Leita í fréttum mbl.is

Húsvíkingar mega vera þakklátir

kapital11Mikið mega Húsvíkingar vera almættinu þakklátir fyrir að vera lausir undan oki Alcoaskrímslisins. Þessi andstyggilega ófreskja hefur rænt ístöðulausar sálir þar nyrðra ráði og rænu í liðug sex ár svo að þær hafa verið viti sínu fjær eins og vændispúta sem týnt hefur atvinnutæki sínu.

En nú er þessari langvinnu martröð Húsvíkinga lokið á farsælan hátt, Alcoaskrímslið horfið á braut til að kvelja einhverja aðra sakleysingja og Húsvíkingar geta aftur farið að hugsa og lifa eins og frjálsir og heilbrigðir einstaklingar. Þó er viðbúið að fáeinir álfabrikkusjúklingar eigi erfitt með að fylla tómarúmið í sálum sínum eftir að vomurinn er á braut og eigi fyrir höndum faglega endurhæfingu til að ná tökum á lífi sínu eftir hremmingarnar.

Það er ástæða til að óska Húsvíkingum, og Íslendingum öllum, hjartanlega til hamingju með brotthvarf óvættarins frá Bakka.


mbl.is Erum miður okkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jóhannes. Alcoa er stórhættulegt glæpafyrirtæki, en það eru því miður mörg íslensk fyrirtæki líka, og síður en svo skárri. Það nægir að nefna Actavis-eiturlyfjaverksmiðjuna.

Einhversstaðar verður fólk að fá lifibrauð með framleiðslu og atvinnu við hana, þó það kosti óvinsælar fórnir, en ég er svo sem sammála því að álver er ekki rétta lausnin.

Hvernig væri að styðja og byggja upp meiri grænmetisræktun á þessu svæði til innanlands-notkunar og/eða útflutnings?

Eru ekki Hveravellir í næsta nágrenni, með alla sína grænmetisræktun, og nóg af vanmetnu/nýttu heitu vatni þarna? Þetta er bara tillag, því sumir segja að enginn bendi á aðrar lausnir. Hér með hef ég bent á aðra lausn.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.10.2011 kl. 23:33

2 Smámynd: Björn Emilsson

Tek undir með þér Anna Sigríður og það gera fleiri. Ylrækt er framtíðin. Miklu skemmtilegri atvinnugrein en reykspúandi álver. Eg hef talað fyrir þunnum eyrum um ylrækt í mörg ár, við litlar undirtektir. Tækifærið er þarna. Gefum ylræktarbændum rafmagnið á sama verði og til álveranna. Þeir sjá um restina. Islendingar eru matvælaframleiðendur, fiskur, grænmeti, lambakjöt og ekki síst hreint islenskt vatn.

Björn Emilsson, 18.10.2011 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband