Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Hvað þurfa glæpirnir að vera stórir?

mafia1.jpgAlgjörlega stórmerkilegt að rúm 40% Reykvíkinga skuli sjá ástæðu til að verðlauna Sjálfstæðisflokkinn, eftir allt sem á undan er gengið, með því að greiða honum atkvæði í borgarstjórnarkosningunum í vor. Satt að segja hef ég ekki nægilegt hugmyndaflug til að ímynda mér hverskonar óskunda Sjálfstæðisflokkurinn þarf að fremja til að fólk snúi við honum bakinu. Það er nefnilega sama hvert litið er, allstaðar er þessi gírugi félagsskapur á kafi í glæpum, spillingu, lygum, undirferli og andfélagslegum viðbjóði. Ef rökhugsun, réttlætis- og siðferðiskennd Reykvíkinga væri heilbrigð mældist fylgi Sjálfstæðisflokksins 4,1% í Reykjavík en ekki 41%.  

Það er því ekki að ástæðulausu þó spurt sé: Hvað þurfa glæpir Sjálfstæðisflokksins að vera stórir svo fólk sjái þá?


mbl.is Sjálfstæðisflokkur í sókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþingi Íslendinga biðjist fyrirgefningar á ódæðinu

Það er mikið fagnaðarefni að Alþingi skuli loksins ætla að taka þátttöku Íslands í Íraksstríðinu til meðferðar. Þessi einkennilega þátttaka Íslands í einhverjum herfilegasta stríðsglæp sem framinn hefur verið, a.m.k. í seinni tíð, verður að upplýsa og í framhaldi af því á Alþingi Íslendinga að biðja ísrösku þjóðina fyrirgefningar á tiltækinu.
mbl.is Þingmenn rannsaki þátttöku í Íraksstríði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband