Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009
6.7.2009 | 22:04
Karlar þolendur ofbeldis af hálfu maka sinna
Þegar ég las fréttina um að tæplega fjórðungur íslenskra kvenna, sem annað hvort eru giftar eða í sambúð, hafi orðið fyrir kynferðislegu, andlegu eða líkamlegu ofbeldi af hálfu maka síns, fékk ég á tilfinninguna að hér væri aðeins hálf sagan sögð. Það vantar semsé ítarlega rannsókn á hve hátt hlutfall karla, sem annað hvort eru kvæntir eða í sambúð, hafa orðið fyrir samskonar ofbeldistraktéringum af hálfu maka síns og sambýliskonurnar af sínum mökum.
Svo ömurlega vill til að ég þekki eiginkonu nokkra sem kjaftshöggar eiginmann sinn iðulega svo verklega að hann liggur í öngviti heilu og hálfu næturnar. Auk þess á áðurnefnd eiginkona tvær systur sem þekkar eru fyrir að terroríséra sambýlismenn sína af geysilegum ofsa og áfergju. Þessar dægilegu systur hafa fært mér heim sanninn um nauðsyn þess að fram fari vísindaleg könnum á kynferðislegu, andlegu og líkamlegu ofbeldi sem karlar verða fyrir af hálfu maka sinna.
![]() |
Fjórðungur orðið fyrir ofbeldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.7.2009 | 20:56
Ólíkt hafast þeir að Sverrir og Davíð
Það er vel við hæfi að gamli kappinn, Sverrir Hermannsson, rói sér til fiskjar á gömlum báti. Hinsvegar held ég að fyrrum flokksbræður Sverris af kvótasjúklingastandi í Sjálfstæðisflokknum sjái ofsjónum yfir því himinhrópandi óréttlæti að karlinn geti fiskað sér í soðið án þess að þurfa að leigja sér kvóta af þeim.
En skemmtilega ólíkt hafast þeir að þessa dagana Sverrir Hermannson fyrrum bankastjóri og Davíð Oddsson fyrrum seðlabankastjóri. Á meðan Sverrir stundar holla útiveru á hafi úti með færeyska rúllu á borðstokknum fyrir framan sig, liggur Davíð í illþefjadi ólund í einhverju skúmaskoti og dælir uppúr sér hatursþrungu óráðsbulli í viðurvist Agnesar Bragadóttur um þá sem eru að berjast við að hreinsa frjálshyggjuhroðann upp eftir hann.
![]() |
Siglir um á 81 árs gömlum bát |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2009 | 18:26
Það á að setja lög um starfsemi Sjálfstæðisflokksins
Ég var að vona, að eftir efnahagshrunið síðast liðið haust, færi fólk að átta sig á að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki stjórnmálaflokkur í þeim skilningi sem almennt er lagt í orðið stjórnmálaflokkur heldur glæpasamtök sem hafa það fyrst og síðast að markmiði að einoka auðlindir, efnahag og menningu þjóðarinnar undir verðuga reglubræður samtakanna. Ýmislegt í framgöngu Sjálfstæðisflokksins minnir enda á mafíustarfsemi þar sem tilgangurinn helgar meðalið.
Að sjálfsögðu á ekki að taka óþrifasamtök eins og Sjálfstæðisflokkinn neinum vettlingatökum. Í fullri alvöru er löngu ljóst að það er mikið nauðsynjaverk að setja lög á þessi glæpasamtök, banna þau með lögum. Það á engum ,,stjórnmálaflokki" að líðast að keyra þjóð sína í þrot eins og ekkert sé sjálfsagðara.
![]() |
Ósvífin og ódýr afgreiðsla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Fyrst að Mogganum hefur tekist að grafa Davíð Oddsson og herra Haaardý uppúr rústum Hrunadansins þá er varla langt í að Halldór Ásgrímsson, Finnur Ingólfsson og jafnvel Valgerður frá Lómatjörn verði líka dregin uppúr sorphaugnum til að vitna á síðum Morgunblaðsins um sakleysi Frjálshyggjuframsóknaríhaldsins í Iceseivinu sem og efnahagshrunadansinum öllum.
En ósköp er það alltaf hressandi þegar villuráfandi draugamor, syndugra en Syndin sjálf, kemur rorrandi uppúr ruslakistum stjórnmálanna og fer í allra augsýn að rembast við að snúa Faðirvorinu uppá húsbóndann í Helvíti. Það er eitthvað svo undur hrífandi að fá að vera vitni að þegar afslegnir lúserar rjúka í æðiskasti útá mitt strætið til þess eins að halda opinbera sýningu á sínu innri manni. Því þegar öllu er á botninn hvolft þá er einlægt mest áríðandi í þessu lífi, sem og öðrum lífum, að vera alltaf, ,,fremstur í fláttskap og vélum" eins og skáldið segir í ljóðinu um nauðsyn þess að fá heiminn til að brosa framan í gráðuga einstaklinga.
![]() |
Geir Haarde: Hann tók því illa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
4.7.2009 | 22:04
Moggamenn vekja upp draug
Enn á ný sannast sannast orð þjóðskáldsins: ,,Á Mogganum er mikið puð / menn þar trúa ekki á Guð." Árum saman hefur það verið keppikefli Moggans að reyna að særa fram sem mestan púkafans til þess eins að hræða landsmenn til hlýðni og viðunandi undirgefni við heilagan Mammon og siðleysi hans. Flestir sem komnir eru til vits og ára muna eftir vofunni Rússagrýlu, sem reið röftum um þvert og endilangt Morgunblaðið áratugum saman, svo við lá að Morgunblaðshöllin sykki ásamt allri áhöfn í jörðu niður eins og kirkjan í Hruna forðum daga.
Og enn eru Moggamenn ekki dauðir úr öllum æðum þegar kemur að uppvakningafræðum. Í sunnudagsmogga þessarar helgar er svo að sjá að nú hafi vikapiltum heimskapítalismans á Hádegismóum tekist magna fram úr skúmaskoti hinna pólitísku eterheima draug sem um munar og er, ef að líkum lætur, enginn eftirbátur hins skapvonda Þorgeirsbola, sem hljóp milli héraða með húðina flegna af sér til hálfs í eftirdragi, landsins börnum til ama og skelfingar. Það verður þó að segjast eins og er, að það var vel viðeigandi af Galdra-Loftum Moggans og þann smekk sem þeim er áskapaður að vekja Davíð Oddsson, hrunadansmeistara, upp til pólitísks draugalífernis, einmitt þegar dagurinn er lengstur á Íslandi. Því verður heldur ekki á móti mælt að uppvakningurinn Davíð blæs hressilega úr nösum fram, ekki síður en Þorgeirsboli. Eftir að hafa legið í sinni pólitísku gröf um hríð að kórbaki kirkjunnar í Hruna, stekkur hinn fallni hershöfðingi frjáshyggjunnar fram í dagsljósið, bölvandi og ragnandi öllu og öllum í sand og ösku. Meðal annars heldur þessi Þórólfur bægifótur nútíma draugagangs því fram að ráðamenn Íslands síðustu níu mánaða hafi ásamt embættismannahyski sínu sammælst um að láta þjóð sína borga Icesave-reikninginn hvað sem tautar og raular og hafi í því sambandi falið öll gögn sem sanna að Íslendingar eigi ekki að greiða umræddan reikning Björgólfsfeðga. Ég geri ráð fyrir, að landsmenn allir, að undanskyldum fyrrnefndum ráðamönnum og þeirra hyski, óski þess heitt og innilega að orð draugsins séu þeirrar guðlegu náttúru að vera hverjum degi sannari og nú sé ekki um annað að ræða en að leita uppi hin földu gögn sem að ein duga til að reka Breta, Hollendinga og annan óþjóðalýð af höndum vorum í eitt skipti fyrir öll.
![]() |
Ekki setja þjóðina á hausinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.7.2009 | 14:27
Ábyrgðarlausa braskara ber að leysa frá störfum

![]() |
Tekur ekki áhættu á að krónan falli í haust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.7.2009 | 13:41
Hvernig ætlaði Ónordal að greiða 6,7 prósentin?
Mér skilst að frú Ólöf Nordal (sk.st. Ónordal) og hennar kammeratar í Sjálfstæðisflokknum hafi verið svo gott sem búin að semja um Icesave-hroðann síðastliðinn nóvember með 6,7% vöxtum og greiðslur á höfuðstól áttu að hefjast strax. Með það í huga ætti frú Ónordal ekki að þurfa að leggja á sig ferð uppí ræðupúlt Alþingis til að spyrja hvernig skuldirnar verði borgaðar, það hlýtur að hafa legið fyrir þegar Haaardý og Ónordal vildu óð og uppvæg láta landsmenn borga 6,7% vextina.
Því er aldeilis ekki fisjað saman pappakassaliðinu og lúserunum í Sjálfstæðisflokknum þegar hræsni, lygar og óheiðarleiki eru annars vegar.
Að lokum legg ég til að Sjálfstæðisflokkurinn verði lagður niður og starfsemi hans bönnuð með lögum.
![]() |
Getum ekki prentað gjaldeyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.7.2009 | 12:58
Kolbrún tekur við af Friðriki þann 1. jan. n.k.
Það er hverju heilbrigðu mannsbarni mikið fagnaðarefni, að frjálshyggjufólið Friðrik Sophusson sé á förum frá Landsvirkjun. Þó ber þann ljóta skugga á þann fögnuð, að karlskepnan verður á fóðrum hjá skattgreiðendum eins og hver annar ómagi og niðursetningur svo lengi sem hann hjarir. Satt að segja er það hin mesta ósvinna að greiða ríkisreknum frjáshyggjudólgum eftirlaun og annað þvíumlíkt úr ríkiskassanum, sem þessir sömu frjálshyggjudólgar hafa tæmt vel og vandlega og rúmlega það.
En fyrst við erum að losna við Frikka Sóf úr Landsvirkjun, er einboðið að Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, verði eftirmaður (eða kona) frjálshyggju-Frikka og gerist forstýra Landsvirkjunnar. Kolbrún hefur allt til brunns að bera, ekki síður en Frikki, í rafmagnsmálum; hvorugt kann að skipta um ljósaperu og hvorugt þekkir rafmagnsstaur frá jólatré.
![]() |
Hættir sem forstjóri Landsvirkjunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.7.2009 | 21:30
Bar brennda drykki í liðið og skeindi það á eftir

![]() |
Yfirflugþjónninn var ánægður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.7.2009 | 20:36
Er fólk búið að gleyma glæpasamtökunum?
Það sem athyglisverðast er við þessa skoðanakönnun er tvímælalaust fylgisaukning Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Getur það verið að fólk sé um það bil að gleyma hvaða öfl það voru sem komu okkur íslendingum í þá hroðalegu stöðu sem við erum í? Efnahagshrunið, með öllum sínum útrásarböðlum og fjármálagæpamönnum, er alfarið afurð tveggja glæpasamtaka, sem í daglegu tali heita Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur. Dettur einhverjum heilvita manni í hug að forystufólk nefndra óþrifasamtaka sé betur til þess fallið að greiða úr ástandinu, m.a. Icesave-málinu? Það er í mínum huga svona álíka gáfulegt og reyna að láta minkinn sem komst í hænsnakofann endurlífga hænurnar sem hann drap þar inni.
Icesave viðbjóðurinn og mörg önnur hryðjuverk Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins á liðnum árum ættu að nægja til að þessi samtök hefðu nákvæmlega ekkert fylgi meðal landsmanna - eða hvað? Og að heyra helvítis hræsnina og skinhelgina í talsmönnum glæpasamtakanna, þessa dagana, er gjörsamlega með endemum. Ef að þetta lið hefði einhvern snefil af sómtilfinningu og kynni auk þess að skammast sín, léti það ekki hvarfla að sér að segja eitt einasta aukatekið orð um Icesave-samninginn, eða yfirleitt nokkuð af þeim skuggalegu óförum sem eru beinar afleiðingar af stjórnmálaumsvifum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks á árunum 1995 til 2007.
![]() |
Fylgi stjórnarflokkanna minnkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Nýjustu færslur
- ,,Karlskömmin þessi Brynki"
- Til umhugsunar 1. janúar 2025
- Ljóðræn athugasemd við Mörtu Smörtu og menningarblætið hennar
- Upp úr námskrá moderne skool kennslukonunnar
- Hvalvertíð hafin milli jóla og nýárs. Sérlegur búhnykkur fyri...
- Fyrir dyrum stendur harðvítug sjálfstæðisbarátta og endaskipt...
- Nú skal karlplágan upprætt í eitt skipti fyrir öll í þágu bes...
- Ákveðinn varðstjóri þarf stundum að gera fleira en gott þykir...
- Misheppnað bankarán er sorglegt bankarán
- Á nýju ári verður hann settur af og fer að borga gjaldþrotin sín
Bloggvinir
-
Níels A. Ársælsson.
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Sveinn Elías Hansson
-
Guðbergur Egill Eyjólfsson
-
Þórbergur Torfason
-
Guðfríður Lilja
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Pálmi Gunnarsson
-
Grétar Mar Jónsson
-
Ásdís Helga Jóhannesdóttir
-
Rúnar Sveinbjörnsson
-
Þorvaldur Þorvaldsson
-
Rauður vettvangur
-
Björgvin R. Leifsson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Einar Ólafsson
-
Baldur Hermannsson
-
Dætur og synir Íslands.
-
hilmar jónsson
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Þórdís Bára Hannesdóttir
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Óskar Helgi Helgason
-
Heiða Þórðar
-
Helgi Guðmundsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Baldur Fjölnisson
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Ísleifur Egill Hjaltason
-
Reynir Andri
-
Rúnar Karvel Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Auðun Gíslason
-
Jón Snæbjörnsson
-
Rannveig H
-
Magnús Jónsson
-
Steingrímur Helgason
-
Hallgrímur Guðmundsson
-
Ársæll Níelsson
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Fríða Eyland
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Ólafur Þórðarson
-
Eygló Sara
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Þorsteinn Briem
-
Ester Júlía
-
Svava frá Strandbergi
-
Björn Grétar Sveinsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Sigurbjörn Friðriksson
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Páll Ingi Kvaran
-
Jakob Jörunds Jónsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Þorkell Sigurjónsson
-
Jóhann Elíasson
-
Óskar Arnórsson
-
Bergur Thorberg
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Eyjólfur Jónsson
-
gudni.is
-
Sigurður Sigurðsson
-
Alma Lísa Jóhannsdóttir
-
Alfreð Símonarson
-
Guðni Ólason
-
ThoR-E
-
Arnar Guðmundsson
-
Þór Jóhannesson
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
Himmalingur
-
Guðjón Baldursson
-
halkatla
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Einar Sigurjón Oddsson
-
Haukur Nikulásson
-
Félag Ungra Frjálslyndra
-
Heiða
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
-
Steingrímur Ólafsson
-
Magnús Þór Hafsteinsson
-
Sigurbjörn Svavarsson
-
Landrover
-
Valla
-
Vilmundur Aðalsteinn Árnason
-
Vefritid
-
Sigríður B Sigurðardóttir
-
Ónefnd
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Þórarinn Eldjárn
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Hlédís
-
Einar B Bragason
-
Þorsteinn Helgi Steinarsson
-
Árni Karl Ellertsson
-
Hamarinn
-
Hamarinn
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Jack Daniel's
-
Jón Bjarnason
-
Kristján Jón Sveinbjörnsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Linda
-
Rauða Ljónið
-
Sigurður Haraldsson
-
Sóldís Fjóla Karlsdóttir
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Vináttufélag Íslands og Kúbu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 3
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 1545846
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007