Bloggfærslur mánaðarins, september 2010
30.9.2010 | 22:42
Mjög athyglisverð frétt úr DV
Í Kastljósi RÚV íkvöld var frá vægast sagt undarlegum afskriftum banka á skuldum smábáts sem er í eigu í eigu eins stærsta gjafakvótaútgerðarfélags landsins. Af einhverri eða einhverjum ástæðum hefur mbl.is ekki birt þessa frétt, eð það hafa bæði DV og Eyjan gert. Til þess að mbl.is verði ekki algjörlega utangátta varðandi þessa stórfrétt læt ég frétt DV fylgja hér á eftir:
,,Smábátaútgerð í eigu fjölskyldu Halldórs Ásgrímssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, fékk afskrifaða 2,6 milljarða króna á síðasta á ári hjá Landsbankanum samkvæmt ársreikningi félagsins. Ári áður en skuldir útgerðarinnar voru afskrifaðar greiddi móðurfélag útgerðarinnar hluthöfum sex hundruð milljónir króna í arð.
Frá þessu var greint í Kastljósþætti kvöldsins. Þar var greint frá því að Fréttablaðið vakti athygli á miklum skuldum sjávarútvegsfyrirtækisins Nóna ehf. á höfn í Hornafirði. Fyrirtækið skuldaði þá rúma fimm milljarða króna. Skammtímaskuldir fyrirtækisins voru 4,2 milljarðar króna í byrjun síðasta árs og áttu að koma til greiðslu sama ár.
Fyrirtækið tapaði tveimur og hálfum milljörðum króna árið 2008 en fyrirtækið byggir rekstur sinn á tveimur smábátum. Kvótaeign félagsins var metinn á tvo milljarða króna árið 2008.
Stjórnendur Nónu eru þeir sömu og stjórna sjávarútvegsfyrirtækinu, Skinney-Þinganesi á Höfn. Eigendur fyrirtækisins eru meðal annarra afkomendur Ásgríms Halldórssonar, fyrrum Kaupfélagsstjóra á Hornafirði. Ásgrímur var faðir Halldórs Ásgrímssonar fyrrverandi forsætisráðherra. Skinney-Þinganesi var eitt þeirra fyrirtækja sem átti í gegnum eignarhald í öðrum félögum aðkomu að kaupum hins svokallaða S-hóps á Búnaðarbanka Íslands þegar hann var einkavæddur.
Í kringum þá sölu spunnust umræður um hæfi þáverandi ráðherra, Halldórs Ásgrímssonar til að koma að sölunni fyrir hönd ríkisins. Þá átti Halldór rúmlega eitt prósent í fyrirtækinu í Kastljóssþætti kvöldsins kom fram að það hefði ekki upplýsingar hvort að það hafi breyst. Skinney Þingnanes er handhafi 98 prósent hlutafjár í Nónu ehf."
Atli tekur sér frí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.9.2010 | 17:42
Glæpasamtök á flótta
Það er engu logið um það, að Sjálfstæðisflokkurinn er magnað fyrirbæri, og dregur meira dám af glæpasamtökum en stjórnmálaflokki í þeim skilningi sem fólk almennt leggur í orðið stjórnmálaflokkur. Djöfullegur tryllingur meðlima þessara óhrjálegu samtaka útaf málshöfðununni á hendur Gjeirs Haaarde er með þeim endemum að fólk er agndofa. Þessir svokölluðu Sjálfstæðismenn víla ekki fyrir sér að ljúga því upp aftur og aftur, að fyrrnefnd málshöfðun sé eingöngu pólitísk aðför að einstaklingnum Gjeir Haaarde, rétt eins og ekkert hrun hafi orðið og halda því meira að segja fram að Gjeir þessi, ásamt ráðherrum sínum, hafi ekkert vitað hvað í vændum var fyrr en svona um það bil viku áður en efnahagskerfið lagðist á hliðina. Ég veit vel að Gjeir og aðrir í innsta hring Sjálfstæðisflokksins vissu mætavel hvað verða vildi árið 2006 og gerðu nákvæmlega ekkert til stöðva þá þróun; það var ekki fyrr en fólkið á götunni rak þetta pípuhattahyski útúr Stjórnarráðinu að það lét af völdum.
Það er hinsvegar gleðilegt að gjörspillt íhaldslið sé tekið uppá því að hlaupa á dyr á virðulegum fundum eins og púkafans undan guðsorði þegar góðir menn eins og Ögmundur Jónasson taka til máls. Það saknar enginn nærveru þess.
Ekki með neina sleggjudóma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.9.2010 | 21:57
Ofsinn, kjafturinn og dómgreindarleysið
Þetta fólk, Gjeir Haaarde, Ingibjörg Sólrún og fleiri þeim lík, lætur eins og ekkert hafi gerst á Íslandi síðustu 1000 árin. Miðað við ofsann og kjaftinn á þeim í fjölmiðlum í gær og dag er engu líkara en þriðja stærsta gjaldþrot í heiminum, sem var fullkomnað einmitt í ríkisstjórnartíð þessa stórsaklausa heiðursfólks, hafi gjörsamlega farið fram hjá þeim, þau hafi siglt í gegnum það eins í einu alsherjar blakkáti. Að ráðherrum í ríkisstjórn Gjeirs Haaarde þyki glæpsamlegt að einhverjir séu dregir til ábyrgðar á þessu þriðja stærsta gjaldþroti sögunnar, og þvaðri um pólitískar ofsóknir og hefndir, sýnir betur en flest annað á hve háu stigi dómgreind þessa fólks er. Og það skulu hin hrokafullu og auðmýktarlausu yfirstéttar- og hrunráðherrar vita að það eru alltaðrir hlutir sem hafa eitrað stjórnmálalífið í landinu en viðleitni Alþingis að láta nokkra af höfuðpaurum ríkisstjórnar Gjeirs Haaarde (2007-2009) standa fyrir máli sínu frammi fyrir Landsdómi.
Og svo skulum við ekki gleyma að dáindispersónan Gjeir Haaarde og Árni Mathiesen voru sem þingmenn og ráðherrar í fararbroddi frjálshyggjuárásarinnar sem stóð linnulaust frá 1991 fram á haust 2008 og var höfuðorsök hrunsins. Svo heldur Gjeir því fram að hann sé alsaklaus!!!
Ojbara.
Mun eitra stjórnmálalífið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.9.2010 | 18:52
Sjálfviljug eða neydd - Jóhanna á valið
Ekki rétt að Geir sé einn ákærður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.9.2010 | 18:14
Hrossakaup, spilling og viðbjóður
Alþingi Íslendinga kolféll á prófinu í dag þegar greidd voru atkvæði um hvort ástæða væri til að láta fyrrverandi ríkisstjórn svara til saka fyrir Landsdómi. Það þarf ekki vellæsan mann til að sjá að Samfylkingin gerði hrossakaup við Framsóknarflokkinn til að koma hlutunum þannig fyrir að aðeinn einn ráðerra verður ákærður. Sem sagt: Samtrygging stjórnmálaelítunnar hélt; Samfylkingin og Framsókn ákváðu að fórna Gjeir Haaarde í því skyni að friða almenning en sýkna hin þrjú. Geðslegt? Nei, viðbjóður.
Það var síðan serstakur kapítuli að fylgjast með fyrrverandi og núverandi ráðherrum Samfylkingarinnar greiða atkvæði. Þvílík helvítis skítseyði hafa sjaldan eða aldrei haldið jafn stórbrotna sýningu á sjálfum sér og pólitísku eðli í beinni útsendingu inn á hvert heimili landsmanna. Fyrir það fyrsta er það dæmalaus ósvífini af hrunaráðherrunum Jóhönnu Sig, Össuri, Stjána Möller og Þórunni Sveinbjarnardóttur að greiða atkvæði í þessu alvarlega máli. Þetta fólk hefur brugðist þjóð sinni og kjósendum hvo hroðalega að aldrei verður tekið mark á þeim meir. Og ekki var síður ömurlegt að verða vitni að því að nýju ráðherrarnir Samfylkingarinnar greiddu allir atkvæði gegn tillögunum. Við þetta hyski vil ég segja: Þið voruð ekki kosin til að fara svona að ráði ykkar.
Um spillingarpésa Sjálfstæðisflokksins þarf ekki ræða þar sem fyrirséð var frá upphhafi hvernig þeir myndy bregðast vil.
Ég tek undir með Þór Saari og fleirum: Það verður að boða til alþingiskosninga nú þegar. Óhjákvæmilegu uppgjöri og hreingerningu eftir hrunið og frjálshyggjusubbuskapinn undir þessum kringumstæðum.
Mál höfðað gegn Geir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.9.2010 | 07:33
Ef alþingismenn vilja uppreisn
Ef Alþingi, vegna innibyggða spillingar og forheimskunnar, guggnar á að draga nokkrar fyrrverandi ráðherraskjátur fyrir Landsdóm fyrir dýrkeypt afglöp þeirra brotavilja, er fátt í spilunum annað en að Alþingi Götunnar knýji ríkisstjórnina til að rjúfa þing og boða til kosninga.
Það er auðvitað í höndum hvers og eins þingmanns hvort hann greiðir atkvæði sitt í þessu máli með fólkinu í landinu og reisn Alþingis eða réttir upp hönd með spillingunni, lygunum og lágkúrunni. Fari svo að meirihluti alþingismanna standi með subbuskapnum og ómennskunni, aukast líkurnar á uppreisn fólksins gegn stjórnmálaelítunni og það þarf enginn maður að velkjast í neinum vafa um hver verður sigurvegari í þeirri uppreisn.
Mjög tvísýnt um úrslitin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.9.2010 | 19:45
Mannréttindalexíur þúfnatyppanna
Sá hefur nú aldeilis lært lexíurnar sínar í háskólanum blessaður litli íhaldsþúfutyttlingurinn hann Víðir Smári Peðersen: Það eru sem sé hvorki meira né minna en mannréttindabrot að draga bersyndugar stjórnmálalufsur fyrir Landsdóm. Ég get með engu móti ímyndað mér að svona ungmenni hafi getu til að ná nokkru alvöruháskólaprófi fyrst lærdómur hans er ekki burðugri en þetta. En annars er víst farið að útskrifa allan andskotann úr háskólum nú til dags; innantómt og ómenntað prófgráðufólk streymir eins og undanrenna útúr hinum ,,æðri" menntastofnunum útá göturnar, þjóðfélaginu til skaða.
Að sjálfsögðu minnist Víðir Peðersen ekkert á mannréttindi þeirra sem nú súpa seyðið af einbeittri, vísvitandi vanrækslu Hrunaliðsins. Því síður nefndi hann mannréttindabrotin sem fá linnulaust að líðast í kvótakerfinu, þrátt fyrir dóm Mannrétindanefnd Sameinuðuþjóðanna þar að lútandi.
Lifi Peder Pavlesen framkvæmdastjóri í Sviðinsvík!
Réttlæti og sanngirni leiðarljós í störfum þingmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.9.2010 | 18:20
Sósíalísk bylting er svarið
Það hefur heldur enginn búist við því að labbakúturinn Guðmundur Steingrímsson hefði sannfæringu fyrir einu eða neinu, einfaldlega af því að hann hefur, og hefur aldrei haft, sannfæringu fyrir nokkrum sköpuðum hlut, enda alinn upp miðjum fjóshaugnum við sjálft Framsóknarfjósið.
Því miður hefur liði af sama kalíberi og Gvendur Steingríms fjölgað óhugnarlega á Alþingi: heilu og hálfu flokkarnir eru undirlagðir fénaði sem á enga köllun aðra en að þjóna eigin athyglissýki og eigin skítalykt.
Það er varla til mikils mælst, að óska eftir því við vísindasamfélagið (ef það er þá ekki ofsetið Gvendum Steingrímssonum) að fundið verði upp lyf, helst bóluefni, við hinu sannfæringarlausa spillingareðli sem tröllriðið hefur öllum stjórnmálum á Íslandi um hríð.
En best væri samt að gera sósíalíska byltingu því þar með myndi undanrennuliðið, Gvendarnir, Katrínarnar og Tryggvarnir Þór, hverfa sjálkrafa til annarra starfa, það er að segja ef hægt er að nota það til einhverra nýtilegra starfa en að éta cócópuffs..
Hefur ekki sannfæringu fyrir ákærum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.9.2010 | 13:21
Frú Ingveldur og Kolbeinn á útreiðarmóti.
Hin viðkunnanlegu hjón, frú Ingveldur og Kolbeinn Kolbeinsson skrifstofustjóri, létu sig ekki, fremur en önnur haust, vanta í Laufskálarétt um helgina. Á föstudagskvöldið lenti Kolbeinn í átökum við digra trukkalessu og beið lægri hlut, á meðan frú Ingveldur fór í útreiðartúr með góðglöðum hrossakalli, alræmdum fyrir nærgöngula framkomu við konur. Frú Ingveldur lét samt þennan flagar eiga neitt inni hjá sér því hún hafði hérumbil drekkt honum í skurði þegar góðgjarnir menn skárust í leikinn á elleftu stundu og björguðu kynbróður sínum undan hexinu.
Í gjærkvöldi slógust frú Ingveldur og Kolbeinn innbyrðis útaf kvennmanni. Þeirri viðureign lauk með því að þau féllu bæði, eins og góðum drengjum sæmir. Og í morgun, rétt fyrir hádegi, voru þau enn í glasi og höfðu þá vinahjón þeirra, Indriði handreður og Máría borgargagn bæst í selskapinn og allra verða veðra von, því öll fjögur voru þá þegar orðin verulega klæðlítil.
Þúsundir á sveitaballi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.9.2010 | 23:16
Ill meðferð á nauðstöddum mönnum.
Bjargað af eyri í Núpsvötnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.9.2010 kl. 03:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Nýjustu færslur
- ,,Karlskömmin þessi Brynki"
- Til umhugsunar 1. janúar 2025
- Ljóðræn athugasemd við Mörtu Smörtu og menningarblætið hennar
- Upp úr námskrá moderne skool kennslukonunnar
- Hvalvertíð hafin milli jóla og nýárs. Sérlegur búhnykkur fyri...
- Fyrir dyrum stendur harðvítug sjálfstæðisbarátta og endaskipt...
- Nú skal karlplágan upprætt í eitt skipti fyrir öll í þágu bes...
- Ákveðinn varðstjóri þarf stundum að gera fleira en gott þykir...
- Misheppnað bankarán er sorglegt bankarán
- Á nýju ári verður hann settur af og fer að borga gjaldþrotin sín
Bloggvinir
- Níels A. Ársælsson.
- Vésteinn Valgarðsson
- Sveinn Elías Hansson
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Þórbergur Torfason
- Guðfríður Lilja
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Bjarki Steingrímsson
- Pálmi Gunnarsson
- Grétar Mar Jónsson
- Ásdís Helga Jóhannesdóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Þorvaldur Þorvaldsson
- Rauður vettvangur
- Björgvin R. Leifsson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Einar Ólafsson
- Baldur Hermannsson
- Dætur og synir Íslands.
- hilmar jónsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Þórdís Bára Hannesdóttir
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Heiða Þórðar
- Helgi Guðmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Baldur Fjölnisson
- Birgitta Jónsdóttir
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Reynir Andri
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Auðun Gíslason
- Jón Snæbjörnsson
- Rannveig H
- Magnús Jónsson
- Steingrímur Helgason
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ársæll Níelsson
- Brynja Hjaltadóttir
- Fríða Eyland
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Ólafur Þórðarson
- Eygló Sara
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þorsteinn Briem
- Ester Júlía
- Svava frá Strandbergi
- Björn Grétar Sveinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Ragnar Páll Ólafsson
- Páll Ingi Kvaran
- Jakob Jörunds Jónsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Jóhann Elíasson
- Óskar Arnórsson
- Bergur Thorberg
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Eyjólfur Jónsson
- gudni.is
- Sigurður Sigurðsson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Guðni Ólason
- ThoR-E
- Arnar Guðmundsson
- Þór Jóhannesson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Himmalingur
- Guðjón Baldursson
- halkatla
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Einar Sigurjón Oddsson
- Haukur Nikulásson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Heiða
- Jakob Falur Kristinsson
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Steingrímur Ólafsson
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Landrover
- Valla
- Vilmundur Aðalsteinn Árnason
- Vefritid
- Sigríður B Sigurðardóttir
- Ónefnd
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Þórarinn Eldjárn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Ragnar Björnsson
- Hlédís
- Einar B Bragason
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Árni Karl Ellertsson
- Hamarinn
- Hamarinn
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Jack Daniel's
- Jón Bjarnason
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Linda
- Rauða Ljónið
- Sigurður Haraldsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Vináttufélag Íslands og Kúbu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 1545327
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007