komið að tímamótum í vegferð Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Ég fæ með engu móti séð að það sé til nokkurs að streða við að halda fólki með mjög ólíkar stjórnmálaskoðanir, jafnvel í grundvallaratriðum, saman. Mér finnst komið að því að íslenskir sósíalistar fari að standa með sjálfum sér og hætti að gera út stjórnmálaflokk með fólki sem þeir eiga ekki samleið með nema í einstaka málum.

Ruslið, pólitísku viðrinin og svikararnir í VG, mega og eiga að fara sína leið inní alla þá framsóknarflokka og samfylkingar tækifærissinna sem þeim þóknast, en láta það eiga sig að ljúga sig inní raðir sósíalista undir fölsku flaggi.

 


mbl.is Þingmenn VG minntir á ákvæði stjórnarsáttmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vér viljum Barrabas

Annað hvort er fólkið sem skorar á Davíð Oddsson að snúa aftur í stjórnmálin að gera grín að karlgeitinni eða það er samansafn af heilalausum vitfirringum. Annað kemur ekki til greina. Það dettur auðvitað engum heilvita manni í hug að afhenda brennuvargi eldspýtur og bensín eða bjóða minkinn velkominn í hænsnakofann. En reyndar valdi fólkið Barrabas þegar valið stóð á milli hans og Jésú okkar hérna Krists.
mbl.is Skorað á Davíð á Facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Formaðurinn og pólitísku viðrinin í VG

flokkseigendur_786424.jpgÉg vil byrja á lýsa því yfir að ég hjartanlega sammála því sem fram kemur í bréfi tólfmenninganna í NA-kjördæmi til Steingríms J. Sigfússonar. Það hlaut að koma að því að einhversstaðar færi að sjóða uppúr í VG. Það getur varla verið ásættanlegt fyrir sómakært fólk í flokknum, að formaðurinn, ásamt nokkrum pólitískum viðrinum í þingflokki hans, selji stór stefnumál VG fyrir persónulega valdgræðgi sína og ráðherrastóla.

Ég hef lengi haft miklar efasemdir um hluta af forystufólki VG, hvaða erindi það á yfirleitt í stjórnmálaflokki, sem í öndverðu átti að vera róttækur flokkur vintrisósíalista. Það er löngu ljóst, að Steingrímur J. Sigfússon hefur ekki auðnast að velja sér heppilegasta félagsskapinn innan eigin flokks. Niðurstaðan af eilífu slagtogi Steingríms með Svavarsfjölskyldunni, Hjörleifi Guttormssyni, Álfheiði Ingadóttur, Árna Þór og öðru slíku tækifærissinna- og framsóknarslekti, sem ekki er á vetur setjandi, kann ekki góðri lukku að stýra. Fólkið sem í góðri trú stofnaði VG fyrir 10 árum stendur nú illa svikið frammi fyrir klofnum flokki þar sem hugsjónalausi framsóknararmurin hefur ekki einungis traðkað á sósíalistaarminum, heldur leitt flokkinn útí botnlaust svikafen. Um það vitnar umskiptingshátturinn hvað varðar ESB og Icesave best um.

Eina von Steingríms til að endurheimta traust flokksmanna og annarra kjósenda VG er að hann losi sig alfarið undan álögum endemana sem telja sig eiga VG með húð og hári að meðtöldum formanninum Steingrími J. Sigfússyni. 


mbl.is Steingrímur „ómerkingur orða sinna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það á fortakslaust að rannsaka stórkostleg afglöp Davíðs Oddssonar

davi_5.jpgÞað er eitthvað meira en lítið einkennilegt við þennann margumtalaða Davíð Oddsson. Hvernig þessum auma manngarmi, sem óumdeilanlega fór fremstur í flokki græðgisvæðingarinnar miklu sem þjóðin sýpur nú seyðið af, dettur í hug að koma ítrekað fram í fjölmiðlum eins og gljárakaður og balsmeraður engill er aldeilis stórfurðulegt. Með þessum heimskupörum sínum setur Davíð Oddsson sig sannarlega á bekk með hinum siðlausu útrásardjöflum, sem allir sem einn hafa lýst sig alsaklausa af efnahagshruninu, spillingunni, rangsleitninni og siðleysinu sem var einkennismerki stjórnmálamanna og fjármálamanna í valdatíð Sjálfstæðisflokksins á árunum 1991 til 2009.

Á meðan Lárusi Svavarsyni Jones og öðrum af hans kalíberi er ítrekað stungið í steininn, látnir afplána á Litla-Hrauni, ganga einhverjir verstu þorparar íslandssögunnar lausir eins og ekkert sé. Það er t.d. nokkuð víst, að mikill meirihluti þjóðarinnar undrast mjög að helstu gerendur í hruninu mikla skuli ekki hafa verið handteknir umsvifalaust síðastliðinn október og settir í gæsluvarðhald til að koma í veg fyrir að þeim tækist að spilla sönnunargögnum og samræma málflutning sinn.

Svo getur hver og einn spurt sjálfan sig þeirrar áleitnu samviskuspurningar hverjir eigi meira erindi á Hraunið, Lárus Svavarsson Jones og co eða þeir sem komu þjóðinni nánast í gjaldþrot, hvort heldur þeir báru titilinn stjórnmálamenn eða fjármálamenn. Að minnsta kosti er margfalt meiri ástæða að rannsaka feril, vinnubrögð og stórkostleg afglöp Davíðs Oddssonar niður í kjölin af til þess bærum yfirvöldum, í stað þess að láta hann komast upp með að drulla framan í allt og alla með reglulegu millibili í fjölmiðlum.


mbl.is Engin ríkisábyrgð á Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef Barrakur kæmi til Íslands

fisk3_877461.jpgEf Barrakur bandaríkjaforseti gerði sér opinbera ferð til Íslands yrði hann vafalaust laust leiddur inn í fiskvinnslufyrirtæki á sama hátt og hann var leiddur inní þrælavirki í Ghana. Í Íslensku fiskvinnslufyrirtæki fengi Barrakur að sjá íslenska og pólska þræla rekna áfram eins og kolanámuhross allann liðlangan daginn fyrir laun sem varla nægja þrælunum til næra sig, hvað þá meir.

Til forna héldu íslenskir höfðingjar þræla til að vinna fyrir sig. Í staðin fengu þrælarnir fæði, klæði og húsnæði. Í fiskvinnslu nútímans fleygja húsbændurnir annað slagið fáeinum aurum í þrælana sem þeir síðarnefndu eiga að nota til að halda í sér líftórunni. Þetta er kallað frelsi einstaklingsins og sagt vitna um duglega frjálsborna íslendinga. Arðinn af þrældómi hinna frjálsu fiskvinnsluþræla hirða LÍÚ-dólgarnir til að hlaða undir endaþarmana á sjálfum sér og sínu hyski og stunda undurljúfa og heilbrigða samkeppni hverjir við aðra, einkum í bruðli og uppskafningshætti.   


mbl.is Obama heimsótti þrælavirki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki eins hrikaleg sjón ef við værum í ESB

pafi_877448.jpg,,Þetta er alveg hrikaleg sjón að sjá," er haft eftir Gránu Gömlu forsætisráðherra á mbl.is. Það sætir furðu að kerlingarhróið skuli ekki hafa bætt við, að öskuhrúgan, hvar Hótél Valhöll stóð áður, væri ekki næstum því eins hrikaleg sjón að sjá ef Ísland væri fullgildur limur í ESB. Það er nefnilega orðinn plagsiður hjá páfagaukunum í Samfylkingunni að bæta aftan við hverja setningu sem fram gengur að þeirra munni, að allt, bæði gott og slæmt, væri miklu betra ef við værum í Evrópusambandinu. Að Grána Gamla skuli hafa gleymt að bæta hinum skylduga páfagaukalærdómi við álit sitt á brunarústunum gefur sterka vísbendinu um að ófyrirgefanleg elliglöp séu farin að hrjá forsætisráðherra vorn.


mbl.is Hrikaleg sjón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heiðursgrafreiturinn á Þingvöllum

bjorn2_877392.jpgÞað er áreiðanlega hárrétt hjá Sigurði K. Oddssyni, að best sé að tyrfa yfir hótelreitinn á Þingvöllum hið snarasta. Þá væri afar viðeigandi að reisa gálga, líkan þeim sem menn voru hengdir í forðum, á reitnum miðjum ásamt höggstokki í stíl við samskonar áhald og brúkað var til embætta gæpamenn á Þingvöllum á árum áður.

Og fyrst Þingvellir eru komnir í umræðuna á svo hámenningarlegan hátt er ótækt að minnast ekki á kringlótta heiðursgrafreitinn, sem er svo fámennur að þar gista aðeins tveir menn: Einar Benediktsson skáld og einhver danskur óbótamaður sem framámenn landsins lugu að þjóðinni að væri listaskáldið Jónas Hallgrímsson frá Hrauni í Öxnadal. Nú hygg ég að Einari Ben og þeim danska sé farið að leiðast fásinnið í heiðursgrafreitnum og sé mikið í mun að fá einhvern félagsskap til að sytta sér stundir á köldum vetrardögum. Hinsvegar er mikið álitamál hverjir séu þess verðir að fá að búa með tvímenningunum sem þar eru fyrir í hinum helga reit. Um tíma var ég vongóður um að úr færi að rætast hjá þeim félögum þegar blessuð útrásarheljarmennin færu að safnast til feðra sinna. En nú hefur sú von brugðist illilega með því að svo hafa veður skipast í lofti að fólkið í landinu er allt í einu komið á þá skoðun, að umrædd útrásarheljarmenni séu alls ekki í húsum hæf, hvað þá niðri á sex fetum í heiðursmannagrafreitnum á hinum helgu Þingvöllum, vöggu lýðræðisins í heiminum.


mbl.is Best að tyrfa yfir reitinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband