Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2011

Fluggrýlur gefast uppá rólunum og sveipa að sér kjólunum

wc2Það fór sem margan grunaði: fluggrýlurnar lyppuðust niður eins og blautir strigapokar og sömdu af sér. Og nú sitja paurarnir hjá flugfélaginu með íslenska nafnið, Icelandair, og grénja sig hása af hlátri yfir samningsóförum viðsemjenda sinna. En þegar alls er gætt, þá gat auðvitað ekki öðruvísi farið. Tindilfættar grýlur, sem eru því einu vanar, að bera brennivín í flugdólga, geta ekki samið um eitt eða neitt, mér er sagt að þær geti ekki einusinni vísað fólki skammlaust á salerni hvað þá annað.

Þegar Kolbeinn Kolbeinsson skrifstofustjóri kom heim frá Kína fyrr á þessu ári, lenti hann uppá kant við einar þrjár fluggrýlur, sem báru uppá hann að hann hefði mígið framhjá salernisskálinni í flugvélinni. Kolbeinn brást að vonum ókvæða við áreitninni og snerist til varnar. En fluggrýlurnar voru vondar og harðhentar og báru Kolbein fljótt ofurliði. En þegar neyðin er stæst er hjálpin næst. Og þá varð Kolbeini það til happs, við erfiðar aðstæður, að slæma annarri höndinni uppundir pils eins vargsins og klípa í það allraheilagasat, fast. Við þessa óvæntu hernaðaraðgerð riðlaðist sókn fluggrýlukerlinganna, Kolbeini náði yfirhöndinni og gat stuggað öllum þrem inná klósett og læsti þær þar inni. Þar hoppuðu þær í hlandpollinum, bláar í framan af tryllingi, þar til flugvélin lenti og aðstoðarflugstjórinn hleypti þeim út.


mbl.is Flugfreyjur sömdu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar brunnurinn steypist ofaní barnið

drunk5.jpgEnn einusinni hefur sannast að betra er að byrgja brunninn áður en barnið dettur niður í hann. En eins og öllum er kunnugt, þá leita börn mjög í opna brunna og þarf sjaldnast að spyrja að leikslokum ef krakka tekst að þefa uppi slíkt mannvirki.

Þá er ekki síður alvarlegt þegar gleymist að loka barninu áður en brunnurinn steypist ofan í það. Um þá brunna, sem hverfa eins og dögg fyrir sólu niðrum kverkar barnunga, er engu logið þó fullyrt sé að þeir séu ævinlega barmafullir af brennivíni, ákavíti og volka og börnin verði undantekningarlítið blindfull, vitlaus og slefandi eftir að hafa komist í tæri við þá.

Þegar Kolbeinn Kolbeinsson skrifstofustjóri var á barnsaldri byrjaði hann að stunda áfengisnautn af þeim krafti, sem börnum er yfirleitt til óprýði. Hann varð fljótt uppivöðslusamur með víni, kjaftfor og kvensamur. Áttu fermingarstúlkur og allt uppí marghertar stútungskerlingar í mesta basli við að verjast ásókn krakkaskrattans Kolbeins og máttu halda fast um pils sín svo ekki færi allt á versta veg. Af þessum sökum harðneitaði sóknarpresturinn að ferma Kolbein og kvaðst alveg eins geta fermt Djöfulinn sjálfann eins og þetta skaðræðisbarn. Því er Kolbeinn Kolbeinsson ófermdur, hundheiðinn og Guði óþóknanlegur í alla staði. En frú Ingveldur kann að meta hann á köflum, og þá ekki síður Máría borgargagn, sem í seinni tíð hefur gengt stöðu frillu hans. 


mbl.is 3 ára bjargað úr brunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húsvíkingar mega vera þakklátir

kapital11Mikið mega Húsvíkingar vera almættinu þakklátir fyrir að vera lausir undan oki Alcoaskrímslisins. Þessi andstyggilega ófreskja hefur rænt ístöðulausar sálir þar nyrðra ráði og rænu í liðug sex ár svo að þær hafa verið viti sínu fjær eins og vændispúta sem týnt hefur atvinnutæki sínu.

En nú er þessari langvinnu martröð Húsvíkinga lokið á farsælan hátt, Alcoaskrímslið horfið á braut til að kvelja einhverja aðra sakleysingja og Húsvíkingar geta aftur farið að hugsa og lifa eins og frjálsir og heilbrigðir einstaklingar. Þó er viðbúið að fáeinir álfabrikkusjúklingar eigi erfitt með að fylla tómarúmið í sálum sínum eftir að vomurinn er á braut og eigi fyrir höndum faglega endurhæfingu til að ná tökum á lífi sínu eftir hremmingarnar.

Það er ástæða til að óska Húsvíkingum, og Íslendingum öllum, hjartanlega til hamingju með brotthvarf óvættarins frá Bakka.


mbl.is Erum miður okkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af handbragðinu má þekkja þá

kapital8Tja, það kvað vera snúið að böndum á ræningja, eins og sannaðist svo eftirminnilega með bankaræningjana eftir bankahrunið 2008. Þó man ég ekki til, að lögrenglan hafi þotið út og austur eins og andskotinn væri á hælum hennar á eftir bankaræningjunum á sama hátt og hún hefur eltst við úraræningjana í morgun; það má því teljast ólíklegt að úraþjófarnir séu úr hópi bankaræningjanna. Þess utan hefur ríkisstjórnin barist eins og ljón, í óþökk alþýðunnar, við að endurreisa umrædda bankaræningja til fyrri vegs og virðingar.

 Annars má sjá á handbragði ránsins hjá Michelsen í morgun, að þar hafi góðir frjálshyggjumenn verið að verki, upprennandi athafnaskáld og fjármagnseigendur. Og ef sagan endurtekur sig, sem hún og auðvitað gerir, verða þessir heiðurspiltar orðnir bankaeigendur, með þyrlur og þotur í sinni þjónustu, eftir nokkur ár. Á þessu má sjá, að allt er á uppleið hjá okkur, eins og Steingrímur segir.

Því er svo við að bæta, að mér þykir harðla ósennilegt að Kolbeinn Kolbeinsson skrifstofustjóri sé viðriðin úraránið þótt eiginkona hans haldi hinu gagnstæða fram. Hið rétta er, að Kolbeinn kom við á barnum áður en hann mætti til vinnu sinnar og dvaldi þar við afréttarann til klukkan 12:00.


mbl.is Ræningja og þýfis enn leitað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannheld girðing á miðhálendinu

piss3Það er geðslegur andskoti að kveikja í bifreið svona snemma að morgni. Þeim, sem vilja vekja samborgra sína með svona tiltektum, er ekki sjálfrátt. En svona eru bölvaðir fjrálshyggjumennirnir innréttaðir, einlægt tilbúnir að hrella saklaust fólk með efnahagshruni, bílabrennum og landasölu.

Nú eru sem betur fer uppi hugmyndir uppi í Stjórnarráðinu um að flytja alla frjálshyggjumenn uppá miðhálendið og geyma þá þar innan mannheldrar girðingar. Þetta væri mikið þjóðþrifaverk, því almenningur á að sjálfsögðu heimtingu á að vera óhultur fyrir þessari óhugnanlegu plágu.

Eða hver man ekki eftir því þegar fundarmenn og konur á hátíðarfundi frjálshyggjufélgs nokkurs tóku sig til á miðri samkomu og hlupu út og pissuðu á götuna til að mótmæla því að bannað væri að pissa á götuna? Svona lið á auðvitað hvergi annars staðar heima en bak við fjöll og öræfi, - í mannheldri girðingu.


mbl.is Reyndi að kveikja í bíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fransós

sex5Eftir lýsingunni á sjúkdómsins eðli, er ljóst að selirnir hafa smitast af fransós, sem í fyllingu tímans hefur dregið þá til dauða. Hvernig anga skinnin hafa náð sér í þennan ófögnuð er ekki gott að segja, en manni dettur ýmislegt í hug, sem er þannig vaxið að ekki er vert að hafa orð á því upphátt.

Gamli Kolbeinn Kolbeinsson, tendafaðir frú Ingveldar, varð sér úti um fransós á gleðihúsi í Rotterdamm þegar hann var matrós á fraktskipinu Mary Jones frá Aberdeen. Þegar þetta gerist var gamli Kolbeinn ungur að árum og sigldi djarft bæði í landi og á sjó. Þegar hann kom heim til Íslands, lét hann það verða sitt fyrsta verk að breiða sjúkdóm sinn út eins og fagnaðarerindi, og á skammri stundu logaði Reykjavíkurborg bókstaflega af fransós. Landlæknir og hans undirsátar vissu ekki hvað á þá stóð veðrið, einkum eftir að eiginkona virðulegs doktors varð altekin af fransós. 

En gamli Kolbeinn lét ekki einn auðvirðilegan hjarðsveinasjúkdóm á sig fá og hélt áfram þróttmiklu kvennafari þangað til hann gekk í hjónaband. En þá var líka þar komið sögu kvillans í líkama gamla Kolbeins, að við lá að hann tapaði undan sér tólum þeim og tækjum, sem hann á undaförnum árum hafði glatt kvenþjóðina með af slíkum ágætum að eftir var tekið víða um land.  


mbl.is Dularfullur seladauði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vítamínísk ofheilsa er ávísun á óvenju kvalafullan dauðdaga

lyf3Það var svo sem auðvitað að þetta helvítis vítamín væri meira eða minna baneitrað. Enda er það nú komið á daginn að vítamín drepa ótölulegan fjöld fólk á hverju ári.

Og hver veit hvað samsuða er notuð í þessi svokölluðu vítímín? Ég giska á að vítimín séu búin til á þann hátt, að rottueitur sé leyst upp í salmíakspíritusi, bætt við það amfetamíni og ofskynjunarsveppum. Svo eru steyptar töflur úr þessum óþverra og saklaust fólk blekkt til að gleypa þetta í góðri trú um betri líðan. Nokkrum vikum síðar er neytandinn steindauður af vítamínískri ofheilsu.


mbl.is Vítamín tengd hærri dánartíðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húskarlar Framsóknarmaddömunnar eru ekkert blávatn

xbÞar kom að því að húskarlar Framsóknarmaddömunnar drógu griðkuna Siv á eyrunum útúr Framsóknarfjósinu og stungu henni með höfuðið á undan á kaf ofaní fjóshauginn. Þetta framtak húskarlanna er ofurskiljanlegt, því ekki er endalaust hægt að horfa uppá eina skrautklædda mjaltakonu hella nytinni úr kúnum linnulaust beint í flórinn.

Á sínum tíma tók Máría borgargagn uppá þeim andskotans andskota að míga framhjá klósettinu eins og blindur nautgripur. Þetta forkastanlega uppátæki Máríu varð til þess, að þáverandi eiginmaður hennar seldi hana í hendur Indriða handreði til fullra afnota.

 


mbl.is Siv hættir sem varaforseti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjamm búrtíkanna og upplýsingafulltrúi Saddáms sáluga

búr1Já, Björn Valur er einstaklega gáfaður af búrtík að vera. Ég tel augljóst að honum verði lyft uppí 1. sæti VG í Norðausturkjördæmi þegar Hinn Mikli Foringi, Steingrímur J., lyppast niður af kröftum á hinum kapítalíska blóðvelli. En þegar þar verður komið sögu, veður ekkert eftir af VG utan skjátan ein og ef til vill leyfar af kulnuðum brunarústum.

En sem betur fer, er nóg að bardúsa þessa dagana hjá búrtíkum húsbændanna í VG og þá ekki síður litlu dekurdýrunum þeirra og öðrum undanrennudvergum við að glefsa í hælana á félaga Ólafi Ragnari Grímssyni og Lilju Mósesdóttur, og nú síðast Ragnari Arnalds af því að hann gaf þessu draugamori utanundir með blautum sjóvettlingi á aðalfundi VGR í síðustu viku.

En svona okkar á milli sagt, þá líður manni svipað við að hlusta á hreystisögur Steingríms af gríðarlegum árangri hans efnahagssviðinu og þegar hrunmeistararnir börðust um á hæl og hnakka í aðdraganda Hrunsins að á Íslandi væri rífandi gangur og staðan traustari en allt sem traust væri. Og þegar búrtíkurnar taka undir kraftaverkasöng Foringjans með margfrægu gelti og spangóli, sé ég ævinlega fyrir mér upplýsingafulltrúa Saddáms sáluga, þegar hann var að útlista fyrir heimsbyggðinni að Íraski herinn væri við það sigra innrásarblóðhunda kapítalismans hér um árið. 


mbl.is Þurr og flöt umræða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undanrennuæska Steingríms og Álfheiðar

flokkseigendur_786424.jpgÞað eru mikil tíðindi að undanrennuæska Steingríms J. og Álfheiðar hafi haldið landsfund. Tíðindin felast ekki í rýrum fundarályktunum, heldur því að til séu ungmenni sem nenna að leggja það á sig, að þjónusta aðra eins þokkahúsbændur og Steingrím, Álfheiði og Svavarsfjölskylduna.

Enda er hreint makalaust að ungt fólk, sem heldur að það sé róttækt til vinstri, skuli skila annarri eins afurð frá sér eins og umræddum landsfundarályktunum. En því miður er fylgispektin við óheiðarlega húsbændur og pólitíska loddara slík, að engu er líkara en um heilaþvott sé að ræða. Vinstriróttækni þessara brjóstumkennanlegu undanrennuungmenna nær heldur ekki hærri hæðum en í álfheiðarlegum fjandskap gagnvart forseta Íslands og fabúleringum um kirkju og presta. Hvergi minnast þessi grey á verkalýð, sósíalisma, sameignarstefnu eða þjóðnýtingu á atvinnutækjum, bönkum, tryggingafélögum, oliufélögum eða lyfjaverslun. Ekki er orð að finna um glæpaspil kapítalismans, fiskveiðistjórnunarkerfið, endurreisn Gamla Íslands, sem er að verða 100% veruleiki, fyrirhugaða einkavæðingu ríkisstjórnarinnar á næsta fjárlagaári, eineltisáráttu flokksforystu VG gegn eigin flokksmönnum, eða byltingarástandið sem kraumar undir niðri í þjóðfélaginu.

En auðvitað eru athafnir undanrennuæskunnar í takt við lágkúrulega, svikulu og lygna flokksforystu og undirstrikar, að Vinstrihreyfingin grænt framboð er ónýtur flokkur, þjáður af ólæknandi innanmeinum sem draga hann vafalaust til dauða fyrr en varir.

Í ljósi þess að VG er og verður ónothæfur stjórnmálaflokkur fyrir raunverulega vinstrisinna, sósíalista, kemur varla annað til greina að stofnaður verði róttækur flokkur þar sem bundið verður í flokkssamþykkt að enginn úr gamla, sóðalega flokkseigendafélaginu úr AB og VG fái inngöngu í þann flokk! 


mbl.is Einræðistilburðir forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband