Leita í fréttum mbl.is

Er fólk búið að gleyma glæpasamtökunum?

davi_0.jpgÞað sem athyglisverðast er við þessa skoðanakönnun er tvímælalaust fylgisaukning Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Getur það verið að fólk sé um það bil að gleyma hvaða öfl það voru sem komu okkur íslendingum í þá hroðalegu stöðu sem við erum í? Efnahagshrunið, með öllum sínum útrásarböðlum og fjármálagæpamönnum, er alfarið afurð tveggja glæpasamtaka, sem í daglegu tali heita Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur. Dettur einhverjum heilvita manni í hug að forystufólk nefndra óþrifasamtaka sé betur til þess fallið að greiða úr ástandinu, m.a. Icesave-málinu? Það er í mínum huga svona álíka gáfulegt og reyna að láta minkinn sem komst í hænsnakofann endurlífga hænurnar sem hann drap þar inni. 

Finnur og GulliIcesave viðbjóðurinn og mörg önnur hryðjuverk Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins á liðnum árum ættu að nægja til að þessi samtök hefðu nákvæmlega ekkert fylgi meðal landsmanna - eða hvað? Og að heyra helvítis hræsnina og skinhelgina í talsmönnum glæpasamtakanna, þessa dagana, er gjörsamlega með endemum. Ef að þetta lið hefði einhvern snefil af sómtilfinningu og kynni auk þess að skammast sín, léti það ekki hvarfla að sér að segja eitt einasta aukatekið orð um Icesave-samninginn, eða yfirleitt nokkuð af þeim skuggalegu óförum sem eru beinar afleiðingar af stjórnmálaumsvifum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks á árunum 1995 til 2007.  

 

hannez5.jpg

 


mbl.is Fylgi stjórnarflokkanna minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þau væru dásamleg saman í ríkisstjórn skötuhjúin Sigmundur Kögunar og Torgerður Kaupþings.

Jóhannes Ragnarsson, 1.7.2009 kl. 21:46

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sammála, sammála, sammála.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.7.2009 kl. 21:49

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk fyrir mjög góða færslu!!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 1.7.2009 kl. 23:13

4 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég er svo stein standandi bit að ég á ekki til orð.

Þetta minnisleysi landans er gott rannsóknarefni fyrir Kára Stefánsson, þan velættaða mann.

Hvað er að Íslendingum?

Ingibjörg Friðriksdóttir, 2.7.2009 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband